Fyrsta konan til að hljóta stöðu prófessors í viðskiptafræðideild HÍ Atli Ísleifsson skrifar 20. desember 2018 14:13 Sigurður M. Garðarsson, forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands, Lára Jóhannsdóttir og Daði Már Kristófersson, forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands Mynd/Háskóli Íslands Lára Jóhannsdóttir hlaut nýverið framgang í starf prófessors í umhverfis- og auðlindafræði við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Í tilkynningu frá skólanum segir að rannsóknir Láru snúi aðallega að fyrirtækjum, sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð þeirra, sér í lagi hlutverki fjármálafyrirtækja á því sviði. Lára sé fyrsta konan til að hljóta stöðu prófessors í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. „Lára brautskráðist árið 1992 með rekstrarfræðigráðu frá Háskólanum á Bifröst og 2007 lauk Lára MBA námi í alþjóðlegri stjórnun (með láði) frá Thunderbird School of Global Management en námið fór fram í Tékklandi, Sviss, Rússlandi, Kína og Bandaríkjunum. Lára lauk svo doktorsprófi frá Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands árið 2012 en doktorsritgerð hennar fjallaði um áhuga og framlag norrænna skaðatryggingafélaga til lausna á umhverfislegum vandamálum. Lára var jafnframt fyrsta konan til að ljúka doktorsprófi frá Viðskiptafræðideild HÍ. Lára hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu en hún starfaði um 14 ára skeið sem sérfræðingur og stjórnandi í vátryggingageiranum á Íslandi auk þess sem hún hefur setið í stjórn lífeyrissjóðs frá árinu 2011. Á næstu misserum munu rannsóknir Láru snúa að sjálfbærum hagkerfum á norðurskautssvæðinu, þá sér í lagi tækifærum og áhættu sem tengist efnahagsþróun. Lára var fyrr á þessu ári valin til þátttöku í Fulbright Arctic Initiative (FAI). FAI er flaggskip Fulbright-stofnunarinnar á sviði norðurskautsrannsókna. Lára var valin til þátttöku sameiginlega af stjórn Fulbright-stofnunarinnar á Íslandi og stjórn Fulbright í Bandaríkjunum. Hluti af FAI verkefninu felst í skiptidvöl við erlendan háskóla þar sem viðkomandi fræðimaður stundar sínar rannsóknir. Lára fór í skiptidvöl til Dartmouth College í Bandaríkjunum haustið 2018,“ segir í tilkynningunni. Umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands er þverfræðileg námsbraut og nær þvert yfir öll fræðasvið Háskólans en er þó staðsett undir verkfræði- og náttúruvísindasviði HÍ á meðan heimadeild prófessors Láru Jóhannsdóttur er viðskiptafræðideild sem heyrir undir Félagsvísindasvið HÍ. Skóla - og menntamál Vistaskipti Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Lára Jóhannsdóttir hlaut nýverið framgang í starf prófessors í umhverfis- og auðlindafræði við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Í tilkynningu frá skólanum segir að rannsóknir Láru snúi aðallega að fyrirtækjum, sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð þeirra, sér í lagi hlutverki fjármálafyrirtækja á því sviði. Lára sé fyrsta konan til að hljóta stöðu prófessors í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. „Lára brautskráðist árið 1992 með rekstrarfræðigráðu frá Háskólanum á Bifröst og 2007 lauk Lára MBA námi í alþjóðlegri stjórnun (með láði) frá Thunderbird School of Global Management en námið fór fram í Tékklandi, Sviss, Rússlandi, Kína og Bandaríkjunum. Lára lauk svo doktorsprófi frá Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands árið 2012 en doktorsritgerð hennar fjallaði um áhuga og framlag norrænna skaðatryggingafélaga til lausna á umhverfislegum vandamálum. Lára var jafnframt fyrsta konan til að ljúka doktorsprófi frá Viðskiptafræðideild HÍ. Lára hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu en hún starfaði um 14 ára skeið sem sérfræðingur og stjórnandi í vátryggingageiranum á Íslandi auk þess sem hún hefur setið í stjórn lífeyrissjóðs frá árinu 2011. Á næstu misserum munu rannsóknir Láru snúa að sjálfbærum hagkerfum á norðurskautssvæðinu, þá sér í lagi tækifærum og áhættu sem tengist efnahagsþróun. Lára var fyrr á þessu ári valin til þátttöku í Fulbright Arctic Initiative (FAI). FAI er flaggskip Fulbright-stofnunarinnar á sviði norðurskautsrannsókna. Lára var valin til þátttöku sameiginlega af stjórn Fulbright-stofnunarinnar á Íslandi og stjórn Fulbright í Bandaríkjunum. Hluti af FAI verkefninu felst í skiptidvöl við erlendan háskóla þar sem viðkomandi fræðimaður stundar sínar rannsóknir. Lára fór í skiptidvöl til Dartmouth College í Bandaríkjunum haustið 2018,“ segir í tilkynningunni. Umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands er þverfræðileg námsbraut og nær þvert yfir öll fræðasvið Háskólans en er þó staðsett undir verkfræði- og náttúruvísindasviði HÍ á meðan heimadeild prófessors Láru Jóhannsdóttur er viðskiptafræðideild sem heyrir undir Félagsvísindasvið HÍ.
Skóla - og menntamál Vistaskipti Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira