Meirihluti flokkssystkina Corbyn ósammála honum um Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2019 10:25 Corbyn var gagnrýndur á sínum tíma fyrir að tala ekki kröftuglega fyrir áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu. Getty/Leon Neal Nærri því þrír af hverjum fjórum félögum í breska Verkamannaflokknum vill að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin um útgönguna úr Evrópusambandinu. Þeir eru þannig ósammála Jeremy Corbyn, leiðtoga flokksins, sem vill að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar árið 2016 verði endanleg. Alls voru 1.034 félagar í Verkamannaflokknum spurðir út í afstöðu sína í skoðanakönnun Yougov. Af þeim sögðust 83% hafa greitt atkvæði með því að Bretland yrði um kyrrt í Evrópusambandinu á sínum tíma. Töldu 89% þeirra að rangt væri að ganga úr sambandinu. Rúmlega 1.600 kjósendur voru einnig spurðir og sögðust 73% telja það mistök að segja skilið við ESB, að því er kemur fram í frétt Financial Times. Corbyn hefur ekki tekið undir kröfur sumra félaga sinna um að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram. Hann vill að Bretland verði í varanlegu tollabandalagi við ESB eftir útgönguna. Könnunin bendir til þess að 72% flokksmanna vilji að Corbyn styðji aðra þjóðaratkvæðagreiðslu. Færi slík atkvæðagreiðsla fram myndu 88% flokksmanna greiða atkvæði með áframhaldandi veru í ESB og 71% kjósenda flokksins. Þrátt fyrir þess gjá á milli stefnu Corbyn og afstöðu flokksmanna hans nýtur hann enn stuðnings sem formaður. Þannig telja 65% félaga í Verkamannaflokknum hann standa sig vel þrátt fyrir að innan við fjórðungur almennings sé á sama máli. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Corbyn sakaður um að hafa kallað May „heimska konu“ Talsmaður Verkamannaflokksins hafnar því að leiðtogi hans hafi haft uppi kvenfyrirlitningu í þingsal. 19. desember 2018 15:53 Corbyn útilokar aðra þjóðaratkvæðagreiðslu Jeremy Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi segir að ný þjóðaratkvæðagreiðsla sé ekki valkostur eins og staðan sé í dag. Það sé aftur á móti valkostur í framtíðinni. 18. nóvember 2018 10:22 Þjóðaratkvæðagreiðsla heldur ekki í boði hjá Corbyn Leiðtogi Verkamannaflokksins vill að þingið fái að greiða atkvæði um Brexit-sáttmála Theresu May – sem hann veit að breska þingið mun kolfella – og boða sem fyrst til þingkosninga og freista þess í kjölfarið að fá hagstæðari samning við Evrópusambandið. 22. desember 2018 15:15 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Sjá meira
Nærri því þrír af hverjum fjórum félögum í breska Verkamannaflokknum vill að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin um útgönguna úr Evrópusambandinu. Þeir eru þannig ósammála Jeremy Corbyn, leiðtoga flokksins, sem vill að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar árið 2016 verði endanleg. Alls voru 1.034 félagar í Verkamannaflokknum spurðir út í afstöðu sína í skoðanakönnun Yougov. Af þeim sögðust 83% hafa greitt atkvæði með því að Bretland yrði um kyrrt í Evrópusambandinu á sínum tíma. Töldu 89% þeirra að rangt væri að ganga úr sambandinu. Rúmlega 1.600 kjósendur voru einnig spurðir og sögðust 73% telja það mistök að segja skilið við ESB, að því er kemur fram í frétt Financial Times. Corbyn hefur ekki tekið undir kröfur sumra félaga sinna um að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram. Hann vill að Bretland verði í varanlegu tollabandalagi við ESB eftir útgönguna. Könnunin bendir til þess að 72% flokksmanna vilji að Corbyn styðji aðra þjóðaratkvæðagreiðslu. Færi slík atkvæðagreiðsla fram myndu 88% flokksmanna greiða atkvæði með áframhaldandi veru í ESB og 71% kjósenda flokksins. Þrátt fyrir þess gjá á milli stefnu Corbyn og afstöðu flokksmanna hans nýtur hann enn stuðnings sem formaður. Þannig telja 65% félaga í Verkamannaflokknum hann standa sig vel þrátt fyrir að innan við fjórðungur almennings sé á sama máli.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Corbyn sakaður um að hafa kallað May „heimska konu“ Talsmaður Verkamannaflokksins hafnar því að leiðtogi hans hafi haft uppi kvenfyrirlitningu í þingsal. 19. desember 2018 15:53 Corbyn útilokar aðra þjóðaratkvæðagreiðslu Jeremy Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi segir að ný þjóðaratkvæðagreiðsla sé ekki valkostur eins og staðan sé í dag. Það sé aftur á móti valkostur í framtíðinni. 18. nóvember 2018 10:22 Þjóðaratkvæðagreiðsla heldur ekki í boði hjá Corbyn Leiðtogi Verkamannaflokksins vill að þingið fái að greiða atkvæði um Brexit-sáttmála Theresu May – sem hann veit að breska þingið mun kolfella – og boða sem fyrst til þingkosninga og freista þess í kjölfarið að fá hagstæðari samning við Evrópusambandið. 22. desember 2018 15:15 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Sjá meira
Corbyn sakaður um að hafa kallað May „heimska konu“ Talsmaður Verkamannaflokksins hafnar því að leiðtogi hans hafi haft uppi kvenfyrirlitningu í þingsal. 19. desember 2018 15:53
Corbyn útilokar aðra þjóðaratkvæðagreiðslu Jeremy Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi segir að ný þjóðaratkvæðagreiðsla sé ekki valkostur eins og staðan sé í dag. Það sé aftur á móti valkostur í framtíðinni. 18. nóvember 2018 10:22
Þjóðaratkvæðagreiðsla heldur ekki í boði hjá Corbyn Leiðtogi Verkamannaflokksins vill að þingið fái að greiða atkvæði um Brexit-sáttmála Theresu May – sem hann veit að breska þingið mun kolfella – og boða sem fyrst til þingkosninga og freista þess í kjölfarið að fá hagstæðari samning við Evrópusambandið. 22. desember 2018 15:15