Færum myrkrið frá morgni til kvölds Pétur Gunnarsson skrifar 15. janúar 2019 11:00 Sennilega er okkur Íslendingum ýmislegt betur lagið en að fara eftir aðstæðum. Mætti nefna mörg dæmi þar um, en látum nægja þau endemi að við skulum stefna börnum okkar á hverjum virkum degi út í náttmyrkrið að vetrinum. Það jaðrar við ofskynjanir að sjá þau trítla í myrkrinu með töskurnar á bakinu eins og litlir fallhlífarhermenn innan um æðandi stálflykkin, oft við akstursskilyrði sem nálgast blindakstur. Þetta er þeim mun ótrúlegra að við höfum í hendi okkar að breyta þessu með einu pennastriki, án minnstu útgjalda, og gerðum það reyndar allt til ársins 1968 á meðan klukkunni var breytt vor og haust, þar til svokölluðum viðskiptahagsmunum var leyft að lögfesta myrkrið. En þá mætti kannski hafa í huga að árið 1968 – fyrir hálfri öld – var Reykjavík smábær í samanburði við þá borg sem nú flæðir yfir holt og móa. Ennfremur að árið 1968 var einkabíllinn tæplega kominn til sögu, fleytifullir strætisvagnar fluttu borgarbúa á milli staða auk þess sem allt var í göngufjarlægð fyrir þá sem vildu ferðast á hestum postulanna. Þyrfti ekki að taka þessar breytur með í myndina nú þegar við hugleiðum að færa klukkuna aftur til dagskímu að vetrinum? Til grundvallar liggja skýrslur unnar af vísindafólki sem talar einum rómi um mikilvægi þess að taka mið af hnattstöðu landsins. Líkt og menn gerðu reyndar í þúsund ár á meðan hér bjó landbúnaðarþjóð. Dagurinn byrjaði þegar dagaði, svo einfalt var það. Eða með orðum Jónasar frá Hrafnagili: „En nærri fóru menn um það af vana, hvenær fara skyldi á fætur. Réð jafnan birta á morgnana á vetrum?…“ (Íslenskir þjóðhættir, bls. 1) Um það þurfti hvorki skýrslur né rökræður í þingnefndum, allt og sumt var að líta út um gluggann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Klukkan á Íslandi Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Sennilega er okkur Íslendingum ýmislegt betur lagið en að fara eftir aðstæðum. Mætti nefna mörg dæmi þar um, en látum nægja þau endemi að við skulum stefna börnum okkar á hverjum virkum degi út í náttmyrkrið að vetrinum. Það jaðrar við ofskynjanir að sjá þau trítla í myrkrinu með töskurnar á bakinu eins og litlir fallhlífarhermenn innan um æðandi stálflykkin, oft við akstursskilyrði sem nálgast blindakstur. Þetta er þeim mun ótrúlegra að við höfum í hendi okkar að breyta þessu með einu pennastriki, án minnstu útgjalda, og gerðum það reyndar allt til ársins 1968 á meðan klukkunni var breytt vor og haust, þar til svokölluðum viðskiptahagsmunum var leyft að lögfesta myrkrið. En þá mætti kannski hafa í huga að árið 1968 – fyrir hálfri öld – var Reykjavík smábær í samanburði við þá borg sem nú flæðir yfir holt og móa. Ennfremur að árið 1968 var einkabíllinn tæplega kominn til sögu, fleytifullir strætisvagnar fluttu borgarbúa á milli staða auk þess sem allt var í göngufjarlægð fyrir þá sem vildu ferðast á hestum postulanna. Þyrfti ekki að taka þessar breytur með í myndina nú þegar við hugleiðum að færa klukkuna aftur til dagskímu að vetrinum? Til grundvallar liggja skýrslur unnar af vísindafólki sem talar einum rómi um mikilvægi þess að taka mið af hnattstöðu landsins. Líkt og menn gerðu reyndar í þúsund ár á meðan hér bjó landbúnaðarþjóð. Dagurinn byrjaði þegar dagaði, svo einfalt var það. Eða með orðum Jónasar frá Hrafnagili: „En nærri fóru menn um það af vana, hvenær fara skyldi á fætur. Réð jafnan birta á morgnana á vetrum?…“ (Íslenskir þjóðhættir, bls. 1) Um það þurfti hvorki skýrslur né rökræður í þingnefndum, allt og sumt var að líta út um gluggann.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun