Nei, nei, ekki á Alþingi! Ívar Halldórsson skrifar 25. desember 2018 15:46 Nú í aðdraganda nýs árs líta landsmenn gjarna í eigin barm og heita sjálfum sér að standa sig betur gagnvart náunganum. Mistök liðins árs skal ekki endurtaka og hlúa skal betur að anda, sál og líkama. Nærgætni, kærleika, virðingu, stuðning og traust skal setja á oddinn í samskiptum við annað fólk og fagmennskan fer í framsætið á nýju starfsári. Við skulum því vona að áramótaheiti „Klaustursmanna“ verði á engan hátt í takt við þessi óæskilegu loforð sem hér fara á eftir: 1. Ég ætla aldrei að tala niðrandi um fatlaða þegar verið er að hljóðrita mig. 2. Ég ætla aldrei að tala um konur sem kynlífsdúkkur þegar verið er að hljóðrita mig. 3. Ég ætla aldrei að drulla yfir samstarfsmenn mína þegar verið er að hljóðrita mig. 4. Ég ætla að leyna betur drykkju minni á vinnutíma á nýju ári ef einhver skyldi vera að hljóðrita mig og fylgjast með. 5. Ef ég og vinnufélagar mínir þurfum að baktala aðra þingmenn á opinberum stöðum ætla ég að tryggja að við notum dulnefni fremur en alvöru nöfn fórnarlamba okkar - ef einhver skyldi vera að hljóðrita samtalið. 6. Á nýju ári mun ég taka þingmennsku minni alvarlega - í það minnsta opinberlega; ef einhver skyldi vera að hljóðrita mig. 7. Ef ég næst aftur með allt niðrum mig á upptöku á nýju ári, mun ég vera betur undirbúinn með sannfærandi afsakanir til að geta skorast faglega undan ábyrgð á orðum mínum. 8. Ég ætla aldrei að fara aftur á þennan illa hljóðeinangraða Klaustursbar með vinnufélögum mínum. 9. Ef ég verð var við að verið sé að hljóðrita ósæmilegt samtal okkar vinnufélaganna á nýju ári, ætla ég að hneykslast, sýnast vera nóg boðið og ganga burt í fússi. 10. Sama á hverju dynur og hverju ég klúðra á nýju ári - mun ég ekki í einhverri þjóðarmeðvirkni freistast til að segja af mér þingmennsku. Nei, nei, ekki á Alþingi! Fólk hefur kynnst Klaustursmálinu vel undanfarnar vikur (kannski of vel) og á sterkt eftirbragð umræðunnar eflaust eftir að finnast á tungu þjóðarinnar fram yfir áramót. Traust fólks til þingmanna virðist hafa allt annað en aukist og margir eiga bágt með trúa því að heiðri Alþingis verði bjargað meðan fólki finnst þingmenn skorast undan ábyrgð og freista fremur þess að flýja kastljósið með því að vekja athygli á „andremmu“ annarra. Upptaka varpaði óvart ljósi á ýmislegt ónotalegt sem átti aldrei að losna úr viðjum myrkursins. Kurr í kyrrþey bergmálaði um allt og siðferðislegar vangaveltur um vinnubrögð alþingismanna voru nú skyndilega á milli vara allra landsmanna. En svo er ein spurningin sem eflaust margir glíma við þessi: Ef við áttum aldrei að heyra samtal Klaustursriddaranna, af hverju getum við ekki þá bara látið eins og það hafi aldrei átt sér stað? Getum við ekki af-heyrt svívirðilegt samtalið einhvern veginn? Við höfðum aldrei rétt á að vera meðvituð um þá vítaverðu framkomu sem átti sér stað milli vinnufélaga innan Alþingis. En það er auðvitað hægara sagt en gert að af-vita það sem maður þegar veit. Auðvitað reynum við að vera bjartsýn og vonum að innri og afsökunarlaus endurskoðun eigi sér stað innan menningar Alþingis í kjölfar Klaustursmálsins; að þingmenn geri alvarlega úttekt á eigin siðferði og vinnubrögðum. Að þeir læri af mistökum sínum og taki auðmjúk skref til endurbóta. Við skulum vona innilega að áramótaheiti alþingismanna endurspegli betra innræti, betri samvisku og raunverulega og ríkari ábyrgðarkennd gagnvart okkur sem veittum þeim umboð til góðra verka í þágu lands og þjóðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Nú í aðdraganda nýs árs líta landsmenn gjarna í eigin barm og heita sjálfum sér að standa sig betur gagnvart náunganum. Mistök liðins árs skal ekki endurtaka og hlúa skal betur að anda, sál og líkama. Nærgætni, kærleika, virðingu, stuðning og traust skal setja á oddinn í samskiptum við annað fólk og fagmennskan fer í framsætið á nýju starfsári. Við skulum því vona að áramótaheiti „Klaustursmanna“ verði á engan hátt í takt við þessi óæskilegu loforð sem hér fara á eftir: 1. Ég ætla aldrei að tala niðrandi um fatlaða þegar verið er að hljóðrita mig. 2. Ég ætla aldrei að tala um konur sem kynlífsdúkkur þegar verið er að hljóðrita mig. 3. Ég ætla aldrei að drulla yfir samstarfsmenn mína þegar verið er að hljóðrita mig. 4. Ég ætla að leyna betur drykkju minni á vinnutíma á nýju ári ef einhver skyldi vera að hljóðrita mig og fylgjast með. 5. Ef ég og vinnufélagar mínir þurfum að baktala aðra þingmenn á opinberum stöðum ætla ég að tryggja að við notum dulnefni fremur en alvöru nöfn fórnarlamba okkar - ef einhver skyldi vera að hljóðrita samtalið. 6. Á nýju ári mun ég taka þingmennsku minni alvarlega - í það minnsta opinberlega; ef einhver skyldi vera að hljóðrita mig. 7. Ef ég næst aftur með allt niðrum mig á upptöku á nýju ári, mun ég vera betur undirbúinn með sannfærandi afsakanir til að geta skorast faglega undan ábyrgð á orðum mínum. 8. Ég ætla aldrei að fara aftur á þennan illa hljóðeinangraða Klaustursbar með vinnufélögum mínum. 9. Ef ég verð var við að verið sé að hljóðrita ósæmilegt samtal okkar vinnufélaganna á nýju ári, ætla ég að hneykslast, sýnast vera nóg boðið og ganga burt í fússi. 10. Sama á hverju dynur og hverju ég klúðra á nýju ári - mun ég ekki í einhverri þjóðarmeðvirkni freistast til að segja af mér þingmennsku. Nei, nei, ekki á Alþingi! Fólk hefur kynnst Klaustursmálinu vel undanfarnar vikur (kannski of vel) og á sterkt eftirbragð umræðunnar eflaust eftir að finnast á tungu þjóðarinnar fram yfir áramót. Traust fólks til þingmanna virðist hafa allt annað en aukist og margir eiga bágt með trúa því að heiðri Alþingis verði bjargað meðan fólki finnst þingmenn skorast undan ábyrgð og freista fremur þess að flýja kastljósið með því að vekja athygli á „andremmu“ annarra. Upptaka varpaði óvart ljósi á ýmislegt ónotalegt sem átti aldrei að losna úr viðjum myrkursins. Kurr í kyrrþey bergmálaði um allt og siðferðislegar vangaveltur um vinnubrögð alþingismanna voru nú skyndilega á milli vara allra landsmanna. En svo er ein spurningin sem eflaust margir glíma við þessi: Ef við áttum aldrei að heyra samtal Klaustursriddaranna, af hverju getum við ekki þá bara látið eins og það hafi aldrei átt sér stað? Getum við ekki af-heyrt svívirðilegt samtalið einhvern veginn? Við höfðum aldrei rétt á að vera meðvituð um þá vítaverðu framkomu sem átti sér stað milli vinnufélaga innan Alþingis. En það er auðvitað hægara sagt en gert að af-vita það sem maður þegar veit. Auðvitað reynum við að vera bjartsýn og vonum að innri og afsökunarlaus endurskoðun eigi sér stað innan menningar Alþingis í kjölfar Klaustursmálsins; að þingmenn geri alvarlega úttekt á eigin siðferði og vinnubrögðum. Að þeir læri af mistökum sínum og taki auðmjúk skref til endurbóta. Við skulum vona innilega að áramótaheiti alþingismanna endurspegli betra innræti, betri samvisku og raunverulega og ríkari ábyrgðarkennd gagnvart okkur sem veittum þeim umboð til góðra verka í þágu lands og þjóðar.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun