Pundið hríðféll eftir að May tilkynnti um frestun á Brexit-atkvæðagreiðslu Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 10. desember 2018 18:35 Pundið hríðféll í dag eftir að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti um að fyrirhugaðri atkvæðagreiðslu um Brexit sáttmálann yrði frestað. Stjórnarandstaðan segir ríkisstjórnina í óreiðu og höndli hún ekki að koma sáttmálanum í höfn þurfi forsætisráðherrann að víkja. Stefán Rafn. Gengi pundsins hefur ekki verið lægra í 20 mánuði en það hríðféll í dag vegna óvissu í tengslum við útgönguferli Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May, forsætisráðherra hefur verið staðráðin í því að keyra útgöngusáttmálann í gegn um þingið þar til í dag þegar hún tilkynnti óvænt um að hún hygðist fresta atkvæðagreiðslunni. „Eftir að hafa hlýtt af athygli á sjónarmið hér í þinginu og utan þings af hálfu þingmanna allra flokka er ljóst að það er breið samstaða um marga lykilþætti samkomulagsins. Við höfum t.d. miklar áhyggjur af norðurírska bakhjarlinum. Það þýðir að ef við gengjum til atkvæðagreiðslu á morgun myndi sáttmálanum verða hafnað með miklum meirihluta. Við frestum því atkvæðagreiðslunni sem fyrirhuguð var á morgun í því skyni að valda ekki klofningi í þinginu núna,“ sagði May. Stjórnarandstaðan hefur brugðist harkalega við þessari þróun en ríkisstjórnin er sökuð um að geta ekki stjórnað landinu. „Staða okkar er afar alvarleg og fordæmalaus. Ríkisstjórnin hefur misst tökin á ástandinu og algjör ringulreið ríkir. Það hefur verið ljóst svo vikum skiptir að sáttmáli forsætisráðherra naut ekki trausts hér í þinginu. og margítrekaði að ekki væri völ á öðrum samningi.“ Áhyggjur gagnrýnenda sáttmálans snúa fyrst og fremst að landamærunum á Norður-Írlandi. May kveðst ætla að óska eftir fundi með leiðtogum Evrópusambandsins til að ná fram breytingum eða fyrirheitum sem slái á þær áhyggjur. Talsmenn Evrópusambandsins hafa þó sagt í dag að ekki stæði til boða að breyta innihaldi sáttmálans. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Pundið hríðféll í dag eftir að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti um að fyrirhugaðri atkvæðagreiðslu um Brexit sáttmálann yrði frestað. Stjórnarandstaðan segir ríkisstjórnina í óreiðu og höndli hún ekki að koma sáttmálanum í höfn þurfi forsætisráðherrann að víkja. Stefán Rafn. Gengi pundsins hefur ekki verið lægra í 20 mánuði en það hríðféll í dag vegna óvissu í tengslum við útgönguferli Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May, forsætisráðherra hefur verið staðráðin í því að keyra útgöngusáttmálann í gegn um þingið þar til í dag þegar hún tilkynnti óvænt um að hún hygðist fresta atkvæðagreiðslunni. „Eftir að hafa hlýtt af athygli á sjónarmið hér í þinginu og utan þings af hálfu þingmanna allra flokka er ljóst að það er breið samstaða um marga lykilþætti samkomulagsins. Við höfum t.d. miklar áhyggjur af norðurírska bakhjarlinum. Það þýðir að ef við gengjum til atkvæðagreiðslu á morgun myndi sáttmálanum verða hafnað með miklum meirihluta. Við frestum því atkvæðagreiðslunni sem fyrirhuguð var á morgun í því skyni að valda ekki klofningi í þinginu núna,“ sagði May. Stjórnarandstaðan hefur brugðist harkalega við þessari þróun en ríkisstjórnin er sökuð um að geta ekki stjórnað landinu. „Staða okkar er afar alvarleg og fordæmalaus. Ríkisstjórnin hefur misst tökin á ástandinu og algjör ringulreið ríkir. Það hefur verið ljóst svo vikum skiptir að sáttmáli forsætisráðherra naut ekki trausts hér í þinginu. og margítrekaði að ekki væri völ á öðrum samningi.“ Áhyggjur gagnrýnenda sáttmálans snúa fyrst og fremst að landamærunum á Norður-Írlandi. May kveðst ætla að óska eftir fundi með leiðtogum Evrópusambandsins til að ná fram breytingum eða fyrirheitum sem slái á þær áhyggjur. Talsmenn Evrópusambandsins hafa þó sagt í dag að ekki stæði til boða að breyta innihaldi sáttmálans.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira