Lykilatkvæðagreiðslu um Brexit ekki frestað aftur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. janúar 2019 12:44 Theresa May ræddi við Andrew Marr á BBC. Getty/Handout Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að þingmenn í neðri deild breska þingsins muni „klárlega“ fá að greiða atvæði um Brexit-samninginn í næstu viku. Atkvæðagreiðslunni var frestað á síðustu stundu í desember þar sem ljóst þótti að samningurinn yrði ekki samþykktur. Í nóvember kynnti May samning sem náðst hafði á milli yfirvalda í Bretlandi og Evrópusambandandsins um skilmála útgöngu Bretlands úr ESB. Samningurinn féll hins vegar í grýttan jarðveg á meðal harðlínumanna í Íhaldsflokknum sem og fjölda þingmanna Verkamannaflokksins.Þrátt fyrir að May hafi staðið af sér vantrauststillögu samflokksmanna í Íhaldsflokknum þótti ljóst að nægjanlegur fjöldi þingmanna myndi ekki samþykkja samninginn. Var atkvæðagreiðslunni því frestað fram á nýtt ár og er líklegt að hún verði haldin 14. eða 15. janúar næstkomandi.Könnun sýnir að fleiri vilja aðra þjóðaratkvæðagreiðsluÍ viðtali við BBC sagðist May vongóð um að hún gæti tryggt sér stuðning nægjanlegs fjölda þingmanna til að styðja samninginn. Ekki síst í ljósi þess að ESB hefði samþykkt ýmsar breytingar á samningnum sem þingmenn höfðu efasemdir um. Er þar um að ræða framtíðartillhögun landamæra Írlands, sem er í ESB, og N-Írlands, sem er á leið úr ESB. Þá sagði May að breytingarnar fælu í sér að þingmenn myndu hafa meira að segja en áður um samningaviðræður um framtíðartengsl Bretlands og ESB. Forsætisráðherrann hét því að kynna þessar breytingar á næstunni. Varaði hún við því að enginn myndi vita hvað væri í vændum myndu þingmenn hafna samningnum en Bretland mun yfirgefa ESB þann 29. mars næstkomandi, hvort sem að samningar nást eða ekki. Aukinn þrýstingur er á í Bretlandi að haldinn verði önnur atkvæðagreiðsla um hvort Bretland eigi að vera áfram í ESB eða ekki. Niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem YouGov framkvæmdi sýna að 41 prósent kjósenda vill að almenningur fái að ákveða hvort af verði af Brexit eða ekki, 36 prósent vilja að þingið ákveði það. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Meirihluti flokkssystkina Corbyn ósammála honum um Brexit Þrátt fyrir það telur rúmur meirihluti flokksmanna að Corbyn standi sig vel sem leiðtogi. 2. janúar 2019 10:25 Segir ólíklegt að Brexit náist á réttum tíma verði samningur May ekki samþykktur Liam Fox, alþjóðaviðskiptaráðherra Bretlands, segir helmingslíkur á því að Bretland yfirgefi ekki Evrópusambandið í lok mars næstkomandi, verði drög Theresu May forsætisráðherra að útgöngusamningi Bretlands við Evrópusambandið ekki samþykkt af þinginu. 30. desember 2018 16:29 Formúa í ferjur náist ekki að semja um Brexit Bresk stjórnvöld munu verja yfir hundrað milljónum punda í ferjukaup til að liðka á samgöngum um Ermarsund komi til þess að ekki yrði samið um Brexit. 29. desember 2018 13:40 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að þingmenn í neðri deild breska þingsins muni „klárlega“ fá að greiða atvæði um Brexit-samninginn í næstu viku. Atkvæðagreiðslunni var frestað á síðustu stundu í desember þar sem ljóst þótti að samningurinn yrði ekki samþykktur. Í nóvember kynnti May samning sem náðst hafði á milli yfirvalda í Bretlandi og Evrópusambandandsins um skilmála útgöngu Bretlands úr ESB. Samningurinn féll hins vegar í grýttan jarðveg á meðal harðlínumanna í Íhaldsflokknum sem og fjölda þingmanna Verkamannaflokksins.Þrátt fyrir að May hafi staðið af sér vantrauststillögu samflokksmanna í Íhaldsflokknum þótti ljóst að nægjanlegur fjöldi þingmanna myndi ekki samþykkja samninginn. Var atkvæðagreiðslunni því frestað fram á nýtt ár og er líklegt að hún verði haldin 14. eða 15. janúar næstkomandi.Könnun sýnir að fleiri vilja aðra þjóðaratkvæðagreiðsluÍ viðtali við BBC sagðist May vongóð um að hún gæti tryggt sér stuðning nægjanlegs fjölda þingmanna til að styðja samninginn. Ekki síst í ljósi þess að ESB hefði samþykkt ýmsar breytingar á samningnum sem þingmenn höfðu efasemdir um. Er þar um að ræða framtíðartillhögun landamæra Írlands, sem er í ESB, og N-Írlands, sem er á leið úr ESB. Þá sagði May að breytingarnar fælu í sér að þingmenn myndu hafa meira að segja en áður um samningaviðræður um framtíðartengsl Bretlands og ESB. Forsætisráðherrann hét því að kynna þessar breytingar á næstunni. Varaði hún við því að enginn myndi vita hvað væri í vændum myndu þingmenn hafna samningnum en Bretland mun yfirgefa ESB þann 29. mars næstkomandi, hvort sem að samningar nást eða ekki. Aukinn þrýstingur er á í Bretlandi að haldinn verði önnur atkvæðagreiðsla um hvort Bretland eigi að vera áfram í ESB eða ekki. Niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem YouGov framkvæmdi sýna að 41 prósent kjósenda vill að almenningur fái að ákveða hvort af verði af Brexit eða ekki, 36 prósent vilja að þingið ákveði það.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Meirihluti flokkssystkina Corbyn ósammála honum um Brexit Þrátt fyrir það telur rúmur meirihluti flokksmanna að Corbyn standi sig vel sem leiðtogi. 2. janúar 2019 10:25 Segir ólíklegt að Brexit náist á réttum tíma verði samningur May ekki samþykktur Liam Fox, alþjóðaviðskiptaráðherra Bretlands, segir helmingslíkur á því að Bretland yfirgefi ekki Evrópusambandið í lok mars næstkomandi, verði drög Theresu May forsætisráðherra að útgöngusamningi Bretlands við Evrópusambandið ekki samþykkt af þinginu. 30. desember 2018 16:29 Formúa í ferjur náist ekki að semja um Brexit Bresk stjórnvöld munu verja yfir hundrað milljónum punda í ferjukaup til að liðka á samgöngum um Ermarsund komi til þess að ekki yrði samið um Brexit. 29. desember 2018 13:40 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Meirihluti flokkssystkina Corbyn ósammála honum um Brexit Þrátt fyrir það telur rúmur meirihluti flokksmanna að Corbyn standi sig vel sem leiðtogi. 2. janúar 2019 10:25
Segir ólíklegt að Brexit náist á réttum tíma verði samningur May ekki samþykktur Liam Fox, alþjóðaviðskiptaráðherra Bretlands, segir helmingslíkur á því að Bretland yfirgefi ekki Evrópusambandið í lok mars næstkomandi, verði drög Theresu May forsætisráðherra að útgöngusamningi Bretlands við Evrópusambandið ekki samþykkt af þinginu. 30. desember 2018 16:29
Formúa í ferjur náist ekki að semja um Brexit Bresk stjórnvöld munu verja yfir hundrað milljónum punda í ferjukaup til að liðka á samgöngum um Ermarsund komi til þess að ekki yrði samið um Brexit. 29. desember 2018 13:40