May stóð af sér vantrauststillögu Samúel Karl Ólason skrifar 16. janúar 2019 19:15 Tillaga Corbyn var lögð fram í kjölfar þess að Brexit-samningur May var felldur af þingmönnum í gær. EPA/FACUNDO ARRIZABALAGA Vantrauststillaga Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, gegn ríkisstjórn Theresu May var felld á breska þinginu nú fyrir skömmu. Alls greiddu 325 þingmenn atkvæði gegn tillögunni og 306 greiddu atkvæði með henni. Tillaga Corbyn var lögð fram í kjölfar þess að Brexit-samningur May var felldur af þingmönnum í gær. Ríkisstjórn May galt afhroð í atkvæðagreiðslu um útgöngusamning hennar í þinginu í gærkvöldi. Samningurinn var felldur með 230 atkvæða mun og greiddi fjöldi þingmanna Íhaldsflokksins atkvæði gegn honum.Þingmenn annarra stjórnarandstöðuflokka, nema þingmenn DUP frá Norður-Írlandi, studdu vantrauststillöguna. Þó áttu leiðtogar stjórnarandstöðunnar ekki von á því að hún yrði samþykkt, þar sem Íhaldsflokkur May er með meirihluta á þinginu og þingmenn DUP hafa lýst yfir stuðningi við ríkisstjórnina, þó þeir hafi greitt atkvæði gegn samningnum. Hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu er nú óljóst. Enn stendur til að Brexit eigi sér stað þann 29. mars. Theresa May ætlar að ræða við aðra stjórnmálaleiðtoga um næstu skref og hvað samningur þurfi að fela í sér svo hann hljóti samþykki þingmanna. Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa sagt mikilvægt að Bretar skýri stöðuna eins fljótt og auðið er. Þeir hafa gefið í skyn að mögulegt sé að breyta samningnum að einhverju leyti en það verði erfitt. Í kjölfar atkvæðagreiðslunnar sagði May að áðurnefndir fundir myndu hefjast í kvöld. Aðrir stjórnmálaleiðtogar sem tóku einnig til máls sögðu mikilvægt að ríkisstjórn May opinberaði að úrsögn Bretlands úr ESB færi ekki fram án samnings. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Þingmenn felldu samning May Breskir þingmenn munu greiða atkvæði um Brexit samning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands um klukkan sjö í kvöld. 15. janúar 2019 19:00 Corbyn sagði May stýra „uppvakningsríkisstjórn“ Atkvæði verða greidd um vantraust á Theresu May forsætisráðherra eftir Brexit-ósigurinn nú í kvöld. 16. janúar 2019 16:45 Brexit-samningurinn felldur: Hvað gerist næst? Ríkisstjórn Theresu May beið mikinn ósigur í breska þinginu í kvöld þegar Brexit-samningur stjórnarinnar og ESB var kolfelldur í breska þinginu. 15. janúar 2019 21:54 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Sjá meira
Vantrauststillaga Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, gegn ríkisstjórn Theresu May var felld á breska þinginu nú fyrir skömmu. Alls greiddu 325 þingmenn atkvæði gegn tillögunni og 306 greiddu atkvæði með henni. Tillaga Corbyn var lögð fram í kjölfar þess að Brexit-samningur May var felldur af þingmönnum í gær. Ríkisstjórn May galt afhroð í atkvæðagreiðslu um útgöngusamning hennar í þinginu í gærkvöldi. Samningurinn var felldur með 230 atkvæða mun og greiddi fjöldi þingmanna Íhaldsflokksins atkvæði gegn honum.Þingmenn annarra stjórnarandstöðuflokka, nema þingmenn DUP frá Norður-Írlandi, studdu vantrauststillöguna. Þó áttu leiðtogar stjórnarandstöðunnar ekki von á því að hún yrði samþykkt, þar sem Íhaldsflokkur May er með meirihluta á þinginu og þingmenn DUP hafa lýst yfir stuðningi við ríkisstjórnina, þó þeir hafi greitt atkvæði gegn samningnum. Hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu er nú óljóst. Enn stendur til að Brexit eigi sér stað þann 29. mars. Theresa May ætlar að ræða við aðra stjórnmálaleiðtoga um næstu skref og hvað samningur þurfi að fela í sér svo hann hljóti samþykki þingmanna. Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa sagt mikilvægt að Bretar skýri stöðuna eins fljótt og auðið er. Þeir hafa gefið í skyn að mögulegt sé að breyta samningnum að einhverju leyti en það verði erfitt. Í kjölfar atkvæðagreiðslunnar sagði May að áðurnefndir fundir myndu hefjast í kvöld. Aðrir stjórnmálaleiðtogar sem tóku einnig til máls sögðu mikilvægt að ríkisstjórn May opinberaði að úrsögn Bretlands úr ESB færi ekki fram án samnings.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Þingmenn felldu samning May Breskir þingmenn munu greiða atkvæði um Brexit samning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands um klukkan sjö í kvöld. 15. janúar 2019 19:00 Corbyn sagði May stýra „uppvakningsríkisstjórn“ Atkvæði verða greidd um vantraust á Theresu May forsætisráðherra eftir Brexit-ósigurinn nú í kvöld. 16. janúar 2019 16:45 Brexit-samningurinn felldur: Hvað gerist næst? Ríkisstjórn Theresu May beið mikinn ósigur í breska þinginu í kvöld þegar Brexit-samningur stjórnarinnar og ESB var kolfelldur í breska þinginu. 15. janúar 2019 21:54 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Sjá meira
Þingmenn felldu samning May Breskir þingmenn munu greiða atkvæði um Brexit samning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands um klukkan sjö í kvöld. 15. janúar 2019 19:00
Corbyn sagði May stýra „uppvakningsríkisstjórn“ Atkvæði verða greidd um vantraust á Theresu May forsætisráðherra eftir Brexit-ósigurinn nú í kvöld. 16. janúar 2019 16:45
Brexit-samningurinn felldur: Hvað gerist næst? Ríkisstjórn Theresu May beið mikinn ósigur í breska þinginu í kvöld þegar Brexit-samningur stjórnarinnar og ESB var kolfelldur í breska þinginu. 15. janúar 2019 21:54