Sekt Google í Frakklandi verður mikilvægt prófmál á sviði persónuverndar Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. janúar 2019 16:30 Sundar Pichai forstjóri Google. Vísir/Getty Google hyggst láta reyna á lögmæti 50 milljóna evra sektar, sem Persónuvernd Frakklands lagði á fyrirtækið, fyrir dómstólum. Málið er talið mikilvægt prófmál um nýja persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins (GDPR). Persónuvernd Frakklands (CNIL) kvað upp úrskurð um sektina á mánudag í síðustu viku en málið er annars vegar sprottið úr kvörtun austurríska lögfræðingsins Mas Schrems sem hefur látið til sín taka í baráttu fyrir aukinni persónuvernd og hins vegar samtakannna Quadrature du Net. Kvartanirnar vöruðuðu bæði Google og Facebook en Persónuvernd Frakklands ákvað að fjalla eingöngu um Google í úrskurði sínum. Sektin, 50 milljónir evra, er hæsta sekt sem lögð hefur verið á fyrirtæki fyrir persónuverndarbrot í Evrópu í sögunni og hæsta sekt sem lögð hefur verið á á grundvelli GDPR. Google hefur nú ákveðið að láta reyna á lögmæti sektarinnar fyrir frönskum dómstólum. Í úrskurði Persónuverndar Frakklands er sú aðferð sem Google notar til að afla samþykkis notenda gagnrýnd og því slegið föstu að fyrirtækið hafi ekki gengið nógu langt til að láta fólk vita af þeim upplýsingum sem það safnar um notendur. Þannig kemst Persónuvernd Frakklands að þeirri niðurstöðu að Google hafi ekki gefið fólki nægilega skýra kosti til að hafna einstaklingsmiðuðum auglýsingum. Þannig sé fólk að miklu leyti ómeðvitað um hvaða upplýsingar það er að gefa Google leyfi til að nota. Google hefur hins vegar andmælt þessu. Fyrirtækið hefur haldið því fram að sú aðferð sem það notar við að afla samþykkis fyrir einstaklingsmiðuðum auglýsingum sé eins gagnsæ og blátt áfram og hugsast getur. Aðferðin byggi á leiðbeiningum um rétta fylgni við reglurnar og prófunum notenda. Google hefur einnig varað því að með því að gera ferlið þyngra í vöfum gæti haft mjög neikvæðar afleiðingar fyrir einstaklingsmiðaðar auglýsingar á netinu. Í yfirlýsingu sagðist Google jafnframt hafa áhyggjur af áhrifum úrskurðarins á útgefendur og tæknifyrirtæki í Evrópu og víðar. Þá hefur verið sett spurningamerki við lögsögu Persónuverndar Frakklands í málinu en evrópskar höfuðstöðvar Google eru á Írlandi. Max Schrem lét hafa eftir sér þegar úrskurðurinn var kveðinn upp í síðustu viku að þetta hefði verið i fyrsta sinn sem stofnun aðildarríkis á sviði persónuverndar hefði refsað með íþyngjandi hætti fyrir brot á GDPR. Hann sagði að reynslan hefði sýnt að stórfyrirtæki eins og Google hefðu í raun túlkað GDPR með sínum hætti og aðeins lítillega lagað vörur sínar (eins og vafra og annað) að löggjöfinni. Google mun láta reyna á lögmæti sektarinnar fyrir frönskum dómstólum eins og áður segir. Eftir atvikum gæti þurft að leita eftir forúrskurði frá Evrópudómstólnum í málinu en dómstóllinn hefur vald til þess að útkljá viss álitaefni varðandi túlkun og gildi ESB-reglna sem upp kunna að koma við meðferð dómstóla aðildarríkja Evrópusambandsins. Dómur í málinu verður án nokkurs vafa mikilvægt prófmál um túlkun á GDPR og hvaða kröfur löggjöfin gerir til tæknifyrirtækja sem safna persónuupplýsingum um notendur. Frakkland Google Persónuvernd Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Sjá meira
Google hyggst láta reyna á lögmæti 50 milljóna evra sektar, sem Persónuvernd Frakklands lagði á fyrirtækið, fyrir dómstólum. Málið er talið mikilvægt prófmál um nýja persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins (GDPR). Persónuvernd Frakklands (CNIL) kvað upp úrskurð um sektina á mánudag í síðustu viku en málið er annars vegar sprottið úr kvörtun austurríska lögfræðingsins Mas Schrems sem hefur látið til sín taka í baráttu fyrir aukinni persónuvernd og hins vegar samtakannna Quadrature du Net. Kvartanirnar vöruðuðu bæði Google og Facebook en Persónuvernd Frakklands ákvað að fjalla eingöngu um Google í úrskurði sínum. Sektin, 50 milljónir evra, er hæsta sekt sem lögð hefur verið á fyrirtæki fyrir persónuverndarbrot í Evrópu í sögunni og hæsta sekt sem lögð hefur verið á á grundvelli GDPR. Google hefur nú ákveðið að láta reyna á lögmæti sektarinnar fyrir frönskum dómstólum. Í úrskurði Persónuverndar Frakklands er sú aðferð sem Google notar til að afla samþykkis notenda gagnrýnd og því slegið föstu að fyrirtækið hafi ekki gengið nógu langt til að láta fólk vita af þeim upplýsingum sem það safnar um notendur. Þannig kemst Persónuvernd Frakklands að þeirri niðurstöðu að Google hafi ekki gefið fólki nægilega skýra kosti til að hafna einstaklingsmiðuðum auglýsingum. Þannig sé fólk að miklu leyti ómeðvitað um hvaða upplýsingar það er að gefa Google leyfi til að nota. Google hefur hins vegar andmælt þessu. Fyrirtækið hefur haldið því fram að sú aðferð sem það notar við að afla samþykkis fyrir einstaklingsmiðuðum auglýsingum sé eins gagnsæ og blátt áfram og hugsast getur. Aðferðin byggi á leiðbeiningum um rétta fylgni við reglurnar og prófunum notenda. Google hefur einnig varað því að með því að gera ferlið þyngra í vöfum gæti haft mjög neikvæðar afleiðingar fyrir einstaklingsmiðaðar auglýsingar á netinu. Í yfirlýsingu sagðist Google jafnframt hafa áhyggjur af áhrifum úrskurðarins á útgefendur og tæknifyrirtæki í Evrópu og víðar. Þá hefur verið sett spurningamerki við lögsögu Persónuverndar Frakklands í málinu en evrópskar höfuðstöðvar Google eru á Írlandi. Max Schrem lét hafa eftir sér þegar úrskurðurinn var kveðinn upp í síðustu viku að þetta hefði verið i fyrsta sinn sem stofnun aðildarríkis á sviði persónuverndar hefði refsað með íþyngjandi hætti fyrir brot á GDPR. Hann sagði að reynslan hefði sýnt að stórfyrirtæki eins og Google hefðu í raun túlkað GDPR með sínum hætti og aðeins lítillega lagað vörur sínar (eins og vafra og annað) að löggjöfinni. Google mun láta reyna á lögmæti sektarinnar fyrir frönskum dómstólum eins og áður segir. Eftir atvikum gæti þurft að leita eftir forúrskurði frá Evrópudómstólnum í málinu en dómstóllinn hefur vald til þess að útkljá viss álitaefni varðandi túlkun og gildi ESB-reglna sem upp kunna að koma við meðferð dómstóla aðildarríkja Evrópusambandsins. Dómur í málinu verður án nokkurs vafa mikilvægt prófmál um túlkun á GDPR og hvaða kröfur löggjöfin gerir til tæknifyrirtækja sem safna persónuupplýsingum um notendur.
Frakkland Google Persónuvernd Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Sjá meira