Heilbrigðisstefnan 2030, athugasemdir Reynir Arngrímsson skrifar 2. janúar 2019 07:00 Læknafélag Íslands hefur fjallað um drög að Heilbrigðisstefnu til ársins 2030 og telur margt vera jákvætt sem fram hefur komið, en þó þurfi málið frekari umfjöllunar við. Þeir þættir, sem LÍ telur að betur megi fara og eða vanti í stefnudrögin hafa verið tíundaðir í ítarlegri greinargerð og sendir heilbrigðisráðuneytinu. Í fyrsta lagi telur LÍ að eðlilegt og rétt hefði verið að hafa viðameira og ítarlegra samráð við hagsmunaaðila við undirbúning þessarar stefnumótunar. Þá er miður að ekkert samráð virðist hafa verið haft við veitendur sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa og stefnumörkun um þann hluta heilbrigðiskerfisins of takmarkaður að mati LÍ og þarfnist frekari skoðunar. Í heilbrigðisstefnuna vantar ákvæði um að öll þjónusta innan heilbrigðiskerfisins sem greidd er af opinberum aðilum skuli byggjast á gagnreyndum fræðum. Umönnun sem veitt er án þess að til hafi komið sjúkdómsgreining og stofnað hafi verið til viðeigandi meðferðar af hálfu læknis er ógnun við gæði og öryggi heilbrigðisþjónustu, segir í sameiginlegri yfirlýsingu stærstu læknasamtaka í Evrópu 2018, um áherslu á lykilhlutverk lækna í sjúkdómgreiningu, meðferð og þverfaglegri umönnun sjúklinga. Þá hefur sóttvarnalæknir bent á að ekkert eða lítið er fjallað um mikilvæg atriði er snerta varnir og viðbrögð við alvarlegum smitsjúkdómum og öðrum sjúkdómum er ógnað geta almannaheill, þ.m.t. vöktun og viðbrögð við smitsjúkdómum, sýkingum eða heilsuvá vegna eiturefna eða mengunar. Í heilbrigðisstefnu þarf að fjalla um heilbrigðisöryggi landsmanna.Ekkert um réttindi sjúklinga Í drögunum er ekkert ákvæði um réttindi sjúklinga og sjúkratryggingarétt. Hvergi er vikið að umboðsmanni sjúklinga og ekki er fjallað um sjúklingasamtök. LÍ leggur til að í stefnuna komi markmið um að árið 2030 verði búið að stofna heildarsjúklingasamtök sem hafi tryggan faglegan og rekstrarlegan grunn. LÍ varar við þeim hugmyndum í heilbrigðisstefnunni að notendur heilbrigðisþjónustunnar séu sviptir réttindum til að velja sér þá þjónustu sem þeir telja sig þurfa og þjónustuaðila til að veita hana. LÍ er ósammála þeim uppgjafartóni sem er í heilbrigðisstefnunni gagnvart því verkefni að manna grunnheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni og að fullnægjandi geti talist að í hennar stað komi fjarheilbrigðisþjónusta. Ekkert er fjallað um rétt til öldrunarþjónustu eða endurhæfingar. Einnig vantar í stefnuna umfjöllun um velferð og starfsþróun mannauðs heilbrigðiskerfisins. Hvergi er minnst á úrbætur er varða vinnutilhögun, sveigjanleika í starfi, heilbrigði og vellíðan starfsmanna, né að stuðlað skuli að mótvægisaðgerðum gegn álagsþáttum í starfi og vinnuumhverfi. Alveg vantar ákvæði um lágmarksöryggisviðmið í mönnun starfseininga innan heilbrigðiskerfisins. Ekkert markmið er um öryggi starfsmanna. Efling læknisþjónustunnar lykilatriði Endurskoðunar á stjórnskipulagi heilbrigðisstofnana er hvergi getið. LÍ telur hugmyndir um aukið hlutverk forstjóra heilbrigðisstofnana óheppilegt fyrirkomulag. Gæta þurfi þess að þeir hafi ekki bæði með framkvæmd og eftirlit að gera eins og skilja má á drögunum með vanreifun á hugmynd um umdæmisstjórn þeirra. LÍ leggst gegn því að stofnað verði til fleiri stjórnunarlaga í heilbrigðiskerfinu. Bent skal á að hlutfall heimilislækna er lágt á Íslandi og þarf að auka. Hlutfall lækna í starfsmannahópi Landspítala er lægra en á sambærilegum háskólasjúkrahúsum skv. skýrslu McKinsey og Company frá 2016 um lykilinn að fullnýtingu tækifæra Landspítalans, íslenska heilbrigðiskerfið á krossgötum sem unnin var fyrir Alþingi. Með fjölgun lækna verður þjónusta heilbrigðiskerfisins skilvirkari, legudögum á sjúkrahúsum getur fækkað og þörf á hjúkrunarþjónustu og kostnaður vegna hennar getur lækkað skv. skýrslunni. Í drögum að heilbrigðisstefnu 2030 er horft fram hjá þessum mikilvægu ábendingum. Tryggja þarf óhindrað aðgengi að læknisþjónustu og sérhæfðri heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa. Heilbrigðisöryggi landsmanna byggir á stöðugri endurnýjun og nýliðun í hópi lækna og aðgengi að þjónustu þeirra og þekkingu. LÍ treystir því að ábendingar félagsins um breytingar og viðbætur við stefnudrögin fái hljómgrunn þannig að í tillögum að Heilbrigðisstefnu til ársins 2030, þegar hún verður lögð fyrir Alþingi á vorþingi, verði búið að taka tillit til þeirra.Höfundur er formaður Læknafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Læknafélag Íslands hefur fjallað um drög að Heilbrigðisstefnu til ársins 2030 og telur margt vera jákvætt sem fram hefur komið, en þó þurfi málið frekari umfjöllunar við. Þeir þættir, sem LÍ telur að betur megi fara og eða vanti í stefnudrögin hafa verið tíundaðir í ítarlegri greinargerð og sendir heilbrigðisráðuneytinu. Í fyrsta lagi telur LÍ að eðlilegt og rétt hefði verið að hafa viðameira og ítarlegra samráð við hagsmunaaðila við undirbúning þessarar stefnumótunar. Þá er miður að ekkert samráð virðist hafa verið haft við veitendur sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa og stefnumörkun um þann hluta heilbrigðiskerfisins of takmarkaður að mati LÍ og þarfnist frekari skoðunar. Í heilbrigðisstefnuna vantar ákvæði um að öll þjónusta innan heilbrigðiskerfisins sem greidd er af opinberum aðilum skuli byggjast á gagnreyndum fræðum. Umönnun sem veitt er án þess að til hafi komið sjúkdómsgreining og stofnað hafi verið til viðeigandi meðferðar af hálfu læknis er ógnun við gæði og öryggi heilbrigðisþjónustu, segir í sameiginlegri yfirlýsingu stærstu læknasamtaka í Evrópu 2018, um áherslu á lykilhlutverk lækna í sjúkdómgreiningu, meðferð og þverfaglegri umönnun sjúklinga. Þá hefur sóttvarnalæknir bent á að ekkert eða lítið er fjallað um mikilvæg atriði er snerta varnir og viðbrögð við alvarlegum smitsjúkdómum og öðrum sjúkdómum er ógnað geta almannaheill, þ.m.t. vöktun og viðbrögð við smitsjúkdómum, sýkingum eða heilsuvá vegna eiturefna eða mengunar. Í heilbrigðisstefnu þarf að fjalla um heilbrigðisöryggi landsmanna.Ekkert um réttindi sjúklinga Í drögunum er ekkert ákvæði um réttindi sjúklinga og sjúkratryggingarétt. Hvergi er vikið að umboðsmanni sjúklinga og ekki er fjallað um sjúklingasamtök. LÍ leggur til að í stefnuna komi markmið um að árið 2030 verði búið að stofna heildarsjúklingasamtök sem hafi tryggan faglegan og rekstrarlegan grunn. LÍ varar við þeim hugmyndum í heilbrigðisstefnunni að notendur heilbrigðisþjónustunnar séu sviptir réttindum til að velja sér þá þjónustu sem þeir telja sig þurfa og þjónustuaðila til að veita hana. LÍ er ósammála þeim uppgjafartóni sem er í heilbrigðisstefnunni gagnvart því verkefni að manna grunnheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni og að fullnægjandi geti talist að í hennar stað komi fjarheilbrigðisþjónusta. Ekkert er fjallað um rétt til öldrunarþjónustu eða endurhæfingar. Einnig vantar í stefnuna umfjöllun um velferð og starfsþróun mannauðs heilbrigðiskerfisins. Hvergi er minnst á úrbætur er varða vinnutilhögun, sveigjanleika í starfi, heilbrigði og vellíðan starfsmanna, né að stuðlað skuli að mótvægisaðgerðum gegn álagsþáttum í starfi og vinnuumhverfi. Alveg vantar ákvæði um lágmarksöryggisviðmið í mönnun starfseininga innan heilbrigðiskerfisins. Ekkert markmið er um öryggi starfsmanna. Efling læknisþjónustunnar lykilatriði Endurskoðunar á stjórnskipulagi heilbrigðisstofnana er hvergi getið. LÍ telur hugmyndir um aukið hlutverk forstjóra heilbrigðisstofnana óheppilegt fyrirkomulag. Gæta þurfi þess að þeir hafi ekki bæði með framkvæmd og eftirlit að gera eins og skilja má á drögunum með vanreifun á hugmynd um umdæmisstjórn þeirra. LÍ leggst gegn því að stofnað verði til fleiri stjórnunarlaga í heilbrigðiskerfinu. Bent skal á að hlutfall heimilislækna er lágt á Íslandi og þarf að auka. Hlutfall lækna í starfsmannahópi Landspítala er lægra en á sambærilegum háskólasjúkrahúsum skv. skýrslu McKinsey og Company frá 2016 um lykilinn að fullnýtingu tækifæra Landspítalans, íslenska heilbrigðiskerfið á krossgötum sem unnin var fyrir Alþingi. Með fjölgun lækna verður þjónusta heilbrigðiskerfisins skilvirkari, legudögum á sjúkrahúsum getur fækkað og þörf á hjúkrunarþjónustu og kostnaður vegna hennar getur lækkað skv. skýrslunni. Í drögum að heilbrigðisstefnu 2030 er horft fram hjá þessum mikilvægu ábendingum. Tryggja þarf óhindrað aðgengi að læknisþjónustu og sérhæfðri heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa. Heilbrigðisöryggi landsmanna byggir á stöðugri endurnýjun og nýliðun í hópi lækna og aðgengi að þjónustu þeirra og þekkingu. LÍ treystir því að ábendingar félagsins um breytingar og viðbætur við stefnudrögin fái hljómgrunn þannig að í tillögum að Heilbrigðisstefnu til ársins 2030, þegar hún verður lögð fyrir Alþingi á vorþingi, verði búið að taka tillit til þeirra.Höfundur er formaður Læknafélags Íslands.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun