Corbyn sagði May stýra „uppvakningsríkisstjórn“ Kjartan Kjartansson skrifar 16. janúar 2019 16:45 Corbyn mælti fyrir vantrauststillögunni á May í dag. Vísir/EPA Umræður um tillögu um vantraust á Theresu May forsætisráðherra hófust í breska þinginu nú síðdegis. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði May stýra „uppvakningsríkisstjórn“ og hvatti hana til að segja af sér. May hafnaði kröfu Verkamannaflokksins um að halda Bretlandi í tollabandalagi við Evrópusambandið. Ríkisstjórn May galt afhroð í atkvæðagreiðslu um útgöngusamning hennar í þinginu í gærkvöldi. Samningurinn var felldur með 230 atkvæða mun og greiddi fjöldi þingmanna Íhaldsflokksins atkvæði gegn honum. Corbyn lagði í kjölfarið fram vantrauststillögu og verða atkvæði greidd um hana nú síðdegis eða í kvöld. Þegar umræðurnar hófust sagði Corbyn að allar fyrri ríkisstjórnir hefðu sagt af sér hefðu þær beðið eins slæman ósigur og May gerði í gær. „Þessi ríkisstjórn getur ekki stýrt og nýtur ekki stuðnings þingsins í mikilvægustu málunum sem landið okkar stendur frammi fyrir,“ sagði Corbyn. May fullyrti að það væri þjóðinni ekki í hag að efna til nýrra kosninga á þessari stundu. Kosningar myndu enn auk sundrungu og ringulreið. Útilokaði hún einnig að halda áfram í tollabandalagi við Evrópu eftir útgönguna sem á að taka gildi 29. mars. „Það sem ég vil sjá er það sem breska þjóðin kaus sér. Hún kaus að binda endi á frjáls för fólks, hún kaus sjálfstæða viðskiptastefnu, hún kaus að binda enda á lögsögu Sakamáldómstóls Evrópu. Það er upp á þetta þing komið að tryggja að við færum henni þetta,“ sagði May. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Þingmenn felldu samning May Breskir þingmenn munu greiða atkvæði um Brexit samning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands um klukkan sjö í kvöld. 15. janúar 2019 19:00 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira
Umræður um tillögu um vantraust á Theresu May forsætisráðherra hófust í breska þinginu nú síðdegis. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði May stýra „uppvakningsríkisstjórn“ og hvatti hana til að segja af sér. May hafnaði kröfu Verkamannaflokksins um að halda Bretlandi í tollabandalagi við Evrópusambandið. Ríkisstjórn May galt afhroð í atkvæðagreiðslu um útgöngusamning hennar í þinginu í gærkvöldi. Samningurinn var felldur með 230 atkvæða mun og greiddi fjöldi þingmanna Íhaldsflokksins atkvæði gegn honum. Corbyn lagði í kjölfarið fram vantrauststillögu og verða atkvæði greidd um hana nú síðdegis eða í kvöld. Þegar umræðurnar hófust sagði Corbyn að allar fyrri ríkisstjórnir hefðu sagt af sér hefðu þær beðið eins slæman ósigur og May gerði í gær. „Þessi ríkisstjórn getur ekki stýrt og nýtur ekki stuðnings þingsins í mikilvægustu málunum sem landið okkar stendur frammi fyrir,“ sagði Corbyn. May fullyrti að það væri þjóðinni ekki í hag að efna til nýrra kosninga á þessari stundu. Kosningar myndu enn auk sundrungu og ringulreið. Útilokaði hún einnig að halda áfram í tollabandalagi við Evrópu eftir útgönguna sem á að taka gildi 29. mars. „Það sem ég vil sjá er það sem breska þjóðin kaus sér. Hún kaus að binda endi á frjáls för fólks, hún kaus sjálfstæða viðskiptastefnu, hún kaus að binda enda á lögsögu Sakamáldómstóls Evrópu. Það er upp á þetta þing komið að tryggja að við færum henni þetta,“ sagði May.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Þingmenn felldu samning May Breskir þingmenn munu greiða atkvæði um Brexit samning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands um klukkan sjö í kvöld. 15. janúar 2019 19:00 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira
Þingmenn felldu samning May Breskir þingmenn munu greiða atkvæði um Brexit samning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands um klukkan sjö í kvöld. 15. janúar 2019 19:00