Pressa á ráðherra vegna alvarlegs ástands á Landspítalanum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. desember 2018 20:00 Í minnisblaði sem Alma D. Möller landlæknir sendi til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra kemur fram að sjúklingar bíði á bráðamóttöku í allt að 66 klukkustundir eftir innlögn. Öryggi sjúklinga sé ógnað með þessum hætti og brýnt sé að ráðherra bregðist skjótt við. Landlæknir skilaði heilbrigðisráðherra áliti sínu vegna alvarlegrar stöðu sem myndaðist á bráðamóttöku Landspítalans í byrjun mánaðar. Nýting sjúkrarýma fór upp í 117 prósent en á hefðbundnum bráðasjúkrahúsum er gert ráð fyrir 85 prósent nýtingu. Sjúklingar sem bíða eftir innlögn og eru vistaðir á bráðamóttöku bíða nú í rúmar 23 klukkustundir en fyrir ári var biðin tæpar 17 klukkustundir. Erlend viðmið gera ráð fyrir 6 klukkustunda bið. Dæmi eru til um að sjúklingar bíði í allt að 66 klukkustundir eftir innlögn. Landlæknir segir ástandið óviðunandi og hvetur heilbrigðisráðherra til að bregðast skjótt við. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að grípa þurfi til aðgerða áður en flensutíðin mæti sem erfiðust er í febrúar og mars. „Það sem þarf að breytast til þess að við getum brugðist við þessu er að við náum að útskrifa fólk skilvirkar og hraðar af spítalanum þegar það hefur lokið virkri meðferð hér,“ segir Páll og bendir á að Landspítalinn sé mjög gott sjúkrahús fyrir bráðveikt fólk en ekki gott hjúkrunarheimili. Tvö hundruð manns leita á bráðamóttökuna á degi hverjum, þar af þurfa 20 sjúklingar innlögn. En allt að 76 sjúklingar hafa verið þar samtímis en pláss er fyrir 56. 5. Desember síðastliðinn voru 267 sjúklingar sem leituðu þangað á einum sólahring og fyrir voru 51 sjúklingur frá fyrri dögum sem ekki var hægt að útskrifa. „Ég verð að segja það að stjórnvöld og heilbrigðisráðherra hafa tekið þessu alvarlega og brugðist skjótt við. Þannig að við gerum okkur vonir um að við sjáum fljótlega árangur og fáum svör,“ segir hann. Heilbrigðisráðherra vildi bíða með að veita viðtal vegna málsins þar til hlutaúttekt landlæknis liggur fyrir. Heilbrigðismál Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Í minnisblaði sem Alma D. Möller landlæknir sendi til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra kemur fram að sjúklingar bíði á bráðamóttöku í allt að 66 klukkustundir eftir innlögn. Öryggi sjúklinga sé ógnað með þessum hætti og brýnt sé að ráðherra bregðist skjótt við. Landlæknir skilaði heilbrigðisráðherra áliti sínu vegna alvarlegrar stöðu sem myndaðist á bráðamóttöku Landspítalans í byrjun mánaðar. Nýting sjúkrarýma fór upp í 117 prósent en á hefðbundnum bráðasjúkrahúsum er gert ráð fyrir 85 prósent nýtingu. Sjúklingar sem bíða eftir innlögn og eru vistaðir á bráðamóttöku bíða nú í rúmar 23 klukkustundir en fyrir ári var biðin tæpar 17 klukkustundir. Erlend viðmið gera ráð fyrir 6 klukkustunda bið. Dæmi eru til um að sjúklingar bíði í allt að 66 klukkustundir eftir innlögn. Landlæknir segir ástandið óviðunandi og hvetur heilbrigðisráðherra til að bregðast skjótt við. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að grípa þurfi til aðgerða áður en flensutíðin mæti sem erfiðust er í febrúar og mars. „Það sem þarf að breytast til þess að við getum brugðist við þessu er að við náum að útskrifa fólk skilvirkar og hraðar af spítalanum þegar það hefur lokið virkri meðferð hér,“ segir Páll og bendir á að Landspítalinn sé mjög gott sjúkrahús fyrir bráðveikt fólk en ekki gott hjúkrunarheimili. Tvö hundruð manns leita á bráðamóttökuna á degi hverjum, þar af þurfa 20 sjúklingar innlögn. En allt að 76 sjúklingar hafa verið þar samtímis en pláss er fyrir 56. 5. Desember síðastliðinn voru 267 sjúklingar sem leituðu þangað á einum sólahring og fyrir voru 51 sjúklingur frá fyrri dögum sem ekki var hægt að útskrifa. „Ég verð að segja það að stjórnvöld og heilbrigðisráðherra hafa tekið þessu alvarlega og brugðist skjótt við. Þannig að við gerum okkur vonir um að við sjáum fljótlega árangur og fáum svör,“ segir hann. Heilbrigðisráðherra vildi bíða með að veita viðtal vegna málsins þar til hlutaúttekt landlæknis liggur fyrir.
Heilbrigðismál Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira