Umfjöllun og viðtöl: Valur - Njarðvík 88-90 | Ljónin komin í vænlega stöðu á toppnum Gabríel Sighvatsson skrifar 17. janúar 2019 22:30 Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson. Vísir/bára Valur tók á móti Njarðvík í kvöld í 14. umferð Dominos deild karla. Liðin voru á sitthvorum enda töflunnar þar sem Njarðvík situr á toppnum á meðan Valur er rétt fyrir neðan miðja deild. Það var hinsvegar ekki að sjá á leik liðanna. Það vantaði mikinn kraft og hraða í gestina og virtust þeir ætla að labba í gegnum leikinn eins og ekkert væri. Valur lét ekki bjóða sér það og mættu þeim af hörku. Það skilaði sér því Valur leiddi í hálfleik eftir flotta spilamennsku á meðan Njarðvík hékk alltaf í þeim. Valur hefði með örlítilli heppni og betri vörn getað komist mörgum stigum yfir og komið sér í vænlega stöðu. Staðan var þó mjög góð fyrir heimamenn þegar 4. leikhluti gekk í garð og gaf leikur liðanna þess engin merki um að staðan væri í þann mund að breytast. Njarðvíkurmenn fóru þá að stíga upp og setja niður stór skot. Það virtist koma Valsmönnum í opna skjöldu sem fóru að fara illa að ráði sínu í kjölfarið. Að lokum var einvígið orðið ótrúlega spennandi og náði Njarðvík að minnka muninn smátt og smátt og komast yfir í lok leiks. Þá var orkan á þrotum hjá Valsliðinu sem barðist allan leikinn en þurftu að sætta sig við svekkjandi niðurstöðu.vísir/báraAf hverju vann Njarðvík? Gæðin í liðinu skiluðu sér í lok leiks. Það eru frábærir menn í þessu liði en þeir eiga það til að missa haus og er þetta lið líklega það lið sem er aldrei hægt að afskrifa. Það spilaði illa nánast allan leikinn en náði samt í tvö stig. Það var í 4. leikhluta sem þeir fóru að setja niður skot og þeir eru örsnöggir að breyta stöðu leikja. Þeir voru betra liðið þegar það skipti máli og þeir þurftu ekki nema 7-8 góðar mínútur til að vinna í kvöld.Hvað gekk illa? Valur á hrós skilið fyrir fína frammistöðu. Það þarf hinsvegar allt að ganga upp til að vinna á móti toppliðunum og það vantaði lítið upp á. Vörn sem brást á köflum og léleg skotnýting dró dilk á eftir sér. Þegar Njarðvík kom til baka hefðu nokkur stig í viðbót komið sér ansi vel. Valsmenn reyndust á köflum sjálfum sér verstir. Í staðinn fyrir að ná að hrista liðið algjörlega af sér náðu Valsmenn ekki að byggja upp nógu mikið forskot og lítið forskot getur snögglega breyst í tapaðan leik, eins og gerðist í kvöld.Hverjir stóðu upp úr? Aleks Simeonov var stigahæstur í liði Vals með 26 stig en Ragnar Ágúst Nathanaelsson fylgdi í humátt með 22 stig og frábær leikur hjá þeim báðum. Nýi maðurinn Dominique Deon Rambo var með 16 stig og stóð sig vel í vörninni. Hjá Njarðvík átti Elvar Már Friðriksson 21 stiga leik en að lokum stóð Jeb Ivey upp úr með 28 stig. Hvað gerist næst? Næsti leikur Vals í deildinni er gegn KR en þar geta Valsmenn búist við erfiðum leik. KR er í 4. sæti en þurftu að lúta í lægra haldi fyrir sjóðheitu liði Þórs frá Þorlákshöfn. Njarðvík tekur á móti Tindastóli í toppslag í Ljónagryfjunni á föstudag. Þeir þurfa að eiga betri leik þá heldur en í kvöld en Njarðvík fékk hagstæð úrslit því Tindastóll tapaði óvænt sínum leik í kvöld gegn Haukum sem fóru þar með framúr Val í stigum.Valur-Njarðvík 86-90 (20-21, 24-20, 19-13, 23-36) Valur: Aleks Simeonov 26/5 fráköst, Ragnar Agust Nathanaelsson 22/12 fráköst, Dominique Deon Rambo 16/4 fráköst/5 stoðsendingar, Illugi Steingrímsson 12/5 fráköst, Austin Magnus Bracey 8, Gunnar Ingi Harðarson 1/6 fráköst/8 stoðsendingar, Oddur Birnir Pétursson 1.Njarðvík: Jeb Ivey 28, Elvar Már Friðriksson 21/7 fráköst, Mario Matasovic 15/9 fráköst, Logi Gunnarsson 7, Kristinn Pálsson 6, Maciek Stanislav Baginski 5, Ólafur Helgi Jónsson 4/5 fráköst, Julian Rajic 3/8 fráköst, Jon Arnor Sverrisson 1.vísir/báraÁgúst: Erum með þennan leik í hendi Ágúst Björnsson, þjálfari Vals, var mjög svekktur eftir leik. „Þetta er mjög svekkjandi, við erum með þennan leik í hendi eins og síðasta og í síðasta leik köstuðum við honum frá okkur. Ég vil ekki meina að við höfum gert það í kvöld en auðvitað hefði varnarleikurinn okkar mátt vera aðeins betri. Þeir fengu nokkur mjög ódýr stig.“ „Góð barátta í mínu liði, fín frammistaða hjá mörgum leikmönnum, það er það helsta sem ég tek úr leiknum.“ sagði Ágúst sem fannst frammistaðan góð hjá sínum mönnum. Valsliðið spilaði betur næstum allan leikinn en í 4. leikhluta fór staðan að breytast hans liði í óhag þar sem ýmislegt hefði mátt betur fara. „Við erum búnir að leiða allan leikinn og þeir fara að taka smá örvæntingarskot og fóru að setja nokkur af þeim og þeir settu eitt mjög stórt í lokin. Það voru nokkrir þristar fiskaðir upp úr nánast engu sem þeir setja og voru mjög stórir.“ „Við hefðum bara átt að spila betri vörn, þeir setja stór skot og það er ekki eins og við höfum verið galopnir, þeir voru mörg skot yfir menn.“vísir/báraElvar: Þetta var barningssigur Elvar Már Friðriksson, leikmaður Njarðvíkur, leit á björtu hliðarnar að leikslokum. „Það er náttúrulega alltaf jákvætt að ná í sigur. Við spiluðum á móti hörkuliði í dag, Valur var mjög góður, Raggi (Ragnar Ágúst Nathanaelsson) með stjörnuleik á móti okkur, á móti sínu gamla liði, gaman fyrir hann að ná þessum leik. Þetta var barningssigur og ég held við vorum einu sinni yfir í leiknum og það var þegar ein mínúta var eftir. Það var virkilega gott að ná í sigur.“ „Við unnum allavegana í lokin, leikurinn er 40 mínútur og liðið sem er yfir í lokin á sigurinn skilið að mínu mati,“ sagði Elvar en hans menn stigu upp í 4. leikhluta þegar mest á reyndi. „Jeb setti tóninn fyrir okkur, hann er fáránlega góður á þessum stundum hann hefur sýnt það í svo mörgum leikjum í vetur. Þegar mest á reynir þá tekur hann bara yfir og hann gerði það í dag og svo settum við stór skot.“ „Þetta einhvern veginn féll með okkur í lokin sem var gott. Við erum búnir að klára mjög marga leiki svona í vetur en við þurfum að spila betur heilt yfir, finnst mér, við erum alltaf að tala um það þannig að það er eitthvað sem við þurfum að fara yfir.“ Fram að 4. leikhluta sagði Elvar að staðan hafi alls ekki verið nógu góð fyrir Njarðvíkinga og að spilamennskan hefði getað verið betri en sigurinn væri að lokum virkilega mikilvægur. „Alls ekki. Þeir voru bara miklu ákveðnari, þeir unnu okkur í frákastabaráttunni, þeir voru að fá mörg auðveld stig undir körfunni, Raggi með opið „lay-up“ eftir „drive“ frá Kananum. Svo var Aleks Simeonov mjög góður hjá þeim, þeir spiluðu heilt yfir mjög vel og ég er gríðarlega ánægður með að hafa náð að kreista fram sigur á einhvern hátt í lokin.“vísir/báraRaggi Nat: Sýndum lélegan karakter Ragnar Ágúst Nathanaelsson, leikmaður Vals, var mjög svekktur en þetta er annar leikurinn í röð sem þeir tapa eftir að hafa verið í góðri stöðu. „Mér fannst við vera með leikinn allan tímann og svo er þetta annar leikurinn í röð sem þetta gerist hjá okkur. Það vantar greinilega eitthvað upp í hjá okkur til að klára leiki sem við erum með í vasanum og það er eitthvað sem við þurfum að vinna í fyrir næsta leik.“ Það var ekki fyrr en í 4. leikhluta sem Njarðvík fór að koma til baka eftir að hafa verið undir allan leikinn en Ragnar vildi ekki meina að þeir hefðu verið lélegir í leiknum. „Við sýndum bara lélegan karakter að klára þetta ekki. Auðvitað fóru þeir að setja þristana en það vita það allir á Íslandi að það eru frábærar skyttur í þessu liði og um leið og þeir fóru að setja stóru skotin þá fórum við að flýta okkur. Það kemur engum á óvart þegar Njarðvík fer að henda niður þristum og það hefði ekki átt að koma okkur á óvart.“ „Mér fannst þeir ekki spila illa, mér fannst við ná að spila á veikleika þeirra og svo hættum við því eiginlega bara og þá fóru þeir að setja skotin sín. Þeir mættu ekkert lélegir, mér fannst þeir góðir, við vorum bara betri næstum allan leikinn en svo eru þeir betri þegar það skiptir máli.“ En hvað vantar í liðið til að þeir fari að klára leiki? „Bara jafnvægi og yfirvegun hjá okkur. Um leið og þeir fóru að setja þristana þá fórum við að panikka og urðum stressaðir og þá sundurspiluðu þeir okkur bara og því fór sem fór.“vísir/báraEinar: Enginn eldur eða hjarta í okkur Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, var mjög óánægður með frammistöðuna hjá hans liði í kvöld, þrátt fyrir að hafa náð að draga fram sigur í lokin. „Dýrmæt tvö stig en döpur frammistaða á mjög löngum köflum. Við vorum slakir.“ sagði Einar Árni sem var á löngum köflum ósáttur með nánast allt sem við kom hans liði. „Mér fannst enginn eldur og hjarta í okkur, það var eins og okkur leiddist að vera í körfu. Við vorum slakir varnarlega, við vorum með 41 stig í fyrri hálfleik sem er svo sem ekkert til að kvarta yfir. Skorum ekki nema 13 stig í 3. leikhluta og vorum sjálfum okkur verstir, bara vælandi og skælandi og pirraðir. Þetta er móment fyrir mér eins og við séum að bíða eftir því að fá skell til þess að fara að læra af því. Fyrir mér var þessi frammistaða upp á stórskell, við vorum slakara liðið í þessum leik heilt yfir.“ Var erfitt að mótivera menn í leiknum? „Miðað við frammistöðu þá verð ég bara að svara því játandi. Mér finnst vont að hugsa til þess að svona deyfð skuli hvíla yfir okkur vitandi það að þetta var risaleikur fyrir okkur. Við erum búnir að vera að tala um það að fara í þessa leiki á móti Þór og Val til þess að ná í sigra til að setja upp möguleika fyrir þennan leik sem við eigum á móti Tindastól heima.“ „Ég furða mig á hversu andlausir og daprir við vorum á löngum stundum og við eigum eiginlega ekkert skilið eitthvað hrós fyrir það að koma til baka og klára, það má ekki vera þannig aðra hverja viku að frammistaðan sé ekki góð og við séum bara rétt að skríða í gegnum þetta. Við þurfum að spila miklu betri körfubolta ef við ætlum að gera eitthvað í þessu móti, það er alveg klárt.“ Einar tók undir það að miðað við hvernig leikurinn var að spilast hefðu hans menn áttu að stíga miklu fyrr upp og fara að spila almennilega. „Ég vil koma því að að Valsararnir voru góðir í kvöld. Þeir gerðu mjög vel og voru áræðnir á hringinn og stóru mennirnir þeirra voru okkur erfiðir. Ég er fyrst og síðast að hugsa um okkur og ósáttur við ótrúlega margt. Við þurfum að nýta helgina vel því að við erum að fara í bikarleik á mánudaginn þar sem yfirskriftin er að við eigum að vinna en það er bara ekki til í þessari íþrótt að þú eigir nokkurn skapaðan hlut, þú þarft að vinna fyrir hlutunum. Við þurfum að leggja meira á okkur en við gerðum í dag ef við ætlum að gera einhverja hluti.“ Staðan fór að breytast í 4. leikhluta og þá áttu nokkrir mikilvægir hlutir sér stað hjá Njarðvík og var allt annað að sjá til þeirra. „Það er bara það sem við erum að tala um að við viljum gera frá upphafi til enda, við viljum að það sé alvöru „intensity“ í varnarleiknum, að menn séu talandi og fastir fyrir og duglegir að boxa út. Sóknarmegin opnuðum við gólfið betur og fórum að ráðast á þá. Hrós á menn fyrir að setja niður stór skot, Jeb (Ivey) var frábær í síðari hálfleiknum og liðið í heild sinni á lokakaflanum, virkilega vel gert.“ „En við viljum ekki fara út úr leikjum með það að ef við horfum í frammistöðu að við séum að eiga 5-7 góðar mínútur í 40 mínútna leik, við teljum okkur vera betri í körfu en það.“ sagði Einar að lokum. Dominos-deild karla
Valur tók á móti Njarðvík í kvöld í 14. umferð Dominos deild karla. Liðin voru á sitthvorum enda töflunnar þar sem Njarðvík situr á toppnum á meðan Valur er rétt fyrir neðan miðja deild. Það var hinsvegar ekki að sjá á leik liðanna. Það vantaði mikinn kraft og hraða í gestina og virtust þeir ætla að labba í gegnum leikinn eins og ekkert væri. Valur lét ekki bjóða sér það og mættu þeim af hörku. Það skilaði sér því Valur leiddi í hálfleik eftir flotta spilamennsku á meðan Njarðvík hékk alltaf í þeim. Valur hefði með örlítilli heppni og betri vörn getað komist mörgum stigum yfir og komið sér í vænlega stöðu. Staðan var þó mjög góð fyrir heimamenn þegar 4. leikhluti gekk í garð og gaf leikur liðanna þess engin merki um að staðan væri í þann mund að breytast. Njarðvíkurmenn fóru þá að stíga upp og setja niður stór skot. Það virtist koma Valsmönnum í opna skjöldu sem fóru að fara illa að ráði sínu í kjölfarið. Að lokum var einvígið orðið ótrúlega spennandi og náði Njarðvík að minnka muninn smátt og smátt og komast yfir í lok leiks. Þá var orkan á þrotum hjá Valsliðinu sem barðist allan leikinn en þurftu að sætta sig við svekkjandi niðurstöðu.vísir/báraAf hverju vann Njarðvík? Gæðin í liðinu skiluðu sér í lok leiks. Það eru frábærir menn í þessu liði en þeir eiga það til að missa haus og er þetta lið líklega það lið sem er aldrei hægt að afskrifa. Það spilaði illa nánast allan leikinn en náði samt í tvö stig. Það var í 4. leikhluta sem þeir fóru að setja niður skot og þeir eru örsnöggir að breyta stöðu leikja. Þeir voru betra liðið þegar það skipti máli og þeir þurftu ekki nema 7-8 góðar mínútur til að vinna í kvöld.Hvað gekk illa? Valur á hrós skilið fyrir fína frammistöðu. Það þarf hinsvegar allt að ganga upp til að vinna á móti toppliðunum og það vantaði lítið upp á. Vörn sem brást á köflum og léleg skotnýting dró dilk á eftir sér. Þegar Njarðvík kom til baka hefðu nokkur stig í viðbót komið sér ansi vel. Valsmenn reyndust á köflum sjálfum sér verstir. Í staðinn fyrir að ná að hrista liðið algjörlega af sér náðu Valsmenn ekki að byggja upp nógu mikið forskot og lítið forskot getur snögglega breyst í tapaðan leik, eins og gerðist í kvöld.Hverjir stóðu upp úr? Aleks Simeonov var stigahæstur í liði Vals með 26 stig en Ragnar Ágúst Nathanaelsson fylgdi í humátt með 22 stig og frábær leikur hjá þeim báðum. Nýi maðurinn Dominique Deon Rambo var með 16 stig og stóð sig vel í vörninni. Hjá Njarðvík átti Elvar Már Friðriksson 21 stiga leik en að lokum stóð Jeb Ivey upp úr með 28 stig. Hvað gerist næst? Næsti leikur Vals í deildinni er gegn KR en þar geta Valsmenn búist við erfiðum leik. KR er í 4. sæti en þurftu að lúta í lægra haldi fyrir sjóðheitu liði Þórs frá Þorlákshöfn. Njarðvík tekur á móti Tindastóli í toppslag í Ljónagryfjunni á föstudag. Þeir þurfa að eiga betri leik þá heldur en í kvöld en Njarðvík fékk hagstæð úrslit því Tindastóll tapaði óvænt sínum leik í kvöld gegn Haukum sem fóru þar með framúr Val í stigum.Valur-Njarðvík 86-90 (20-21, 24-20, 19-13, 23-36) Valur: Aleks Simeonov 26/5 fráköst, Ragnar Agust Nathanaelsson 22/12 fráköst, Dominique Deon Rambo 16/4 fráköst/5 stoðsendingar, Illugi Steingrímsson 12/5 fráköst, Austin Magnus Bracey 8, Gunnar Ingi Harðarson 1/6 fráköst/8 stoðsendingar, Oddur Birnir Pétursson 1.Njarðvík: Jeb Ivey 28, Elvar Már Friðriksson 21/7 fráköst, Mario Matasovic 15/9 fráköst, Logi Gunnarsson 7, Kristinn Pálsson 6, Maciek Stanislav Baginski 5, Ólafur Helgi Jónsson 4/5 fráköst, Julian Rajic 3/8 fráköst, Jon Arnor Sverrisson 1.vísir/báraÁgúst: Erum með þennan leik í hendi Ágúst Björnsson, þjálfari Vals, var mjög svekktur eftir leik. „Þetta er mjög svekkjandi, við erum með þennan leik í hendi eins og síðasta og í síðasta leik köstuðum við honum frá okkur. Ég vil ekki meina að við höfum gert það í kvöld en auðvitað hefði varnarleikurinn okkar mátt vera aðeins betri. Þeir fengu nokkur mjög ódýr stig.“ „Góð barátta í mínu liði, fín frammistaða hjá mörgum leikmönnum, það er það helsta sem ég tek úr leiknum.“ sagði Ágúst sem fannst frammistaðan góð hjá sínum mönnum. Valsliðið spilaði betur næstum allan leikinn en í 4. leikhluta fór staðan að breytast hans liði í óhag þar sem ýmislegt hefði mátt betur fara. „Við erum búnir að leiða allan leikinn og þeir fara að taka smá örvæntingarskot og fóru að setja nokkur af þeim og þeir settu eitt mjög stórt í lokin. Það voru nokkrir þristar fiskaðir upp úr nánast engu sem þeir setja og voru mjög stórir.“ „Við hefðum bara átt að spila betri vörn, þeir setja stór skot og það er ekki eins og við höfum verið galopnir, þeir voru mörg skot yfir menn.