Landsnet í eigu þjóðar Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 11. desember 2018 08:00 Landsnet er eitt þeirra mikilvægu fyrirtækja sem sinna því sem okkur stjórnmálamönnum er tamt að kalla innviði; það sem þjóðin öll nýtur í gegnum samneyslu sína. Eignarhaldi á slíku fyrirtæki er því best fyrir komið hjá ríkinu sjálfu. Öllum er ljóst hve mikilvægt er að tryggja að rafmagn flæði um landið allt. Það mikilvægi þarf ekki að reifa frekar, því flestir landsmenn búa við þær aðstæður að þurfa ekki að velta dreifingu rafmagns mikið fyrir sér; það er bara þarna og allt virkar svo við getum kveikt ljós í eldhúsinu. Því miður búa ekki allir við slíkt öryggi. Stefna stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku var samþykkt á Alþingi í júní. Þar er sérstaklega kveðið á um að tryggja skuli afhendingaröryggi á raforku um allt land, en nokkur misbrestur hefur verið á því. Atvinnuveganefnd tiltók við afgreiðslu sína að setja ætti þau svæði í sérstakan forgang þar sem staðan er verst; Vestfirði, Eyjafjarðarsvæðið og Suðurnes. Eignarhald Landsnets er um margt nokkuð sérstakt. Það er í dag hlutafélag í eigu Landsvirkjunar, RARIK, Orkuveitu Reykjavíkur og Orkubús Vestfjarða. Landsvirkjun á langstærsta hlutann, eða tæp 65%. Þetta fyrirkomulag er um margt óheppilegt og hefur m.a. Ríkisendurskoðun gert athugasemdir við það. Mikilvægt er nefnilega að tryggja sjálfstæði Landsnets gagnvart aðilum á raforkumarkaði, en í því ljósi er ekki eðlilegt að fyrirtækið sé í eigu stærstu framleiðenda raforku á landinu. Eins og fram kemur í eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar frá í febrúar, tekur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið undir þessar athugasemdir og hefur til skoðunar tillögur um að fyrirtækið yrði í beinni eigu ríkis og/eða sveitarfélaga, en ekki orkufyrirtækja í þeirra eigu. Landsnet hefur með höndum það verkefni að tryggja það að rafmagn berist til allra landsmanna. Það er þjóðfélagslega mikilvægt verkefni og eðlilegast að það fyrirtæki sem því sinnir sé í beinni eigu ríkisins. Raforkukerfið er okkar allra og á að vera í eigu okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Landsnet er eitt þeirra mikilvægu fyrirtækja sem sinna því sem okkur stjórnmálamönnum er tamt að kalla innviði; það sem þjóðin öll nýtur í gegnum samneyslu sína. Eignarhaldi á slíku fyrirtæki er því best fyrir komið hjá ríkinu sjálfu. Öllum er ljóst hve mikilvægt er að tryggja að rafmagn flæði um landið allt. Það mikilvægi þarf ekki að reifa frekar, því flestir landsmenn búa við þær aðstæður að þurfa ekki að velta dreifingu rafmagns mikið fyrir sér; það er bara þarna og allt virkar svo við getum kveikt ljós í eldhúsinu. Því miður búa ekki allir við slíkt öryggi. Stefna stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku var samþykkt á Alþingi í júní. Þar er sérstaklega kveðið á um að tryggja skuli afhendingaröryggi á raforku um allt land, en nokkur misbrestur hefur verið á því. Atvinnuveganefnd tiltók við afgreiðslu sína að setja ætti þau svæði í sérstakan forgang þar sem staðan er verst; Vestfirði, Eyjafjarðarsvæðið og Suðurnes. Eignarhald Landsnets er um margt nokkuð sérstakt. Það er í dag hlutafélag í eigu Landsvirkjunar, RARIK, Orkuveitu Reykjavíkur og Orkubús Vestfjarða. Landsvirkjun á langstærsta hlutann, eða tæp 65%. Þetta fyrirkomulag er um margt óheppilegt og hefur m.a. Ríkisendurskoðun gert athugasemdir við það. Mikilvægt er nefnilega að tryggja sjálfstæði Landsnets gagnvart aðilum á raforkumarkaði, en í því ljósi er ekki eðlilegt að fyrirtækið sé í eigu stærstu framleiðenda raforku á landinu. Eins og fram kemur í eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar frá í febrúar, tekur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið undir þessar athugasemdir og hefur til skoðunar tillögur um að fyrirtækið yrði í beinni eigu ríkis og/eða sveitarfélaga, en ekki orkufyrirtækja í þeirra eigu. Landsnet hefur með höndum það verkefni að tryggja það að rafmagn berist til allra landsmanna. Það er þjóðfélagslega mikilvægt verkefni og eðlilegast að það fyrirtæki sem því sinnir sé í beinni eigu ríkisins. Raforkukerfið er okkar allra og á að vera í eigu okkar allra.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar