Fólk hættir við tæknifrjóvgun: „Hið opinbera lítur á þetta sem annars flokks sjúkdóm“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. janúar 2019 19:00 Ófrjósemislæknir segir fólk neyðast til að hætta við að fara í tæknifrjóvgun vegna breytinga sem gerðar voru á reglugerð um greiðsluþátttöku við meðferðirnar. Breytingarnar séu slæmar fyrir meirihluta þeirra sem þurfi að fara í meðferð. Hið opinbera virðist ekki hafa skilning á alvarleika málsins. Fyrir breytinguna sem tók gildi nú um áramótin var engin greiðsluþátttaka af hendi ríkisins í fyrsta skipti tæknifrjóvgunar en fimmtíu prósent þátttaka ef framkvæma þurfti aðgerðina í annað, þriðja og fjórða sinn. Eftir breytingu tekur ríkið þátt í kostnaði sem nemur fimm prósent í fyrsta skipti, þrjátíu prósent ef farið er í annað skipti en ríkið tekur engan þátt ef farið er í þriðja eða fjórða skipti. Snorri Einarsson, yfirlæknir á Livio, segir að þessi nýja niðurgreiðsla við fyrstu meðferð, sem nemur 24.000 krónur af tæplega 500 þúsund króna meðferð, sé ekki að fara skipta lykilmáli í stóra samhenginu. Þó hún sé vissulega betri en engin, bitni hún illa á þeim sem þurfa að fara í margar meðferðir. „Því miður þá er eðli þessara meðferða þannig að það er kannski ein af þremur sem heppnast í hvert skipti þannig það er meirihluti þeirra sem koma til okkar sem þurfa að halda áfram í meðferðum og á endanum fara í margar meðferðir áður en hið langþráða barn fæðist,“ segir Snorri. Nú þarf fólk sem er að fara í meðferð í annað sinn að borga um hundrað þúsund krónum meira en áður. „Og fólk sem er að koma í þriðja skipti, fólk sem er orðið þreytt og búið að leggja í mikinn kostað og fólk sem er búið að vera undir miklu álagi, það fær engan styrk alls þrátt fyrir að meðferðirnar sem það á fram undan séu enn að skila góðum árangri,“ segir Snorri. Það sé sárt að þetta fólki neyðist til að hætta við að fara í meðferð vegna aukins kostnaðar sem skyndilega fellur á það. „Því miður þá er fólk að afboða sig í meðferðir sem var búið að gera ráð fyrir að fá niðurgreiðslur. Fólk sem, ef það hefði búið á Norðurlöndunum, hefði fengið fyrst, aðra og þriðju meðferð fyrir brotabrot af því sem þarf að borga á Íslandi. Vegna þess að hið opinbera lítur á þetta sem annars flokks sjúkdóm, öfugt við hin Norðurlöndin þar sem þetta er samþykktur sjúkdómur og skilningur er á alvarleika málsins.“ Heilbrigðismál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Ófrjósemislæknir segir fólk neyðast til að hætta við að fara í tæknifrjóvgun vegna breytinga sem gerðar voru á reglugerð um greiðsluþátttöku við meðferðirnar. Breytingarnar séu slæmar fyrir meirihluta þeirra sem þurfi að fara í meðferð. Hið opinbera virðist ekki hafa skilning á alvarleika málsins. Fyrir breytinguna sem tók gildi nú um áramótin var engin greiðsluþátttaka af hendi ríkisins í fyrsta skipti tæknifrjóvgunar en fimmtíu prósent þátttaka ef framkvæma þurfti aðgerðina í annað, þriðja og fjórða sinn. Eftir breytingu tekur ríkið þátt í kostnaði sem nemur fimm prósent í fyrsta skipti, þrjátíu prósent ef farið er í annað skipti en ríkið tekur engan þátt ef farið er í þriðja eða fjórða skipti. Snorri Einarsson, yfirlæknir á Livio, segir að þessi nýja niðurgreiðsla við fyrstu meðferð, sem nemur 24.000 krónur af tæplega 500 þúsund króna meðferð, sé ekki að fara skipta lykilmáli í stóra samhenginu. Þó hún sé vissulega betri en engin, bitni hún illa á þeim sem þurfa að fara í margar meðferðir. „Því miður þá er eðli þessara meðferða þannig að það er kannski ein af þremur sem heppnast í hvert skipti þannig það er meirihluti þeirra sem koma til okkar sem þurfa að halda áfram í meðferðum og á endanum fara í margar meðferðir áður en hið langþráða barn fæðist,“ segir Snorri. Nú þarf fólk sem er að fara í meðferð í annað sinn að borga um hundrað þúsund krónum meira en áður. „Og fólk sem er að koma í þriðja skipti, fólk sem er orðið þreytt og búið að leggja í mikinn kostað og fólk sem er búið að vera undir miklu álagi, það fær engan styrk alls þrátt fyrir að meðferðirnar sem það á fram undan séu enn að skila góðum árangri,“ segir Snorri. Það sé sárt að þetta fólki neyðist til að hætta við að fara í meðferð vegna aukins kostnaðar sem skyndilega fellur á það. „Því miður þá er fólk að afboða sig í meðferðir sem var búið að gera ráð fyrir að fá niðurgreiðslur. Fólk sem, ef það hefði búið á Norðurlöndunum, hefði fengið fyrst, aðra og þriðju meðferð fyrir brotabrot af því sem þarf að borga á Íslandi. Vegna þess að hið opinbera lítur á þetta sem annars flokks sjúkdóm, öfugt við hin Norðurlöndin þar sem þetta er samþykktur sjúkdómur og skilningur er á alvarleika málsins.“
Heilbrigðismál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent