Þörf fyrir fræðslu um svefn í skólum Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2019 08:15 Svefninn er okkur mjög mikilvægur. vísir/Getty Skortur er á fræðslu um svefn meðal barna og ungmenna og hvaða afleiðingar það hefur að sofa ekki nægilega mikið. Börn og ungmenni þurfa að læra að þekkja eigin líkama og tilfinningar og átta sig á þeirri vanlíðan sem fylgir því að fá ekki fullnægjandi svefn. Guðrún Magnúsdóttir, hjúkrunar- og lýðheilsufræðingur, telur mikla þörf á að koma fræðslu um svefn á í skólum. Best sé að byrja þegar börnin eru ung að aldri. „Það er mikið um orkudrykkjaneyslu meðal íslenskra ungmenna á sama tíma og skjánotkun er umfram skynsemismörk, en þá er oft talað um að tvær klukkustundir séu hámarkstíma fyrir framan skjá-inn á dag. Auðvitað er mikilvægt að mæta einstaklingum á raunhæfum forsendum og vera styðjandi. En við þurfum að fræða ungmennin okkar um afleiðingar þess að fá ekki fullnægjandi svefn, þau brengla hormónabúskapinn og reyna svo að leiðrétta ástandið með skyndilausnum á borð við orkudrykki eða einföld kolvetni,“ segir Guðrún.SvefnstiginSvefnstig 1 Þessu ástandi má líkja við slökunar ástand þar sem við erum milli tveggja heima. Við vitum af okkur en samt ekki. Ef einhver hnippir í okkur og spyr hvort við séum vakandi þá er líklegt að við svörum því það er einhver meðvitund í gangi. Fólk sem stundar jóga, núvitund eða slökun getur náð þessari heilavirkni sem einkennir þetta fyrsta svefnstig. Fyrsta svefnstigið er brú yfir í svefninn.Svefnstig 2 Við erum í þessu ástandi um helming nætur og er þetta ástand talið tengjast endurheimt á líkamlegri orku.Svefnstig 3 og 4 Djúpsvefninn, er líklega mikilvægasti svefninn sem við fáum. Þá verður hreinsun í líkamanum, losun á eiturefnum, flokkun á minninu, hvað á að festast og hverju á að henda, flokkun áreitis yfir daginn, endurnýjun á frumum og vaxtarhormón myndast. Það er mikið að gerast í djúpsvefninum og hann er ríkjandi fyrri part nætur frá miðnætti um það bili til klukkan þrjú um nótt.REM Draumsvefninn er líka mikilvægur og er hann talinn vera úrvinnsla tilfinningalegra áreita. Ef við erum undir álagi getur draumsvefninn breyst og orðið órólegri. Hann er líka talinn góður fyrir minnið og það sem er kallað aðgerða-minni. Þegar við erum að tileinka okkur einhvers konar færni, læra að prjóna, spila á hljóðfæri, nýja íþrótt, dans eða eitthvað svoleiðis þá festist færnin í minninu hjá okkur í draumsvefni. Þetta sést mest hjá litlum börnum. Fyrstu tvö æviárin eru þau mun meira í draumsvefni en þekkist hjá eldri börnum og fullorðnum. Þarna eru börn á því æviskeiði að þau eru sífellt að læra einhvers konar færni sem þau þurfa að ná að tileinka sér. Þess vegna er vitað að draumsvefninn er mikilvægur fyrir barnið. Draumsvefn er ríkjandi undir morguninn, svona léttur svefn og draumsvefn undir lok nætur. Þá er alveg eðlilegt að maður rumski og viti aðeins af sér. Það er bara eitthvað sem gerist og eykst með aldrinum. Að vakna upp á nóttunni fer að aukast upp úr fertugu. Það verður rof á svefninum sem er fullkomlega eðlilegt. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Sjá meira
Skortur er á fræðslu um svefn meðal barna og ungmenna og hvaða afleiðingar það hefur að sofa ekki nægilega mikið. Börn og ungmenni þurfa að læra að þekkja eigin líkama og tilfinningar og átta sig á þeirri vanlíðan sem fylgir því að fá ekki fullnægjandi svefn. Guðrún Magnúsdóttir, hjúkrunar- og lýðheilsufræðingur, telur mikla þörf á að koma fræðslu um svefn á í skólum. Best sé að byrja þegar börnin eru ung að aldri. „Það er mikið um orkudrykkjaneyslu meðal íslenskra ungmenna á sama tíma og skjánotkun er umfram skynsemismörk, en þá er oft talað um að tvær klukkustundir séu hámarkstíma fyrir framan skjá-inn á dag. Auðvitað er mikilvægt að mæta einstaklingum á raunhæfum forsendum og vera styðjandi. En við þurfum að fræða ungmennin okkar um afleiðingar þess að fá ekki fullnægjandi svefn, þau brengla hormónabúskapinn og reyna svo að leiðrétta ástandið með skyndilausnum á borð við orkudrykki eða einföld kolvetni,“ segir Guðrún.SvefnstiginSvefnstig 1 Þessu ástandi má líkja við slökunar ástand þar sem við erum milli tveggja heima. Við vitum af okkur en samt ekki. Ef einhver hnippir í okkur og spyr hvort við séum vakandi þá er líklegt að við svörum því það er einhver meðvitund í gangi. Fólk sem stundar jóga, núvitund eða slökun getur náð þessari heilavirkni sem einkennir þetta fyrsta svefnstig. Fyrsta svefnstigið er brú yfir í svefninn.Svefnstig 2 Við erum í þessu ástandi um helming nætur og er þetta ástand talið tengjast endurheimt á líkamlegri orku.Svefnstig 3 og 4 Djúpsvefninn, er líklega mikilvægasti svefninn sem við fáum. Þá verður hreinsun í líkamanum, losun á eiturefnum, flokkun á minninu, hvað á að festast og hverju á að henda, flokkun áreitis yfir daginn, endurnýjun á frumum og vaxtarhormón myndast. Það er mikið að gerast í djúpsvefninum og hann er ríkjandi fyrri part nætur frá miðnætti um það bili til klukkan þrjú um nótt.REM Draumsvefninn er líka mikilvægur og er hann talinn vera úrvinnsla tilfinningalegra áreita. Ef við erum undir álagi getur draumsvefninn breyst og orðið órólegri. Hann er líka talinn góður fyrir minnið og það sem er kallað aðgerða-minni. Þegar við erum að tileinka okkur einhvers konar færni, læra að prjóna, spila á hljóðfæri, nýja íþrótt, dans eða eitthvað svoleiðis þá festist færnin í minninu hjá okkur í draumsvefni. Þetta sést mest hjá litlum börnum. Fyrstu tvö æviárin eru þau mun meira í draumsvefni en þekkist hjá eldri börnum og fullorðnum. Þarna eru börn á því æviskeiði að þau eru sífellt að læra einhvers konar færni sem þau þurfa að ná að tileinka sér. Þess vegna er vitað að draumsvefninn er mikilvægur fyrir barnið. Draumsvefn er ríkjandi undir morguninn, svona léttur svefn og draumsvefn undir lok nætur. Þá er alveg eðlilegt að maður rumski og viti aðeins af sér. Það er bara eitthvað sem gerist og eykst með aldrinum. Að vakna upp á nóttunni fer að aukast upp úr fertugu. Það verður rof á svefninum sem er fullkomlega eðlilegt.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Sjá meira