Fimmfaldur Ólympíumeistari hættir 23 ára: „Tilbúin að sleppa við sársauka á hverjum degi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2018 23:00 Missy Franklin með eitt af fimm Ólympíugullum sínum. Vísir/Getty Sundkonan Missy Franklin hefur synt sitt síðasta keppnissund þrátt fyrir að vera ekki búin að halda upp á 24 ára afmælisdaginn sinn. Hún tilkynnti um endalok ferilsins í bréfi sem hún skrifaði og ESPN birti á vef sínum."It's hard to know where to begin, but I feel confident and fulfilled in how it will end, and that's all I could ever ask for."@missyfranklin explains why now is the time for her to retire: https://t.co/ohSliKHxIU — espnW (@espnW) December 19, 2018Missy Franklin var ein af mestu gullkálfum Ólympíuleikanna í London 2012 þar sem hún vann fern gullverðlaun í sundi en hún hefur verið að glíma við axlarmeiðsli síðan í apríl 2016. Þegar Franklin fór fjórum sinnum upp á pall í London þá var hún aðeins sautján ára og áhugamaður. Hún vann sex gullverðlaun á HM árið eftir og var kosin íþróttakona ársins hjá Laureus árið 2014. Axlarmeiðslin eiga mikinn þátt í því að hún segir þetta komið gott. Hún hefur veruið að glíma við þau í næstum því þrjú ár og að auki hefur hún átt í baráttu við þunglyndi og aðra andlega kvilla. Missy Franklin skrifaði „kveðjubréf“ sem ESPN birti. „Ég fór að átta mig á því að minn stærsti draumur, stærri en að vinna Ólympíugull, var alltaf að verða mamma,“ skrifaði Missy Franklin.American women with 4 golds in one Olympics (any sport): Amy Van Dyken, '96 Missy Franklin, '12 Katie Ledecky, '16 pic.twitter.com/Ri9fWk9TBx — ESPN (@espn) August 13, 2016Missy Franklin sagði í bréfinu sínu að sundið hafi verið hennar fyrsta ást og að fyrstu átján árin hafi verið fullkomin. Pressan var hinsvegar mikil fyrir Ólympíuleikanna í Ríó 2016 og axlarmeiðslin bættust síðan ofan á það. „Ég hef opnað mig um það sem ég gekk í gegnum fyrir Ólympíuleikana 2016. Ég fann sársauka í öxlinni í hvert skipti sem ég æfði en var líka að glíma við þunglyndi, kvíða og svefnleysi. Ég æfði áfram þrátt fyrir allan þennan líkamlega og andlega sársauka og hélt höfðinu hátt,“ skrifaði Franklin.11-Time World Champ Missy Franklin Retires https://t.co/3RnvrsQFXB — SwimSwam (@swimswamnews) December 19, 2018„Þegar ég lít til baka þá var það mesta afrekið á mínum ferli að komast í gegnum þessa átta daga í Ríó,“ skrifaði Franklin. Franklin vann sitt fimmta og síðasta Ólympíugull í Ríó en það vann hún með boðsundssveit Bandaríkjanna í 4 x 200 metra skriðsundi. Franklin fór í aðgerð á báðum öxlum í janúar og febrúar 2017. Hún fór í gegnum allskonar sjúkrþjálfun og meðferðir í framhaldinu en ekkert hjálpaði. „Það tók mig langan tíma að geta sagt þessi orð en ég er hætt. Ég er tilbúin að hætta núna. Ég er núna tilbúin að sleppa við sársauka á hverjum degi. Ég er tilbúin að verða eiginkona og seinna móðir,“ skrifaði Franklin.Simply put, thank you, Missy! Your impact on our sport - in and out of the pool - is immeasurable. In her own words @missyfranklin explains her retirement from competitive swimming: https://t.co/Pt9XGXZmx1pic.twitter.com/4QO2Je2kHw — USA Swimming (@USASwimming) December 19, 2018 Ólympíuleikar Sund Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Sjá meira
Sundkonan Missy Franklin hefur synt sitt síðasta keppnissund þrátt fyrir að vera ekki búin að halda upp á 24 ára afmælisdaginn sinn. Hún tilkynnti um endalok ferilsins í bréfi sem hún skrifaði og ESPN birti á vef sínum."It's hard to know where to begin, but I feel confident and fulfilled in how it will end, and that's all I could ever ask for."@missyfranklin explains why now is the time for her to retire: https://t.co/ohSliKHxIU — espnW (@espnW) December 19, 2018Missy Franklin var ein af mestu gullkálfum Ólympíuleikanna í London 2012 þar sem hún vann fern gullverðlaun í sundi en hún hefur verið að glíma við axlarmeiðsli síðan í apríl 2016. Þegar Franklin fór fjórum sinnum upp á pall í London þá var hún aðeins sautján ára og áhugamaður. Hún vann sex gullverðlaun á HM árið eftir og var kosin íþróttakona ársins hjá Laureus árið 2014. Axlarmeiðslin eiga mikinn þátt í því að hún segir þetta komið gott. Hún hefur veruið að glíma við þau í næstum því þrjú ár og að auki hefur hún átt í baráttu við þunglyndi og aðra andlega kvilla. Missy Franklin skrifaði „kveðjubréf“ sem ESPN birti. „Ég fór að átta mig á því að minn stærsti draumur, stærri en að vinna Ólympíugull, var alltaf að verða mamma,“ skrifaði Missy Franklin.American women with 4 golds in one Olympics (any sport): Amy Van Dyken, '96 Missy Franklin, '12 Katie Ledecky, '16 pic.twitter.com/Ri9fWk9TBx — ESPN (@espn) August 13, 2016Missy Franklin sagði í bréfinu sínu að sundið hafi verið hennar fyrsta ást og að fyrstu átján árin hafi verið fullkomin. Pressan var hinsvegar mikil fyrir Ólympíuleikanna í Ríó 2016 og axlarmeiðslin bættust síðan ofan á það. „Ég hef opnað mig um það sem ég gekk í gegnum fyrir Ólympíuleikana 2016. Ég fann sársauka í öxlinni í hvert skipti sem ég æfði en var líka að glíma við þunglyndi, kvíða og svefnleysi. Ég æfði áfram þrátt fyrir allan þennan líkamlega og andlega sársauka og hélt höfðinu hátt,“ skrifaði Franklin.11-Time World Champ Missy Franklin Retires https://t.co/3RnvrsQFXB — SwimSwam (@swimswamnews) December 19, 2018„Þegar ég lít til baka þá var það mesta afrekið á mínum ferli að komast í gegnum þessa átta daga í Ríó,“ skrifaði Franklin. Franklin vann sitt fimmta og síðasta Ólympíugull í Ríó en það vann hún með boðsundssveit Bandaríkjanna í 4 x 200 metra skriðsundi. Franklin fór í aðgerð á báðum öxlum í janúar og febrúar 2017. Hún fór í gegnum allskonar sjúkrþjálfun og meðferðir í framhaldinu en ekkert hjálpaði. „Það tók mig langan tíma að geta sagt þessi orð en ég er hætt. Ég er tilbúin að hætta núna. Ég er núna tilbúin að sleppa við sársauka á hverjum degi. Ég er tilbúin að verða eiginkona og seinna móðir,“ skrifaði Franklin.Simply put, thank you, Missy! Your impact on our sport - in and out of the pool - is immeasurable. In her own words @missyfranklin explains her retirement from competitive swimming: https://t.co/Pt9XGXZmx1pic.twitter.com/4QO2Je2kHw — USA Swimming (@USASwimming) December 19, 2018
Ólympíuleikar Sund Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Sjá meira