Vera með eða ekki? Þröstur Ólafsson skrifar 11. janúar 2019 08:00 Þriðji orkupakkinn er enn óafgreiddur. Hann hefur framkallað tilfinningahlaðna umræðu. Margir sjá þar úldinn fisk undir steini. Það skilur eftir sig tortryggni og ráðvilltan efa. Mikilvægt er því að átta sig á staðreyndum og greina þær frá tilgátum. Við verðum að gera þá kröfu gagnvart okkur sjálfum að treysta frekar staðreyndum en fullyrðingum eða illa rökstuddum getgátum. Það skuldum við Upplýsingunni sem færði okkur Vesturlandabúum mannréttindi, lýðræði og velferð. Orkupakkinn er afleiðing EES-samningsins og orðinn hluti hans skv. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar; sem sagt með okkar samþykki. Í EES-samningnum er enga undanþágu að finna við því, að orka sé markaðsvara, sem fella má undir regluverk innri markaðsins, hvort heldur hún sé hrein (vatn, vindur, sól) eða unnin úr jarðefnum (kol, olía, gas).Þriðji orkupakkinn Tilgangurinn með þriðja orkupakkanum er að styrkja samkeppni með raforku og gas innan EES og gera markaðinn gagnsærri. Eitt ákvæði lýtur að því að stofna Orkustofnun Evrópu. Í tilskipuninni er ekki að finna neina vísbendingu þess efnis að ACER hafi nokkurt boðvald yfir íslenskum orkumarkaði. Hlutverk hennar er að fella úrskurð í þeim tilfellum sem orkustofnanir innan EES hafa ekki náð samkomulagi um einstök mál. Einnig kveður pakkinn á um að aðskilja skuli enn frekar milli flutningsaðila (Landsnet hf.) og orkuframleiðanda (Landsvirkjunar). Við fengum undanþágu frá þessu. Þá gæti þurft að gera Orkustofnun sjálfstæðari en hún er. Hvað gerist með orkuverð hérlendis ef svo ólíklega vill til að íslenskur orkumarkaður tengist innri orkumarkaði ESB, þá mun þurfa að semja um það þegar þar að kemur. Orkupakkinn breytir í engu fullum yfirráðum okkar yfir orkuauðlindinni, um leið og við einir ráðum því á hverjum tíma, hvort orkustrengur verður yfirleitt lagður. Við höfum öll ráð í hendi okkar.Þjóðarógn? Það er því óskiljanlegt hvernig hægt er að gera þjóðarógn úr orkupakkanum. Komið hefur fram sú fullyrðing að allt sé í lagi að hafna honum. Ekkert muni gerast. Það er nú svo. Þá myndu tveir fyrri orkupakkar að öllum líkindum falla úr gildi, því þeir mynda eina heild. Það myndi valda okkur miklu andstreymi innan ESB og EES, kannski endalokum þess samnings. Synjun er guðsgjöf þeim sem leggja vilja flest í sölurnar til að gera bæði EES og ESB sem tortryggilegast, jafnvel slíta á tengslin. Styrmir Gunnarsson sagði á fundi að orkupakkinn ógnaði einingu Sjálfstæðisflokksins. Því yrði að koma í veg fyrir hann. Ritstjórinn fyrrverandi er sjálfum sér samkvæmur. Fyrst koma hagsmunir Flokksins, hagsmunir þjóðarinnar sitja aftar á merinni. Þannig hugarfar styðst ekki við staðreyndir undirritaðra skjala, heldur pólitískan hugarburð. Áróður. Af samtölum við andófsmenn má helst ráða, að þeir líti á þennan pakka sem eins konar forsendingu ESB: Trójuhestinn, tálbeituna óttalegu.Orkupakkinn er orðinn hluti af EES Með því að tefla EES-samningnum í tvísýnu þá erum við sem þjóð að spila rússneska rúllettu um framtíð okkar. Ógnir við fullveldi felast ekki í orkupakka. Það er heldur billegur hræðsluáróður. Fullveldi þjóða er merkilegra fyrirbæri en svo. EES-samningurinn er mikilvægasti og jafnframt arðbærasti alþjóðasamningur okkar. Hann er einhver mesta réttarbót sem við höfum fengið. Þeir sem unnu að gerð EES-samningsins gerðu sér fulla grein fyrir því, að án samstöðu hinna EFTA-þjóðanna hefðum við aldrei náð svo hagkvæmum samningi. Við erum ekki sterk sem tvíhliða samningsaðili gagnvart samtökum þjóða eða stórþjóðum. Þá mátti þeim sem að þessum flókna en jafnframt ítarlega samningi komu, og kynntu sér innihald hans, ljóst vera að hann gæti falið í sér valdaframsal. Þetta vildu margir okkar hins vegar ekki vita, vegna mikilvægis samningsins fyrir framtíð þjóðarinnar. Þrátt fyrir hugsanlegt valdaframsal þá styrkir samningurinn fullveldi þjóðarinnar, því hann ásamt aðildinni að NATO, neglir öryggi þjóðarinnar fast við nágranna okkar beggja vegna Atlantshafs. EES er brothættur samningur. Það þarf ekki miklar breytingar að gera þar á til að hann ónýtist. Hann er jú fullgilt vegabréf að innri markaði ESB, með tilgreindum undantekningum. Við höfum þó engin áhrif á ákvarðanir ESB, sem snert geta innihald samningsins, því hann er lifandi og í stöðugri þróun. Það er vissulega nokkuð niðurlægjandi fyrir fullvalda ríki. Þriðji orkupakkinn er Norðmönnum hins vegar afar mikilvægur. Þeir hljóta að hugsa sinn gang ef við neitum að fella hann inn í íslensk lög. Viðbrögð þeirra geta orðið okkur skeinuhætt. Norðmenn greiða t.d. háar upphæðir fyrir okkur inn í Þróunarsjóð ESB, reglubundin greiðsla sem er eins konar auðlindagjald fyrir hindrunarlausan aðgang að innri markaði ESB. Framtíð EES gæti líka verið í hendi þeirra. Að vera – með, þar liggur auðna okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Þriðji orkupakkinn er enn óafgreiddur. Hann hefur framkallað tilfinningahlaðna umræðu. Margir sjá þar úldinn fisk undir steini. Það skilur eftir sig tortryggni og ráðvilltan efa. Mikilvægt er því að átta sig á staðreyndum og greina þær frá tilgátum. Við verðum að gera þá kröfu gagnvart okkur sjálfum að treysta frekar staðreyndum en fullyrðingum eða illa rökstuddum getgátum. Það skuldum við Upplýsingunni sem færði okkur Vesturlandabúum mannréttindi, lýðræði og velferð. Orkupakkinn er afleiðing EES-samningsins og orðinn hluti hans skv. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar; sem sagt með okkar samþykki. Í EES-samningnum er enga undanþágu að finna við því, að orka sé markaðsvara, sem fella má undir regluverk innri markaðsins, hvort heldur hún sé hrein (vatn, vindur, sól) eða unnin úr jarðefnum (kol, olía, gas).Þriðji orkupakkinn Tilgangurinn með þriðja orkupakkanum er að styrkja samkeppni með raforku og gas innan EES og gera markaðinn gagnsærri. Eitt ákvæði lýtur að því að stofna Orkustofnun Evrópu. Í tilskipuninni er ekki að finna neina vísbendingu þess efnis að ACER hafi nokkurt boðvald yfir íslenskum orkumarkaði. Hlutverk hennar er að fella úrskurð í þeim tilfellum sem orkustofnanir innan EES hafa ekki náð samkomulagi um einstök mál. Einnig kveður pakkinn á um að aðskilja skuli enn frekar milli flutningsaðila (Landsnet hf.) og orkuframleiðanda (Landsvirkjunar). Við fengum undanþágu frá þessu. Þá gæti þurft að gera Orkustofnun sjálfstæðari en hún er. Hvað gerist með orkuverð hérlendis ef svo ólíklega vill til að íslenskur orkumarkaður tengist innri orkumarkaði ESB, þá mun þurfa að semja um það þegar þar að kemur. Orkupakkinn breytir í engu fullum yfirráðum okkar yfir orkuauðlindinni, um leið og við einir ráðum því á hverjum tíma, hvort orkustrengur verður yfirleitt lagður. Við höfum öll ráð í hendi okkar.Þjóðarógn? Það er því óskiljanlegt hvernig hægt er að gera þjóðarógn úr orkupakkanum. Komið hefur fram sú fullyrðing að allt sé í lagi að hafna honum. Ekkert muni gerast. Það er nú svo. Þá myndu tveir fyrri orkupakkar að öllum líkindum falla úr gildi, því þeir mynda eina heild. Það myndi valda okkur miklu andstreymi innan ESB og EES, kannski endalokum þess samnings. Synjun er guðsgjöf þeim sem leggja vilja flest í sölurnar til að gera bæði EES og ESB sem tortryggilegast, jafnvel slíta á tengslin. Styrmir Gunnarsson sagði á fundi að orkupakkinn ógnaði einingu Sjálfstæðisflokksins. Því yrði að koma í veg fyrir hann. Ritstjórinn fyrrverandi er sjálfum sér samkvæmur. Fyrst koma hagsmunir Flokksins, hagsmunir þjóðarinnar sitja aftar á merinni. Þannig hugarfar styðst ekki við staðreyndir undirritaðra skjala, heldur pólitískan hugarburð. Áróður. Af samtölum við andófsmenn má helst ráða, að þeir líti á þennan pakka sem eins konar forsendingu ESB: Trójuhestinn, tálbeituna óttalegu.Orkupakkinn er orðinn hluti af EES Með því að tefla EES-samningnum í tvísýnu þá erum við sem þjóð að spila rússneska rúllettu um framtíð okkar. Ógnir við fullveldi felast ekki í orkupakka. Það er heldur billegur hræðsluáróður. Fullveldi þjóða er merkilegra fyrirbæri en svo. EES-samningurinn er mikilvægasti og jafnframt arðbærasti alþjóðasamningur okkar. Hann er einhver mesta réttarbót sem við höfum fengið. Þeir sem unnu að gerð EES-samningsins gerðu sér fulla grein fyrir því, að án samstöðu hinna EFTA-þjóðanna hefðum við aldrei náð svo hagkvæmum samningi. Við erum ekki sterk sem tvíhliða samningsaðili gagnvart samtökum þjóða eða stórþjóðum. Þá mátti þeim sem að þessum flókna en jafnframt ítarlega samningi komu, og kynntu sér innihald hans, ljóst vera að hann gæti falið í sér valdaframsal. Þetta vildu margir okkar hins vegar ekki vita, vegna mikilvægis samningsins fyrir framtíð þjóðarinnar. Þrátt fyrir hugsanlegt valdaframsal þá styrkir samningurinn fullveldi þjóðarinnar, því hann ásamt aðildinni að NATO, neglir öryggi þjóðarinnar fast við nágranna okkar beggja vegna Atlantshafs. EES er brothættur samningur. Það þarf ekki miklar breytingar að gera þar á til að hann ónýtist. Hann er jú fullgilt vegabréf að innri markaði ESB, með tilgreindum undantekningum. Við höfum þó engin áhrif á ákvarðanir ESB, sem snert geta innihald samningsins, því hann er lifandi og í stöðugri þróun. Það er vissulega nokkuð niðurlægjandi fyrir fullvalda ríki. Þriðji orkupakkinn er Norðmönnum hins vegar afar mikilvægur. Þeir hljóta að hugsa sinn gang ef við neitum að fella hann inn í íslensk lög. Viðbrögð þeirra geta orðið okkur skeinuhætt. Norðmenn greiða t.d. háar upphæðir fyrir okkur inn í Þróunarsjóð ESB, reglubundin greiðsla sem er eins konar auðlindagjald fyrir hindrunarlausan aðgang að innri markaði ESB. Framtíð EES gæti líka verið í hendi þeirra. Að vera – með, þar liggur auðna okkar.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun