Læknavísindin gerðu ekki ráð fyrir ólíkum sjúkdómseinkennum karla og kvenna Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 29. janúar 2019 20:00 Konur tala oftar út frá tilfinningum en karlar þegar þær leita til lækna og því eru einkenni þeirra frekar túlkuð sem andleg vanlíðan en líkamleg. Tímapressa og vinnuálag lækna gefur of lítið svigrúm til djúpra samtala segir Bryndís Benediktsdóttir, heimilislæknir og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Góð samskipti milli lækna og sjúklinga skipta gríðarlega miklu máli þegar kemur að því að greina vanda. Það var þó ekki fyrr en í byrjun þessarar aldar sem kennsla hófst í samskiptafræði við læknadeild HÍ og er það fyrst núna í ár tæpum tuttugu árum seinna sem samskipti verða kennd sem rauður þráður í gegnum öll árin í læknanáminu. Bryndís sem er heimilislæknir til þrjátíu og tveggja ára segir mun fleiri leita til lækna nú en áður og konum hafi fjölgað til muna. „Konur hafa annan frásagnarmáta, það hefur sýnt sig þegar þær segja frá þá draga þær mikið meira tilfinningar inn í frásögnina. Oft eru einkenni þeirra túlkuð meira sem andleg vanlíðan heldur en líkamleg," segir hún.Einkenni kvenna ekki rannsökuð Bryndís segir kerfið stundum vinna á móti sér og ekki gefa læknum svigrúmið sem þarf til hlustunar. „Læknar eru upp til hópa undir miklu vinnuálagi og tímapressu. Það er þannig allavega hjá heilsugæslunni að okkur er borgað talsvert per ydelse, sem þýðir að eftir því sem þú sérð fleiri sjúklinga því betra kaup hefur þú. Það vinnur ekki með þessu. En það er nú þannig að ef þú temur þér góða samskiptafærni og tekur virkilega á þessum málum þá sparar þú í lengdina. Vegna þess að fólk leitar aftur og aftur af því það fær ekki lausn sinna mála,“ segir hún. Hún bendir á að læknisfræðin gerði lengi vel ekki ráð fyrir að sjúkdómar lýsi sér öðruvísi í konum en körlum. “þær stóru rannsóknir sem gerðar voru á alvarlegum langvinnum sjúkdómum voru gerðar eingöngu á körlum. Konur voru ekki teknar inn í rannsóknirnar. Þannig að þegar skrifað var um sjúkdómana í kennslubækur og greinar þá voru einkennum og meðferð alltaf lýst út frá körlum,” segir hún. Heilbrigðismál Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Konur tala oftar út frá tilfinningum en karlar þegar þær leita til lækna og því eru einkenni þeirra frekar túlkuð sem andleg vanlíðan en líkamleg. Tímapressa og vinnuálag lækna gefur of lítið svigrúm til djúpra samtala segir Bryndís Benediktsdóttir, heimilislæknir og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Góð samskipti milli lækna og sjúklinga skipta gríðarlega miklu máli þegar kemur að því að greina vanda. Það var þó ekki fyrr en í byrjun þessarar aldar sem kennsla hófst í samskiptafræði við læknadeild HÍ og er það fyrst núna í ár tæpum tuttugu árum seinna sem samskipti verða kennd sem rauður þráður í gegnum öll árin í læknanáminu. Bryndís sem er heimilislæknir til þrjátíu og tveggja ára segir mun fleiri leita til lækna nú en áður og konum hafi fjölgað til muna. „Konur hafa annan frásagnarmáta, það hefur sýnt sig þegar þær segja frá þá draga þær mikið meira tilfinningar inn í frásögnina. Oft eru einkenni þeirra túlkuð meira sem andleg vanlíðan heldur en líkamleg," segir hún.Einkenni kvenna ekki rannsökuð Bryndís segir kerfið stundum vinna á móti sér og ekki gefa læknum svigrúmið sem þarf til hlustunar. „Læknar eru upp til hópa undir miklu vinnuálagi og tímapressu. Það er þannig allavega hjá heilsugæslunni að okkur er borgað talsvert per ydelse, sem þýðir að eftir því sem þú sérð fleiri sjúklinga því betra kaup hefur þú. Það vinnur ekki með þessu. En það er nú þannig að ef þú temur þér góða samskiptafærni og tekur virkilega á þessum málum þá sparar þú í lengdina. Vegna þess að fólk leitar aftur og aftur af því það fær ekki lausn sinna mála,“ segir hún. Hún bendir á að læknisfræðin gerði lengi vel ekki ráð fyrir að sjúkdómar lýsi sér öðruvísi í konum en körlum. “þær stóru rannsóknir sem gerðar voru á alvarlegum langvinnum sjúkdómum voru gerðar eingöngu á körlum. Konur voru ekki teknar inn í rannsóknirnar. Þannig að þegar skrifað var um sjúkdómana í kennslubækur og greinar þá voru einkennum og meðferð alltaf lýst út frá körlum,” segir hún.
Heilbrigðismál Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira