Eftirsóttasta sveitarfélagið? Kjartan Már Kjartansson skrifar 10. janúar 2019 08:00 Í Fréttablaðinu 7. janúar er frétt um fjölgun íbúa í Reykjanesbæ auk umfjöllunar í dálknum „Frá degi til dags“. Bæjarbúum hefur fjölgað um 8% ári og eru íbúar nú 19 þúsund og um 26 þúsund á Suðurnesjunum öllum. Ástæðan er fyrst og fremst mikil eftirspurn eftir vinnuafli vegna aukinnar flugumferðar og uppbyggingar á Keflavíkurflugvelli. Einnig hagstætt íbúðaverð í samanburði við höfuðborgarsvæðið og grunn- og leikskólar sem eru með þeim bestu á landinu. Fjölmörg dæmi eru um fólk sem hefur flutt til Reykjanesbæjar en haldið áfram að sækja vinnu til höfuðborgarinnar. Falleg náttúra, fjölbreytt mannlíf og kröftugt íþrótta- og tómstundastarf eiga líka sinn þátt í því að æ fleiri kjósa að búa í Reykjanesbæ. Árið 2017 var Reykjanesskaginn útnefndur einn af 100 sjálfbærustu stöðum í heiminum af samtökunum „Green Destinations“. Jarðvangurinn „Reykjanes Geopark“ er vottaður af UNESCO, sem einn af merkilegustu jarðvöngum veraldar, þar sem skil Ameríku- og Evrópuflekanna koma á land austan Sandvíkur. Einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna er einmitt „Brú milli heimsálfa“. Þar við bætist svo fallegt hraunið, bergmyndun og jarðhitinn, svo ekki sé minnst á vinsælasta ferðamannastað landsins; Bláa lónið. Það eru því margar ástæður fyrir því að fólk velur sér framtíðarbúsetu á Reykjanesi. Ekki bara næg atvinna heldur einnig fallegt umhverfi og góð þjónusta. Vegna reynslu Suðurnesjamanna af samneyti við fólk af erlendu bergi brotið, m.a. vegna áratugareynslu af þjónustu við erlenda flugfarþega og samskipti við varnarliðsmenn og fjölskyldur þeirra í áratugi, hefur útlendingum og heimamönnum gengið vel að vinna saman. Það kemur sér vel því nú er fjórðungur íbúa af erlendu bergi brotinn, fyrst og fremst hörkuduglegt fólk frá Póllandi, sem hingað er komið til að vinna. Fyrir vikið er spennandi fjölmenningarlegt yfirbragð yfir Suðurnesjum og yfir 30 tungumál töluð í leik- og grunnskólum Reykjanesbæjar. Ef Gunnar Birgisson væri héðan er ég viss um að hann segði; „Það er gott að búa í Reykjanesbæ.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 7. janúar er frétt um fjölgun íbúa í Reykjanesbæ auk umfjöllunar í dálknum „Frá degi til dags“. Bæjarbúum hefur fjölgað um 8% ári og eru íbúar nú 19 þúsund og um 26 þúsund á Suðurnesjunum öllum. Ástæðan er fyrst og fremst mikil eftirspurn eftir vinnuafli vegna aukinnar flugumferðar og uppbyggingar á Keflavíkurflugvelli. Einnig hagstætt íbúðaverð í samanburði við höfuðborgarsvæðið og grunn- og leikskólar sem eru með þeim bestu á landinu. Fjölmörg dæmi eru um fólk sem hefur flutt til Reykjanesbæjar en haldið áfram að sækja vinnu til höfuðborgarinnar. Falleg náttúra, fjölbreytt mannlíf og kröftugt íþrótta- og tómstundastarf eiga líka sinn þátt í því að æ fleiri kjósa að búa í Reykjanesbæ. Árið 2017 var Reykjanesskaginn útnefndur einn af 100 sjálfbærustu stöðum í heiminum af samtökunum „Green Destinations“. Jarðvangurinn „Reykjanes Geopark“ er vottaður af UNESCO, sem einn af merkilegustu jarðvöngum veraldar, þar sem skil Ameríku- og Evrópuflekanna koma á land austan Sandvíkur. Einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna er einmitt „Brú milli heimsálfa“. Þar við bætist svo fallegt hraunið, bergmyndun og jarðhitinn, svo ekki sé minnst á vinsælasta ferðamannastað landsins; Bláa lónið. Það eru því margar ástæður fyrir því að fólk velur sér framtíðarbúsetu á Reykjanesi. Ekki bara næg atvinna heldur einnig fallegt umhverfi og góð þjónusta. Vegna reynslu Suðurnesjamanna af samneyti við fólk af erlendu bergi brotið, m.a. vegna áratugareynslu af þjónustu við erlenda flugfarþega og samskipti við varnarliðsmenn og fjölskyldur þeirra í áratugi, hefur útlendingum og heimamönnum gengið vel að vinna saman. Það kemur sér vel því nú er fjórðungur íbúa af erlendu bergi brotinn, fyrst og fremst hörkuduglegt fólk frá Póllandi, sem hingað er komið til að vinna. Fyrir vikið er spennandi fjölmenningarlegt yfirbragð yfir Suðurnesjum og yfir 30 tungumál töluð í leik- og grunnskólum Reykjanesbæjar. Ef Gunnar Birgisson væri héðan er ég viss um að hann segði; „Það er gott að búa í Reykjanesbæ.“
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar