Veltir því upp hvort breyta eigi lögum um fyrningu kynferðisbrota Birgir Olgeirsson skrifar 15. janúar 2019 16:00 Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarfloks. Vísir/Vilhelm Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur velt þeirri spurningu upp hvort það sé komið að því að breyta lögum á þann veg að kynferðisbrot fyrnist ekki. Silja setti þessa spurningu fram á Facebook í gær en hún sagði þar að loksins þegar fólk hefur öðlast styrk til að segja frá, þá séu brotin fyrnd. Hún bendir á að árið 2007 var lögum um sök vegna alvarlegustu brota gegn börnum breytt á þann hátt að þau fyrnast ekki. Þegar kemur að öðrum kynferðisbrotum þá fyrnast þau tveimur til fimmtán árum eftir alvarleika brotanna. Silja segir að miðað við þær frásagnir sem fram hafa komið undanfarið þá sé vert að taka þá umræðu hvort breyta eigi þessum lögum. Hún segir margir stígi fram með frásagnir mörgum árum eftir að brotið var á þeim og því sé tilefni til að skoða hvort útfæra ætti þessi lög nánar. Hún segist ekki gera sér grein fyrir því hvort þetta sé tilefni til frumvarps en vill að þjóðfélagið taki umræðuna, þingmenn og almenningur. Lögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson ritaði ummæli við færslu Silju þar sem hann sagði það fásinnu að afnema fyrningu alfarið vegna kynferðisbrota. Vildi hann meina að engin sérstök rök standi með því að fullorðnir brotaþolar geti beðið með að kæra brot árum saman. Það dragi líkur úr sakfellingu og þá eigi sakborningar einnig rétt til réttlátrar málsmeðferðar sem haldið er fram með hröðum hætti, verndaður af stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. „Að slá þessu fram núna, Silja, er ömurlegur popúlismi,“ ritar Ómar. Silja segir í samtali við Vísi að sjónarmið Ómars séu að mörgu leyti rétt. Oftast standi orð gegn orði í slíkum málum og erfitt að finna sönnunargögn vegna brota sem framin voru fyrir 20 til 30 árum. „En ég bara velti því fyrir það gæti verið í einhverjum tilfellum að það séu til sönnunargögn þannig að eigum við að vera búin að útiloka að lögum samkvæmt sé hægt að hefja rannsókn? Ættum við ekki frekar að hafa þann möguleika opinn þó að í flestum tilfellum leiði það ekki til sakfellingar þó að sönnunargögn séu ekki næg?“ spyr Silja. Hún segir Íslendinga eiga að vera óhrædda við að taka umræðuna og velta upp og spyrja asnalegra spurninga. Málið sé þó vert til að tekin sé umræða um það af þingmönnum, sérfræðingum og almenningi. Alþingi Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Sjá meira
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur velt þeirri spurningu upp hvort það sé komið að því að breyta lögum á þann veg að kynferðisbrot fyrnist ekki. Silja setti þessa spurningu fram á Facebook í gær en hún sagði þar að loksins þegar fólk hefur öðlast styrk til að segja frá, þá séu brotin fyrnd. Hún bendir á að árið 2007 var lögum um sök vegna alvarlegustu brota gegn börnum breytt á þann hátt að þau fyrnast ekki. Þegar kemur að öðrum kynferðisbrotum þá fyrnast þau tveimur til fimmtán árum eftir alvarleika brotanna. Silja segir að miðað við þær frásagnir sem fram hafa komið undanfarið þá sé vert að taka þá umræðu hvort breyta eigi þessum lögum. Hún segir margir stígi fram með frásagnir mörgum árum eftir að brotið var á þeim og því sé tilefni til að skoða hvort útfæra ætti þessi lög nánar. Hún segist ekki gera sér grein fyrir því hvort þetta sé tilefni til frumvarps en vill að þjóðfélagið taki umræðuna, þingmenn og almenningur. Lögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson ritaði ummæli við færslu Silju þar sem hann sagði það fásinnu að afnema fyrningu alfarið vegna kynferðisbrota. Vildi hann meina að engin sérstök rök standi með því að fullorðnir brotaþolar geti beðið með að kæra brot árum saman. Það dragi líkur úr sakfellingu og þá eigi sakborningar einnig rétt til réttlátrar málsmeðferðar sem haldið er fram með hröðum hætti, verndaður af stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. „Að slá þessu fram núna, Silja, er ömurlegur popúlismi,“ ritar Ómar. Silja segir í samtali við Vísi að sjónarmið Ómars séu að mörgu leyti rétt. Oftast standi orð gegn orði í slíkum málum og erfitt að finna sönnunargögn vegna brota sem framin voru fyrir 20 til 30 árum. „En ég bara velti því fyrir það gæti verið í einhverjum tilfellum að það séu til sönnunargögn þannig að eigum við að vera búin að útiloka að lögum samkvæmt sé hægt að hefja rannsókn? Ættum við ekki frekar að hafa þann möguleika opinn þó að í flestum tilfellum leiði það ekki til sakfellingar þó að sönnunargögn séu ekki næg?“ spyr Silja. Hún segir Íslendinga eiga að vera óhrædda við að taka umræðuna og velta upp og spyrja asnalegra spurninga. Málið sé þó vert til að tekin sé umræða um það af þingmönnum, sérfræðingum og almenningi.
Alþingi Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Sjá meira