600 milljónir á mánuði Agnar Tómas Möller skrifar 28. desember 2018 08:00 Í viðtalsþættinum „Sprengisandi“ í nóvember síðastliðnum lét Már Guðmundsson seðlabankastjóri þau orð falla að hann teldi að ef samið yrði um hóflegar kauphækkanir í komandi kjarasamningum, „gætu vextir á Íslandi einungis farið á eina leið sem væri niður“. Ummæli seðlabankastjóra ætti ekki að túlka sem persónulegt loforð hans um að lækka vexti hagi aðilar vinnumarkaðarins sér skikkanlega, heldur lýsa þau einfaldlega efnahagslegri stöðu íslenska hagkerfisins, að því gefnu að kjarasamningum verði háttað hér með svipuðum hætti og í nágrannalöndum okkar. Þótt annað mætti lesa úr þeim barlóm sem oft yfirgnæfir umræðuna á Íslandi, er landið í efnahagslegu tilliti stórt útgildi í alþjóðlegum samanburði. Meginútflutningsatvinnuvegir þjóðarinnar byggjast á hreinni orku, prótíni og náttúrufegurð og virðist fátt benda til annars en að eftirspurn eftir útflutningi okkar fari vaxandi, jafnvel þótt hægja muni á heimsbúskapnum. Á sama tíma skulda ríkissjóður, fyrirtæki og heimili lítið í alþjóðlegum samanburði, og viðskiptaafgangur hefur verið og mun að líkindum áfram verða ríflegur. Þjóðarbúið á meiri eignir erlendis en skuldir og hátt í fimmtung tekna flestra launþega rennur í dag inn í lífeyrissjóðskerfið. Sett í samhengi við stöðu hagkerfisins þarf sú þróun sem hefur átt sér stað á verðtryggðum lánskjörum ríkissjóðs undanfarin ár ekki að koma á óvart en frá 2016 hafa langtímavextir verðtryggðra ríkisbréfa meira en helmingast, úr rúmlega 3% í innan við 1,5%. Þótt þeir vextir séu enn nokkuð hærri en flestra annarra vestrænna ríkja, endurspeglar lækkun langtímavaxta allt í senn hátt sparnaðarstig, lágt skuldastig og væntingar um að vöxtur hagkerfisins verði mun hóflegri horft fram á veginn en á undanförnum árum. Þrátt fyrir þessar hagfelldu aðstæður hefur mikið umrót verið á innlendum fjármálamörkuðum á þessu ári og einkum seinustu mánuði. Þrír þættir hafa knúið umrótið áfram: Áhyggjur af kjarasamningum, áhyggjur af rekstri flugfélagsins WOW og áhyggjur sem kviknuðu í sumar um að ferðamönnum til landsins gæti verið byrjað að fækka. Birtingarmyndin hefur verið talsverð lækkun á gengi krónunnar á síðari hluta ársins sem og hækkun langtíma verðbólguálags á skuldabréfamarkaði, sem kemur fram í hækkun langtímanafnvaxta, bæði í óverðtryggðum lánskjörum ríkissjóðs og ekki síður í hækkun fastra óverðtryggðra húsnæðisvaxta heimila. Á árinu hafa fastir óverðtryggðir íbúðalánavextir hækkað hátt í 1% að jafnaði og eru í dag á bilinu 6,8% til 7,4% sem er ótrúlega hátt í árferði sem ætti að gefa tilefni til mun lægri vaxta. Þrátt fyrir þessa háu vexti hefur orðið sprenging undanfarna mánuði í bæði veitingu nýrra óverðtryggðra íbúðalána sem og uppgreiðslu verðtryggðra lána hjá innlendum lánastofnunum. Um sannkallaða „U-beygju“ er að ræða; á fyrstu mánuðum ársins voru ný íbúðalán nær öll verðtryggð en nú á seinustu mánuðum ársins eru nær öll ný lán óverðtryggð með föstum vöxtum. Heimilin virðast því í auknum mæli óttast vaxandi verðbólgu. Hvað veldur þessum áhyggjum nú? Áhyggjur af örlögum WOW air hafa snarminnkað síðustu vikur og vöxtur virðist áfram vera í komum, og einkum eyðslu, erlendra ferðamanna. Þegar rykið hefur nú sest þá blasir við að áhyggjur af verðbólgu og krónunni beinast allar að niðurstöðu kjarasamninga sem fram undan eru. Markaðurinn sem og heimilin eru óttaslegin yfir herskáum yfirlýsingum verkalýðshreyfingarinnar sem virðast í grunninn hafna helstu grundvallarlögmálum hagfræðinnar og engin leið að sjá annað í spilunum en verðbólgu og gengisfall verði kröfugerðir þeirra samþykktar. Þótt engir kjarasamningar hafi verið undirritaðir enn, er herkostnaðurinn af stríðsyfirlýsingum verkalýðsforystunnar byrjaður að telja. Miðað við að ný óverðtryggð íbúðalán séu að jafnaði til þriggja ára, er aukinn kostnaður þeirra heimila sem tóku óverðtryggð íbúðalán í nóvembermánuði síðastliðnum 600 milljónir króna vegna hækkunar vaxta á árinu, eða rúmlega 7 milljarðar króna á ársgrundvelli. Fyrir 40 milljóna króna jafngreiðslulán til 25 ára, er mánaðarleg greiðslubyrði slíks láns 26 þúsund krónum hærri á mánuði nú en í byrjun árs. Á endanum eru það heimilin sem borga fyrir óábyrga kjarasamninga. Ljóst er að mestu kjarabætur almennings eru að niðurstaða kjarasamninga muni stuðla að lægri vöxtum og lægri verðbólgu. Vonandi næst sátt um