Segir Björn Bjarnason rógbera og bullara Jakob Bjarnar skrifar 9. janúar 2019 15:27 Seint verður sagt að miklir kærleikar séu með þeim Birni og Viðari. Björn hefur birt athugasemdir þess síðarnefnda en ekkert bendir til þess að hann ætli sér að draga ummæli sín til baka. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, fordæmir skrif Björns Bjarnasonar, fyrrverandi dómsmálaráðherra, og krefst þess að hann dragi þau til baka. Björn, sem rekið hefur vefsíðu sína bjorn.is áratugum saman, hefur birt bréf Viðars en ekki séð ástæðu til að draga neitt í land með yfirlýsingar sínar sem fara svo þversum í Viðar. Viðar gerir athugasemdir við nokkur atriði í nýjasta pistli Björns svo sem þessi: „Nokkrar umræður urðu í haust þegar fjármálastjóri Eflingar til margra ára fékk fyrirmæli um að fara í veikindaleyfi eftir að hafa gert athugaemd vegna reiknings frá eiginkonu Gunnars Smára til Eflingar.“Segir fullyrðingar Björns rógburð Viðar segir þetta af og frá: „Það er rangt að fjármálastjóri eða nokkur starfsmaður Eflingar hafi „fengið fyrirmæli um að fara í veikindaleyfi.“ Leyfi vegna veikinda, fæðingarorlofs o.s.frv. eru samnings- og lögbundin réttindi sem starfsmenn Eflingar nýta sér að eigin frumkvæði að uppfylltum skilyrðum þegar tilefni er til. Stjórnendur Eflingar reyna að sjálfsögðu ekki að hafa áhrif á það hvenær eða hvernig starfsmenn félagsins nýta sér þau réttindi. Fullyrðingar um slíkt eru rógburður. Mér er að fullu kunnugt um störf Öldu Lóu Leifsdóttur blaðamanns fyrir Eflingu og hef gert grein fyrir þeim opinberlega. Alda Lóa hefur annast hið glæsilega kynningarverkefni „Fólkið í Eflingu“ sem kynnt var og samþykkt á vettvangi stjórnar Eflingar á síðasta ári. Hvergi hefur komið fram athugasemd frá fjármálastjóra vegna reikninga frá Öldu Lóu, enda með öllu óskiljanlegt á hvaða forsendum fjármálastjóri hefði sett getað fram slíka athugasemd.“Svo virðist sem Birni Bjarnasyni, og reyndar vopnabróður hans prófessor Hannesi Hólmsteini, sér sérlega uppsiggað við Gunnar Smára. Hannes hefur í vikunni birt nokkrar Facebookfærslur sem túlka má sem árás á hann.Fbl/Sigtryggur AriViðar, sem birtir bréf sitt til Björns á Facebooksíðu sinni, segist hafa hringt í Björn „rétt í þessu og fékk staðfest að hann hefur móttekið erindi mitt, þar sem ég leiðrétti ósannandi hans um starfsemi Eflingar. Björn hefur birt bréf mitt á síðu sinni, en skyldi hann hafa manndóm til að draga rangfærslurnar til baka?“Maðurinn lifir í valkvæðum veruleika Björn virðist ekki síst hafa horn í síðu Gunnars Smára Egilssonar, stofnanda Sósíalistaflokks Íslands, en Gunnar Smári segist, á síðu Viðars, ekki nenna að elta ólar við Björn. „Hann skrifar þarna t.d: „Hann [þ.e. ég, gse] lét t.d. eins og allir helstu skemmtikraftar þjóðarinnar kæmu fram á fjáröflunarhátíð í Háskólabíói sem aldrei var haldin til að bjarga Fréttatímanum.“ Björn er þarna að halda fram að glæsileg samkoma til stuðnings Fréttatímanum (undir slagorðinu: Frjáls fjölmiðlun) hafi ekki farið fram. Maðurinn lifir algjörlega í valkvæðum veruleika, er villtur í eigin órum.“ Kjaramál Stj.mál Tengdar fréttir Forysta Eflingar segir starfsmann í veikindaleyfi hafa farið fram á „tugmilljóna gjafapakka“ Forysta Eflingar segir starfsmann sem nú er í veikindaleyfi hafa farið fram á tugmilljóna gjafapakka í tillögum sínum um starfslok. Þá hafi sami starfsmaður neitað að aðstoða Eflingu við að komast í gögn og eigur félagsins. Lögmaður starfsmannsins vísar fullyrðingum Eflingar til föðurhúsanna. 30. nóvember 2018 20:00 Starfsmenn Eflingar segjast hafa upplifað algert niðurbrot Tvær starfskonur Eflingar sem eru í veikindaleyfi telja sig ekki eiga afturkvæmt til starfa, segja forystu félagsins beita skoðanakúgun og óttast að erfitt verði að fá nýja vinnu þar sem styttist í að þær fari á eftirlaun. Þær vilja að samið verði við þær um starfslok og útiloka ekki að leita réttar síns fyrir dómstólum. 28. nóvember 2018 19:45 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Sjá meira
Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, fordæmir skrif Björns Bjarnasonar, fyrrverandi dómsmálaráðherra, og krefst þess að hann dragi þau til baka. Björn, sem rekið hefur vefsíðu sína bjorn.is áratugum saman, hefur birt bréf Viðars en ekki séð ástæðu til að draga neitt í land með yfirlýsingar sínar sem fara svo þversum í Viðar. Viðar gerir athugasemdir við nokkur atriði í nýjasta pistli Björns svo sem þessi: „Nokkrar umræður urðu í haust þegar fjármálastjóri Eflingar til margra ára fékk fyrirmæli um að fara í veikindaleyfi eftir að hafa gert athugaemd vegna reiknings frá eiginkonu Gunnars Smára til Eflingar.“Segir fullyrðingar Björns rógburð Viðar segir þetta af og frá: „Það er rangt að fjármálastjóri eða nokkur starfsmaður Eflingar hafi „fengið fyrirmæli um að fara í veikindaleyfi.“ Leyfi vegna veikinda, fæðingarorlofs o.s.frv. eru samnings- og lögbundin réttindi sem starfsmenn Eflingar nýta sér að eigin frumkvæði að uppfylltum skilyrðum þegar tilefni er til. Stjórnendur Eflingar reyna að sjálfsögðu ekki að hafa áhrif á það hvenær eða hvernig starfsmenn félagsins nýta sér þau réttindi. Fullyrðingar um slíkt eru rógburður. Mér er að fullu kunnugt um störf Öldu Lóu Leifsdóttur blaðamanns fyrir Eflingu og hef gert grein fyrir þeim opinberlega. Alda Lóa hefur annast hið glæsilega kynningarverkefni „Fólkið í Eflingu“ sem kynnt var og samþykkt á vettvangi stjórnar Eflingar á síðasta ári. Hvergi hefur komið fram athugasemd frá fjármálastjóra vegna reikninga frá Öldu Lóu, enda með öllu óskiljanlegt á hvaða forsendum fjármálastjóri hefði sett getað fram slíka athugasemd.“Svo virðist sem Birni Bjarnasyni, og reyndar vopnabróður hans prófessor Hannesi Hólmsteini, sér sérlega uppsiggað við Gunnar Smára. Hannes hefur í vikunni birt nokkrar Facebookfærslur sem túlka má sem árás á hann.Fbl/Sigtryggur AriViðar, sem birtir bréf sitt til Björns á Facebooksíðu sinni, segist hafa hringt í Björn „rétt í þessu og fékk staðfest að hann hefur móttekið erindi mitt, þar sem ég leiðrétti ósannandi hans um starfsemi Eflingar. Björn hefur birt bréf mitt á síðu sinni, en skyldi hann hafa manndóm til að draga rangfærslurnar til baka?“Maðurinn lifir í valkvæðum veruleika Björn virðist ekki síst hafa horn í síðu Gunnars Smára Egilssonar, stofnanda Sósíalistaflokks Íslands, en Gunnar Smári segist, á síðu Viðars, ekki nenna að elta ólar við Björn. „Hann skrifar þarna t.d: „Hann [þ.e. ég, gse] lét t.d. eins og allir helstu skemmtikraftar þjóðarinnar kæmu fram á fjáröflunarhátíð í Háskólabíói sem aldrei var haldin til að bjarga Fréttatímanum.“ Björn er þarna að halda fram að glæsileg samkoma til stuðnings Fréttatímanum (undir slagorðinu: Frjáls fjölmiðlun) hafi ekki farið fram. Maðurinn lifir algjörlega í valkvæðum veruleika, er villtur í eigin órum.“
Kjaramál Stj.mál Tengdar fréttir Forysta Eflingar segir starfsmann í veikindaleyfi hafa farið fram á „tugmilljóna gjafapakka“ Forysta Eflingar segir starfsmann sem nú er í veikindaleyfi hafa farið fram á tugmilljóna gjafapakka í tillögum sínum um starfslok. Þá hafi sami starfsmaður neitað að aðstoða Eflingu við að komast í gögn og eigur félagsins. Lögmaður starfsmannsins vísar fullyrðingum Eflingar til föðurhúsanna. 30. nóvember 2018 20:00 Starfsmenn Eflingar segjast hafa upplifað algert niðurbrot Tvær starfskonur Eflingar sem eru í veikindaleyfi telja sig ekki eiga afturkvæmt til starfa, segja forystu félagsins beita skoðanakúgun og óttast að erfitt verði að fá nýja vinnu þar sem styttist í að þær fari á eftirlaun. Þær vilja að samið verði við þær um starfslok og útiloka ekki að leita réttar síns fyrir dómstólum. 28. nóvember 2018 19:45 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Sjá meira
Forysta Eflingar segir starfsmann í veikindaleyfi hafa farið fram á „tugmilljóna gjafapakka“ Forysta Eflingar segir starfsmann sem nú er í veikindaleyfi hafa farið fram á tugmilljóna gjafapakka í tillögum sínum um starfslok. Þá hafi sami starfsmaður neitað að aðstoða Eflingu við að komast í gögn og eigur félagsins. Lögmaður starfsmannsins vísar fullyrðingum Eflingar til föðurhúsanna. 30. nóvember 2018 20:00
Starfsmenn Eflingar segjast hafa upplifað algert niðurbrot Tvær starfskonur Eflingar sem eru í veikindaleyfi telja sig ekki eiga afturkvæmt til starfa, segja forystu félagsins beita skoðanakúgun og óttast að erfitt verði að fá nýja vinnu þar sem styttist í að þær fari á eftirlaun. Þær vilja að samið verði við þær um starfslok og útiloka ekki að leita réttar síns fyrir dómstólum. 28. nóvember 2018 19:45