Ásdís Hjálms í „spjótkasti“ með kúluna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2019 14:30 Ásdís Hjálmsdóttir. Getty/Ian Walton Ásdís Hjálmsdóttir er fremsti kastari landsins og reglulegur fulltrúi Íslands á stórmótum frá árinu 2016. Ásdís hefur verið í fremstu röð í spjótkasti í heiminum í meira en áratug og hún gefur ekkert eftir í undirbúningi sínum fyrir komandi tímabil. Ásdís Hjálmsdóttir hefur átt Íslandsmetið í spjótkasti í að verða fjórtán ár eða síðan hún bætti það fyrst í maí 2005 þegar hún var aðeins tvítug. Ásdís hefur einnig verið að ógna Íslandsmetinu í kúluvarpi og var aðeins 25 sentímetrum frá því að jafna það sumarið 2016. Ásdís bætti aftur á móti innanhússmetið í kúlunni fyrir tveimur árum. Það er því athyglisvert að sjá að hvernig hún blandar þessum tveimur greinum saman á æfingum sínum. Ásdís leyfir aðdáendum sínum að fylgjast með undirbúningi sínum fyrir tímabilið og þá oft sérstökum æfingum. Þar á meðal er nýjasta myndbandið sem er af frekar óvenjulegri æfingu. Ásdís sést þar nefnilega í „spjótkasti“ með kúluna eins og sjá má hér fyrir neðan. Ásdís Hjálmsdóttir er að koma til baka eftir bakmeiðsli en hún æfði og keppti á síðasta ári með brot í bakinu. Það fannst loksins hvað var að eftir tímabilið og hefur okkar kona verið að vinna sig til baka síðan þá. Ásdís rétt missti af úrslitunum á EM í Berlín síðasta sumar þrátt fyrir meiðslin en tólf efstu komust í úrslit og hún endaði þrettánda. Ef marka má þessa æfingu hér fyrir ofan þá gengur endurkoman vel og því verður fróðlegt að sjá hversu langt spjótið fer hjá Ásdís á árinu 2019. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Ásdís og Guðni valin best Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari úr Ármanni, og Guðni Valur Guðnason, kringlukastari úr ÍR, voru valin frjálsíþróttafólk ársins á uppskeruhátíð FRÍ um helgina. 26. nóvember 2018 08:15 Mikill léttir að fá loksins svör þótt að það sé brot í bakinu Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir fékk að vita það á dögunum að hún væri með álagsbrot í neðsta hryggjarliðnum og hafi verið með það á Evrópumótinu í sumar. 9. október 2018 07:00 Ásdís Hjálms hamrar dekk út í kuldanum | Myndband Ásdís Hjálmsdóttir var um helgina valin besta frjálsíþróttakona ársins á Uppskeruhátíð Frjálsíþróttasambands Íslands. 26. nóvember 2018 23:00 Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sjá meira
Ásdís Hjálmsdóttir er fremsti kastari landsins og reglulegur fulltrúi Íslands á stórmótum frá árinu 2016. Ásdís hefur verið í fremstu röð í spjótkasti í heiminum í meira en áratug og hún gefur ekkert eftir í undirbúningi sínum fyrir komandi tímabil. Ásdís Hjálmsdóttir hefur átt Íslandsmetið í spjótkasti í að verða fjórtán ár eða síðan hún bætti það fyrst í maí 2005 þegar hún var aðeins tvítug. Ásdís hefur einnig verið að ógna Íslandsmetinu í kúluvarpi og var aðeins 25 sentímetrum frá því að jafna það sumarið 2016. Ásdís bætti aftur á móti innanhússmetið í kúlunni fyrir tveimur árum. Það er því athyglisvert að sjá að hvernig hún blandar þessum tveimur greinum saman á æfingum sínum. Ásdís leyfir aðdáendum sínum að fylgjast með undirbúningi sínum fyrir tímabilið og þá oft sérstökum æfingum. Þar á meðal er nýjasta myndbandið sem er af frekar óvenjulegri æfingu. Ásdís sést þar nefnilega í „spjótkasti“ með kúluna eins og sjá má hér fyrir neðan. Ásdís Hjálmsdóttir er að koma til baka eftir bakmeiðsli en hún æfði og keppti á síðasta ári með brot í bakinu. Það fannst loksins hvað var að eftir tímabilið og hefur okkar kona verið að vinna sig til baka síðan þá. Ásdís rétt missti af úrslitunum á EM í Berlín síðasta sumar þrátt fyrir meiðslin en tólf efstu komust í úrslit og hún endaði þrettánda. Ef marka má þessa æfingu hér fyrir ofan þá gengur endurkoman vel og því verður fróðlegt að sjá hversu langt spjótið fer hjá Ásdís á árinu 2019.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Ásdís og Guðni valin best Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari úr Ármanni, og Guðni Valur Guðnason, kringlukastari úr ÍR, voru valin frjálsíþróttafólk ársins á uppskeruhátíð FRÍ um helgina. 26. nóvember 2018 08:15 Mikill léttir að fá loksins svör þótt að það sé brot í bakinu Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir fékk að vita það á dögunum að hún væri með álagsbrot í neðsta hryggjarliðnum og hafi verið með það á Evrópumótinu í sumar. 9. október 2018 07:00 Ásdís Hjálms hamrar dekk út í kuldanum | Myndband Ásdís Hjálmsdóttir var um helgina valin besta frjálsíþróttakona ársins á Uppskeruhátíð Frjálsíþróttasambands Íslands. 26. nóvember 2018 23:00 Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sjá meira
Ásdís og Guðni valin best Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari úr Ármanni, og Guðni Valur Guðnason, kringlukastari úr ÍR, voru valin frjálsíþróttafólk ársins á uppskeruhátíð FRÍ um helgina. 26. nóvember 2018 08:15
Mikill léttir að fá loksins svör þótt að það sé brot í bakinu Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir fékk að vita það á dögunum að hún væri með álagsbrot í neðsta hryggjarliðnum og hafi verið með það á Evrópumótinu í sumar. 9. október 2018 07:00
Ásdís Hjálms hamrar dekk út í kuldanum | Myndband Ásdís Hjálmsdóttir var um helgina valin besta frjálsíþróttakona ársins á Uppskeruhátíð Frjálsíþróttasambands Íslands. 26. nóvember 2018 23:00