það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Í viðtalsþættinum „Sprengisandi“ í nóvember síðastliðnum lét Már Guðmundsson seðlabankastjóri þau orð falla að hann teldi að ef samið yrði um hóflegar kauphækkanir í komandi kjarasamningum, „gætu vextir á Íslandi einungis farið á eina leið sem væri niður“. Ummæli seðlabankastjóra ætti ekki að túlka sem persónulegt loforð hans um að lækka vexti hagi aðilar vinnumarkaðarins sér skikkanlega, heldur lýsa þau einfaldlega efnahagslegri stöðu íslenska hagkerfisins, að því gefnu að kjarasamningum verði háttað hér með svipuðum hætti og í nágrannalöndum okkar. Þótt annað mætti lesa úr þeim barlóm sem oft yfirgnæfir umræðuna á Íslandi, er landið í efnahagslegu tilliti stórt útgildi í alþjóðlegum samanburði. Meginútflutningsatvinnuvegir þjóðarinnar byggjast á hreinni orku, prótíni og náttúrufegurð og virðist fátt benda til annars en að eftirspurn eftir útflutningi okkar fari vaxandi, jafnvel þótt hægja muni á heimsbúskapnum. Á sama tíma skulda ríkissjóður, fyrirtæki og heimili lítið í alþjóðlegum samanburði, og viðskiptaafgangur hefur verið og mun að líkindum áfram verða ríflegur. Þjóðarbúið á meiri eignir erlendis en skuldir og hátt í fimmtung tekna flestra launþega rennur í dag inn í lífeyrissjóðskerfið. Sett í samhengi við stöðu hagkerfisins þarf sú þróun sem hefur átt sér stað á verðtryggðum lánskjörum ríkissjóðs undanfarin ár ekki að koma á óvart en frá 2016 hafa langtímavextir verðtryggðra ríkisbréfa meira en helmingast, úr rúmlega 3% í innan við 1,5%. Þótt þeir vextir séu enn nokkuð hærri en flestra annarra vestrænna ríkja, endurspeglar lækkun langtímavaxta allt í senn hátt sparnaðarstig, lágt skuldastig og væntingar um að vöxtur hagkerfisins verði mun hóflegri horft fram á veginn en á undanförnum árum. Þrátt fyrir þessar hagfelldu aðstæður hefur mikið umrót verið á innlendum fjármálamörkuðum á þessu ári og einkum seinustu mánuði. Þrír þættir hafa knúið umrótið áfram: Áhyggjur af kjarasamningum, áhyggjur af rekstri flugfélagsins WOW og áhyggjur sem kviknuðu í sumar um að ferðamönnum til landsins gæti verið byrjað að fækka. Birtingarmyndin hefur verið talsverð lækkun á gengi krónunnar á síðari hluta ársins sem og hækkun langtíma verðbólguálags á skuldabréfamarkaði, sem kemur fram í hækkun langtímanafnvaxta, bæði í óverðtryggðum lánskjörum ríkissjóðs og ekki síður í hækkun fastra óverðtryggðra húsnæðisvaxta heimila. Á árinu hafa fastir óverðtryggðir íbúðalánavextir hækkað hátt í 1% að jafnaði og eru í dag á bilinu 6,8% til 7,4% sem er ótrúlega hátt í árferði sem ætti að gefa tilefni til mun lægri vaxta. Þrátt fyrir þessa háu vexti hefur orðið sprenging undanfarna mánuði í bæði veitingu nýrra óverðtryggðra íbúðalána sem og uppgreiðslu verðtryggðra lána hjá innlendum lánastofnunum. Um sannkallaða „U-beygju“ er að ræða; á fyrstu mánuðum ársins voru ný íbúðalán nær öll verðtryggð en nú á seinustu mánuðum ársins eru nær öll ný lán óverðtryggð með föstum vöxtum. Heimilin virðast því í auknum mæli óttast vaxandi verðbólgu. Hvað veldur þessum áhyggjum nú? Áhyggjur af örlögum WOW air hafa snarminnkað síðustu vikur og vöxtur virðist áfram vera í komum, og einkum eyðslu, erlendra ferðamanna. Þegar rykið hefur nú sest þá blasir við að áhyggjur af verðbólgu og krónunni beinast allar að niðurstöðu kjarasamninga sem fram undan eru. Markaðurinn sem og heimilin eru óttaslegin yfir herskáum yfirlýsingum verkalýðshreyfingarinnar sem virðast í grunninn hafna helstu grundvallarlögmálum hagfræðinnar og engin leið að sjá annað í spilunum en verðbólgu og gengisfall verði kröfugerðir þeirra samþykktar. Þótt engir kjarasamningar hafi verið undirritaðir enn, er herkostnaðurinn af stríðsyfirlýsingum verkalýðsforystunnar byrjaður að telja. Miðað við að ný óverðtryggð íbúðalán séu að jafnaði til þriggja ára, er aukinn kostnaður þeirra heimila sem tóku óverðtryggð íbúðalán í nóvembermánuði síðastliðnum 600 milljónir króna vegna hækkunar vaxta á árinu, eða rúmlega 7 milljarðar króna á ársgrundvelli. Fyrir 40 milljóna króna jafngreiðslulán til 25 ára, er mánaðarleg greiðslubyrði slíks láns 26 þúsund krónum hærri á mánuði nú en í byrjun árs. Á endanum eru það heimilin sem borga fyrir óábyrga kjarasamninga. Ljóst er að mestu kjarabætur almennings eru að niðurstaða kjarasamninga muni stuðla að lægri vöxtum og lægri verðbólgu. Vonandi næst sátt um það.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar