Spilling á þingi Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 27. desember 2018 08:00 Nýleg könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um viðhorf þjóðarinnar til alþingismanna og spillingar sýnir að 65 prósent landsmanna telja að margir eða nánast allir þingmenn landsins séu viðriðnir spillingu. Einungis tvö prósent landsmanna telja svo að segja enga þingmenn vera spillta. Þessi niðurstaða ætti að vera alþingismönnum áfall, allavega ef þeir láta skoðanir þjóðarinnar sig einhverju varða. Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart að þingmenn skuli fá falleinkunn hjá meirihluta þjóðarinnar. Það má með allnokkrum rétti líkja Alþingi við skólabekk þar sem svörtu sauðirnir koma óorði á allan bekkinn. Atburðir sem komið hafa fram í dagsljósið síðustu vikur og mánuði sýna að of margir svartir sauðir eru á þingi. Auðvitað hafa þeir verið þar á öllum tímum, en umhverfið er breytt. Hér áður fyrr gengu sögur af fyllirísrugli þingmanna manna á meðal en það breytti litlu sem engu um stöðu þeirra. Í dag eru gerðar ákveðnar kröfur um sómasamlega framkomu. Þingmenn sem klæmast og tala ofurniðrandi um aðra á opinberum stað geta ekki lengur verið vissir um að vera í öruggu skjóli. Karlkynsþingmenn sem áreita konur geta ekki lengur talið sig næsta örugga um að komast upp með athæfi sitt. Að þessu leyti eru tímarnir breyttir og það til hins betra. Undanfarið hafa verið opinberuð atvik sem lýsa ákveðinni siðblindu og siðspillingu þeirra þingmanna sem þar voru í aðalhlutverkum. Framferði þeirra var áfall, ekki bara fyrir Alþingi heldur þjóðina alla. Mjög líklegt er að í skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar hafi þátttakendur haft þessa atburði í huga þegar þeir dæmdu stjórnmálamenn spillta. Einhver kynni að reyna að hártoga þann dóm þjóðarinnar með því að þarna sé ekki spilling á ferð. Jú, spilling er það – og siðspilling skal það heita, kjósi einhver að fá nákvæmara orðalag. Það er heldur ekki til að auka traust þjóðarinnar á þingmönnum að þeir meta flesta hluti út frá þröngum flokkshagsmunum, ekki þjóðarhag. Komist stjórnmálamenn til áhrifa er eins og grípi þá of marga óstjórnleg þörf til að hygla flokksfólki sínu frekar en að velja hæfasta fólkið til starfa. Rétt flokksskírteini skiptir þá meira máli en hæfileikar. Mikið hefur verið gert úr tali þingmanns Miðflokksins á barnum um sendiherrastöður, en þar varð ekki betur séð en að hrossakaup tíðkist þegar velja á fólk í þau störf. Kemur það virkilega einhverjum á óvart? Orð þingmannsins hafa örugglega staðfest þá tilfinningu sem mjög margir hafa, sem sagt þá að ansi margt annað hafi forgang við slíkt val en hæfni viðkomandi. Líklegt er að þingmenn séu sárir vegna þess dóms þjóðarinnar að þeir séu spilltir. Sé það einlægur vilji þeirra að breyta stöðunni verða þeir að leggja sig fram við að haga sér skikkanlega og einbeita sér að því að hugsa um hag þjóðarinnar frekar en að dekra við eigin flokkssystkini. Þingmenn hafa sannarlega verk að vinna. Til þess hafa þeir tækifæri því þarna á einmitt við að vilji er allt sem þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Nýleg könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um viðhorf þjóðarinnar til alþingismanna og spillingar sýnir að 65 prósent landsmanna telja að margir eða nánast allir þingmenn landsins séu viðriðnir spillingu. Einungis tvö prósent landsmanna telja svo að segja enga þingmenn vera spillta. Þessi niðurstaða ætti að vera alþingismönnum áfall, allavega ef þeir láta skoðanir þjóðarinnar sig einhverju varða. Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart að þingmenn skuli fá falleinkunn hjá meirihluta þjóðarinnar. Það má með allnokkrum rétti líkja Alþingi við skólabekk þar sem svörtu sauðirnir koma óorði á allan bekkinn. Atburðir sem komið hafa fram í dagsljósið síðustu vikur og mánuði sýna að of margir svartir sauðir eru á þingi. Auðvitað hafa þeir verið þar á öllum tímum, en umhverfið er breytt. Hér áður fyrr gengu sögur af fyllirísrugli þingmanna manna á meðal en það breytti litlu sem engu um stöðu þeirra. Í dag eru gerðar ákveðnar kröfur um sómasamlega framkomu. Þingmenn sem klæmast og tala ofurniðrandi um aðra á opinberum stað geta ekki lengur verið vissir um að vera í öruggu skjóli. Karlkynsþingmenn sem áreita konur geta ekki lengur talið sig næsta örugga um að komast upp með athæfi sitt. Að þessu leyti eru tímarnir breyttir og það til hins betra. Undanfarið hafa verið opinberuð atvik sem lýsa ákveðinni siðblindu og siðspillingu þeirra þingmanna sem þar voru í aðalhlutverkum. Framferði þeirra var áfall, ekki bara fyrir Alþingi heldur þjóðina alla. Mjög líklegt er að í skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar hafi þátttakendur haft þessa atburði í huga þegar þeir dæmdu stjórnmálamenn spillta. Einhver kynni að reyna að hártoga þann dóm þjóðarinnar með því að þarna sé ekki spilling á ferð. Jú, spilling er það – og siðspilling skal það heita, kjósi einhver að fá nákvæmara orðalag. Það er heldur ekki til að auka traust þjóðarinnar á þingmönnum að þeir meta flesta hluti út frá þröngum flokkshagsmunum, ekki þjóðarhag. Komist stjórnmálamenn til áhrifa er eins og grípi þá of marga óstjórnleg þörf til að hygla flokksfólki sínu frekar en að velja hæfasta fólkið til starfa. Rétt flokksskírteini skiptir þá meira máli en hæfileikar. Mikið hefur verið gert úr tali þingmanns Miðflokksins á barnum um sendiherrastöður, en þar varð ekki betur séð en að hrossakaup tíðkist þegar velja á fólk í þau störf. Kemur það virkilega einhverjum á óvart? Orð þingmannsins hafa örugglega staðfest þá tilfinningu sem mjög margir hafa, sem sagt þá að ansi margt annað hafi forgang við slíkt val en hæfni viðkomandi. Líklegt er að þingmenn séu sárir vegna þess dóms þjóðarinnar að þeir séu spilltir. Sé það einlægur vilji þeirra að breyta stöðunni verða þeir að leggja sig fram við að haga sér skikkanlega og einbeita sér að því að hugsa um hag þjóðarinnar frekar en að dekra við eigin flokkssystkini. Þingmenn hafa sannarlega verk að vinna. Til þess hafa þeir tækifæri því þarna á einmitt við að vilji er allt sem þarf.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun