Nýtti veikindaleyfi til að búa til Þingspilið Sighvatur Arnmundsson skrifar 5. janúar 2019 07:00 Jón Þór notaði tækifærið og sýndi forseta lýðveldisins Þingspilið í nýársmóttöku á Bessastöðum. Að sögn Jóns Þórs leist Guðna vel á. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Ég datt í veikindi rétt fyrir þingfrestun í byrjun desember og var heima í einhverja daga. Þá bjó ég bara til Þingspilið í einhverju hitamóki. Ég er búinn að gera nokkrar prótótýpur og byrjaður að prófa spilið,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. Jón Þór er búinn að gera 72 mismunandi spil en þar á meðal eiga allir átta flokksformennirnir á þingi sitt eigið spil. Einnig er að finna spil eins og hneykslismál, stefnumál til að leggja fram og atvik eins og búsáhaldabyltinguna eða að fá pólitíska blóðgjöf. „Ég vildi hafa þetta svona eins og vinsælustu spilin eru í dag. Þú verður bara að geta tekið spilið upp og byrjað að spila þannig að allir skilji það eins og skot. Þá má bara taka svona korter til hálftíma að hámarki. Um leið og ég var kominn með formið þá rammaði það inn alla möguleikana sem ég hafði. Það er svo rosalega margt hægt að gera. Ég er búinn að vera að leikjavæða Alþingi í hausnum á mér mjög lengi.“ Hann ákvað að nota skopmyndir Halldórs Baldurssonar í prótótýpuna. „Ég fór að skoða myndirnar hans en hann er búinn að vera með samfélagsgrín síðan 2005 og tók í rauninni bara þessa stjórnmálasögu sem hann er búinn að taka saman í þessum myndum. Svo sá ég að ég gat leikjavætt hverja myndina á fætur annarri.“ Þannig varð til dæmis til spil sem sýnir fjórflokkinn en þegar því spili er spilað út tapa allir þeir flokkar fylgi. Svo eru nýju framboðin með sitt spil en þá eru helmingslíkur á því að sá sem fær það detti út af þingi. „Ég var núna að klára ansi góða útgáfu af prótótýpunni og sýndi Halldóri. Honum fannst þetta bara frábært og er með í þessu. Við erum bara að skoða næstu skref.“ Jón Þór segir að spilið sé einfalt, bara spilin en ekkert leikborð. „Sum spilin krefjast reyndar hlutkestis og þá var ég að hugsa um að hafa eina íslenska krónu með hverju spili.“ Jón Þór viðurkennir að hafa skemmt sér konunglega við gerð spilsins. „Þetta var geggjað stuð. Ég prófaði það svo fyrst með börnunum mínum. Það gekk fínt hjá stelpunni sem er að verða níu ára en var aðeins erfiðara hjá stráknum sem er sex ára.“ Aðspurður segist Jón Þór telja að hægt verði að spila Þingspilið í hliðarsölum Alþingis en varla í sjálfum þingsalnum nema í algjöru hljóði. „Ég sýndi öllum formönnunum sín spil fyrir jólin og þeim fannst þetta drepfyndið. Mig langar að gera þetta þannig að þetta sé eitthvað sem allir geti spilað. Það sé enginn kvikindisháttur heldur bara verið að hafa gaman af stjórnmálasögunni.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Sjá meira
„Ég datt í veikindi rétt fyrir þingfrestun í byrjun desember og var heima í einhverja daga. Þá bjó ég bara til Þingspilið í einhverju hitamóki. Ég er búinn að gera nokkrar prótótýpur og byrjaður að prófa spilið,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. Jón Þór er búinn að gera 72 mismunandi spil en þar á meðal eiga allir átta flokksformennirnir á þingi sitt eigið spil. Einnig er að finna spil eins og hneykslismál, stefnumál til að leggja fram og atvik eins og búsáhaldabyltinguna eða að fá pólitíska blóðgjöf. „Ég vildi hafa þetta svona eins og vinsælustu spilin eru í dag. Þú verður bara að geta tekið spilið upp og byrjað að spila þannig að allir skilji það eins og skot. Þá má bara taka svona korter til hálftíma að hámarki. Um leið og ég var kominn með formið þá rammaði það inn alla möguleikana sem ég hafði. Það er svo rosalega margt hægt að gera. Ég er búinn að vera að leikjavæða Alþingi í hausnum á mér mjög lengi.“ Hann ákvað að nota skopmyndir Halldórs Baldurssonar í prótótýpuna. „Ég fór að skoða myndirnar hans en hann er búinn að vera með samfélagsgrín síðan 2005 og tók í rauninni bara þessa stjórnmálasögu sem hann er búinn að taka saman í þessum myndum. Svo sá ég að ég gat leikjavætt hverja myndina á fætur annarri.“ Þannig varð til dæmis til spil sem sýnir fjórflokkinn en þegar því spili er spilað út tapa allir þeir flokkar fylgi. Svo eru nýju framboðin með sitt spil en þá eru helmingslíkur á því að sá sem fær það detti út af þingi. „Ég var núna að klára ansi góða útgáfu af prótótýpunni og sýndi Halldóri. Honum fannst þetta bara frábært og er með í þessu. Við erum bara að skoða næstu skref.“ Jón Þór segir að spilið sé einfalt, bara spilin en ekkert leikborð. „Sum spilin krefjast reyndar hlutkestis og þá var ég að hugsa um að hafa eina íslenska krónu með hverju spili.“ Jón Þór viðurkennir að hafa skemmt sér konunglega við gerð spilsins. „Þetta var geggjað stuð. Ég prófaði það svo fyrst með börnunum mínum. Það gekk fínt hjá stelpunni sem er að verða níu ára en var aðeins erfiðara hjá stráknum sem er sex ára.“ Aðspurður segist Jón Þór telja að hægt verði að spila Þingspilið í hliðarsölum Alþingis en varla í sjálfum þingsalnum nema í algjöru hljóði. „Ég sýndi öllum formönnunum sín spil fyrir jólin og þeim fannst þetta drepfyndið. Mig langar að gera þetta þannig að þetta sé eitthvað sem allir geti spilað. Það sé enginn kvikindisháttur heldur bara verið að hafa gaman af stjórnmálasögunni.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Sjá meira