“vísir/báraElvar: Þetta var barningssigur Elvar Már Friðriksson, leikmaður Njarðvíkur, leit á björtu hliðarnar að leikslokum. „Það er náttúrulega alltaf jákvætt að ná í sigur. Við spiluðum á móti hörkuliði í dag, Valur var mjög góður, Raggi (Ragnar Ágúst Nathanaelsson) með stjörnuleik á móti okkur, á móti sínu gamla liði, gaman fyrir hann að ná þessum leik. Þetta var barningssigur og ég held við vorum einu sinni yfir í leiknum og það var þegar ein mínúta var eftir. Það var virkilega gott að ná í sigur.“ „Við unnum allavegana í lokin, leikurinn er 40 mínútur og liðið sem er yfir í lokin á sigurinn skilið að mínu mati,“ sagði Elvar en hans menn stigu upp í 4. leikhluta þegar mest á reyndi. „Jeb setti tóninn fyrir okkur, hann er fáránlega góður á þessum stundum hann hefur sýnt það í svo mörgum leikjum í vetur. Þegar mest á reynir þá tekur hann bara yfir og hann gerði það í dag og svo settum við stór skot.“ „Þetta einhvern veginn féll með okkur í lokin sem var gott. Við erum búnir að klára mjög marga leiki svona í vetur en við þurfum að spila betur heilt yfir, finnst mér, við erum alltaf að tala um það þannig að það er eitthvað sem við þurfum að fara yfir.“ Fram að 4. leikhluta sagði Elvar að staðan hafi alls ekki verið nógu góð fyrir Njarðvíkinga og að spilamennskan hefði getað verið betri en sigurinn væri að lokum virkilega mikilvægur. „Alls ekki. Þeir voru bara miklu ákveðnari, þeir unnu okkur í frákastabaráttunni, þeir voru að fá mörg auðveld stig undir körfunni, Raggi með opið „lay-up“ eftir „drive“ frá Kananum. Svo var Aleks Simeonov mjög góður hjá þeim, þeir spiluðu heilt yfir mjög vel og ég er gríðarlega ánægður með að hafa náð að kreista fram sigur á einhvern hátt í lokin.“vísir/báraRaggi Nat: Sýndum lélegan karakter Ragnar Ágúst Nathanaelsson, leikmaður Vals, var mjög svekktur en þetta er annar leikurinn í röð sem þeir tapa eftir að hafa verið í góðri stöðu. „Mér fannst við vera með leikinn allan tímann og svo er þetta annar leikurinn í röð sem þetta gerist hjá okkur. Það vantar greinilega eitthvað upp í hjá okkur til að klára leiki sem við erum með í vasanum og það er eitthvað sem við þurfum að vinna í fyrir næsta leik.“ Það var ekki fyrr en í 4. leikhluta sem Njarðvík fór að koma til baka eftir að hafa verið undir allan leikinn en Ragnar vildi ekki meina að þeir hefðu verið lélegir í leiknum. „Við sýndum bara lélegan karakter að klára þetta ekki. Auðvitað fóru þeir að setja þristana en það vita það allir á Íslandi að það eru frábærar skyttur í þessu liði og um leið og þeir fóru að setja stóru skotin þá fórum við að flýta okkur. Það kemur engum á óvart þegar Njarðvík fer að henda niður þristum og það hefði ekki átt að koma okkur á óvart.“ „Mér fannst þeir ekki spila illa, mér fannst við ná að spila á veikleika þeirra og svo hættum við því eiginlega bara og þá fóru þeir að setja skotin sín. Þeir mættu ekkert lélegir, mér fannst þeir góðir, við vorum bara betri næstum allan leikinn en svo eru þeir betri þegar það skiptir máli.“ En hvað vantar í liðið til að þeir fari að klára leiki? „Bara jafnvægi og yfirvegun hjá okkur. Um leið og þeir fóru að setja þristana þá fórum við að panikka og urðum stressaðir og þá sundurspiluðu þeir okkur bara og því fór sem fór.“vísir/báraEinar: Enginn eldur eða hjarta í okkur Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, var mjög óánægður með frammistöðuna hjá hans liði í kvöld, þrátt fyrir að hafa náð að draga fram sigur í lokin. „Dýrmæt tvö stig en döpur frammistaða á mjög löngum köflum. Við vorum slakir.“ sagði Einar Árni sem var á löngum köflum ósáttur með nánast allt sem við kom hans liði. „Mér fannst enginn eldur og hjarta í okkur, það var eins og okkur leiddist að vera í körfu. Við vorum slakir varnarlega, við vorum með 41 stig í fyrri hálfleik sem er svo sem ekkert til að kvarta yfir. Skorum ekki nema 13 stig í 3. leikhluta og vorum sjálfum okkur verstir, bara vælandi og skælandi og pirraðir. Þetta er móment fyrir mér eins og við séum að bíða eftir því að fá skell til þess að fara að læra af því. Fyrir mér var þessi frammistaða upp á stórskell, við vorum slakara liðið í þessum leik heilt yfir.“ Var erfitt að mótivera menn í leiknum? „Miðað við frammistöðu þá verð ég bara að svara því játandi. Mér finnst vont að hugsa til þess að svona deyfð skuli hvíla yfir okkur vitandi það að þetta var risaleikur fyrir okkur. Við erum búnir að vera að tala um það að fara í þessa leiki á móti Þór og Val til þess að ná í sigra til að setja upp möguleika fyrir þennan leik sem við eigum á móti Tindastól heima.“ „Ég furða mig á hversu andlausir og daprir við vorum á löngum stundum og við eigum eiginlega ekkert skilið eitthvað hrós fyrir það að koma til baka og klára, það má ekki vera þannig aðra hverja viku að frammistaðan sé ekki góð og við séum bara rétt að skríða í gegnum þetta. Við þurfum að spila miklu betri körfubolta ef við ætlum að gera eitthvað í þessu móti, það er alveg klárt.“ Einar tók undir það að miðað við hvernig leikurinn var að spilast hefðu hans menn áttu að stíga miklu fyrr upp og fara að spila almennilega. „Ég vil koma því að að Valsararnir voru góðir í kvöld. Þeir gerðu mjög vel og voru áræðnir á hringinn og stóru mennirnir þeirra voru okkur erfiðir. Ég er fyrst og síðast að hugsa um okkur og ósáttur við ótrúlega margt. Við þurfum að nýta helgina vel því að við erum að fara í bikarleik á mánudaginn þar sem yfirskriftin er að við eigum að vinna en það er bara ekki til í þessari íþrótt að þú eigir nokkurn skapaðan hlut, þú þarft að vinna fyrir hlutunum. Við þurfum að leggja meira á okkur en við gerðum í dag ef við ætlum að gera einhverja hluti.“ Staðan fór að breytast í 4. leikhluta og þá áttu nokkrir mikilvægir hlutir sér stað hjá Njarðvík og var allt annað að sjá til þeirra. „Það er bara það sem við erum að tala um að við viljum gera frá upphafi til enda, við viljum að það sé alvöru „intensity“ í varnarleiknum, að menn séu talandi og fastir fyrir og duglegir að boxa út. Sóknarmegin opnuðum við gólfið betur og fórum að ráðast á þá. Hrós á menn fyrir að setja niður stór skot, Jeb (Ivey) var frábær í síðari hálfleiknum og liðið í heild sinni á lokakaflanum, virkilega vel gert.“ „En við viljum ekki fara út úr leikjum með það að ef við horfum í frammistöðu að við séum að eiga 5-7 góðar mínútur í 40 mínútna leik, við teljum okkur vera betri í körfu en það.“ sagði Einar að lokum.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum