Guaidó ferðaðist leynilega um Ameríku til að afla stuðnings Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. janúar 2019 06:00 Juan Guaidó tryggði að hann hefði nægan stuðning sem forseti landsins áður en hann hjólaði í Nicolás Maduro (t.h.) í upphafi mánaðar. vísir/afp Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, fundaði í desember leynilega með fulltrúum ríkisstjórna annarra ríkja í Suður-Ameríku með það að markmiði að afla stuðnings sem forseti landsins. Í rúmlega tvær vikur hefur það verið vafa undirorpið hver sé forseti ríkisins. Undanfarin ár hafa nær eingöngu harmfregnir borist frá Venesúela en þar er skortur á flestu og verðbólga í hæstu hæðum. Aðgerðir sitjandi forseta hafa oft orðið til þess að hella olíu á eldinn. Forsetakosningarnar áttu upphaflega að fara fram í desember í fyrra en var flýtt í skyndi. Svo fór að kosið var í lok maí. Sitjandi forseti, Nicolás Maduro, hlaut afgerandi kosningu eða ríflega tvo þriðju atkvæða. Helsti andstæðingur hans fékk aðeins fimmtung. Kjörsókn var með allra versta móti en opinberar tölur herma að 46 prósent atkvæðabærra manna hafi kosið. Stjórnarandstaða landsins, svo og eftirlitsaðilar sem fylgdust með, hafa rengt þær tölur og telja að aðeins hafi tæpur fjórðungur landsmanna greitt atkvæði. Afleiðingin er sú að mörg ríki hafa neitað að viðurkenna úrslitin. Í þeim hópi eru meðal annars Bandaríkin, önnur ríki Suður-Ameríku og Evrópusambandsríki. Maduro nýtur hins vegar stuðnings Rússlands, Sýrlands, Kína, Kúbu og Tyrklands svo nokkur ríki séu nefnd til sögunnar. Forsetinn Maduro sór embættiseið forseta þann 10. janúar þessa árs en hið sama gerði fyrrnefndur Guaidó. Sá gegnir starfi venesúelska þingsins en það er að vísu valdalaust í augum Maduro sem skipaði sérstakt þing fyrir sínar skoðanir á síðasta ári. Þingið viðurkennir að sjálfsögðu ekki vald Maduro og það var af þeim sökum sem Guaidó sór sinn eið. Í kjölfarið hóf hann myndun starfsstjórnar.Nicolas Maduro sést hér ávarpa stuðningsmenn sína á minningarathöfn.Vísir/afpMeðal ríkja sem viðurkenna tilkall Guaidó til forseta má nefna Bandaríkin, Kanada og nær öll ríki Suður-Ameríku að Bólivíu, sem styður Maduro, og hinu hlutlausa Úrúgvæ undanskildum. Evrópuríki og Japan hafa viðurkennt vald venesúelska þingsins og hafa hótað að viðurkenna Guaidó sem forseta boði Maduro ekki til kosninga innan viku. Innsetning stjórnarandstæðingsins í embætti kom hins vegar ekki til af sjálfu sér. Í síðasta mánuði ferðaðist hann um ríki Ameríku, bæði í norðri og suðri, til að afla sér stuðnings. AP fréttastofan hefur það eftir heimildarmönnum sínum að Guaidó hafi smyglað sér yfir landamærin til Kólumbíu, en þangað yfir hafa tugþúsundir venesúelskra flóttamanna farið undanfarna mánuði, og þaðan meðal annars til Bandaríkjanna og Brasilíu. „Þetta er í fyrsta sinn í fimm ár sem stjórnarandstaðan í Venesúela hefur náð samkomulagi um eitthvað sem skiptir máli,“ segir kanadískur embættismaður við AP í skjóli nafnleyndar þar sem hann hefur ekki heimild til að tjá sig um efnið opinberlega. Í úttektinni er þess getið að hefði þessi stuðningur erlendra ríkja ekki fengist hefði hugmyndin fallið um sjálfa sig. Maduro hefur enn sem komið er ekki látið sér segjast en í viðtali við CNN Türk í Tyrklandi sagði hann að fullyrðingar Guaidó og innsetning hans í embættið væru í hróplegri andstöðu við stjórnarskrá ríkisins. Birtist í Fréttablaðinu Venesúela Tengdar fréttir Útilokar ekki að slíta viðskiptasambandi við Maduro Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að íslensk stjórnvöld hyggist gera allt sem í þeirra valdi stendur til að knýja á um nýjar kosningar í Venesúela. Hann segist ekki útiloka að hætta öllum viðskiptum við ríkisstjórn Nicolas Maduro, forseta Venesúela. 26. janúar 2019 21:30 Maduro gefur lítið fyrir afarkosti Evrópuríkja Forsetinn nýtur stuðnings Rússlands og Tyrklands, auk fleiri smærri ríkja. 27. janúar 2019 14:40 Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Innlent Fleiri fréttir Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Sjá meira
Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, fundaði í desember leynilega með fulltrúum ríkisstjórna annarra ríkja í Suður-Ameríku með það að markmiði að afla stuðnings sem forseti landsins. Í rúmlega tvær vikur hefur það verið vafa undirorpið hver sé forseti ríkisins. Undanfarin ár hafa nær eingöngu harmfregnir borist frá Venesúela en þar er skortur á flestu og verðbólga í hæstu hæðum. Aðgerðir sitjandi forseta hafa oft orðið til þess að hella olíu á eldinn. Forsetakosningarnar áttu upphaflega að fara fram í desember í fyrra en var flýtt í skyndi. Svo fór að kosið var í lok maí. Sitjandi forseti, Nicolás Maduro, hlaut afgerandi kosningu eða ríflega tvo þriðju atkvæða. Helsti andstæðingur hans fékk aðeins fimmtung. Kjörsókn var með allra versta móti en opinberar tölur herma að 46 prósent atkvæðabærra manna hafi kosið. Stjórnarandstaða landsins, svo og eftirlitsaðilar sem fylgdust með, hafa rengt þær tölur og telja að aðeins hafi tæpur fjórðungur landsmanna greitt atkvæði. Afleiðingin er sú að mörg ríki hafa neitað að viðurkenna úrslitin. Í þeim hópi eru meðal annars Bandaríkin, önnur ríki Suður-Ameríku og Evrópusambandsríki. Maduro nýtur hins vegar stuðnings Rússlands, Sýrlands, Kína, Kúbu og Tyrklands svo nokkur ríki séu nefnd til sögunnar. Forsetinn Maduro sór embættiseið forseta þann 10. janúar þessa árs en hið sama gerði fyrrnefndur Guaidó. Sá gegnir starfi venesúelska þingsins en það er að vísu valdalaust í augum Maduro sem skipaði sérstakt þing fyrir sínar skoðanir á síðasta ári. Þingið viðurkennir að sjálfsögðu ekki vald Maduro og það var af þeim sökum sem Guaidó sór sinn eið. Í kjölfarið hóf hann myndun starfsstjórnar.Nicolas Maduro sést hér ávarpa stuðningsmenn sína á minningarathöfn.Vísir/afpMeðal ríkja sem viðurkenna tilkall Guaidó til forseta má nefna Bandaríkin, Kanada og nær öll ríki Suður-Ameríku að Bólivíu, sem styður Maduro, og hinu hlutlausa Úrúgvæ undanskildum. Evrópuríki og Japan hafa viðurkennt vald venesúelska þingsins og hafa hótað að viðurkenna Guaidó sem forseta boði Maduro ekki til kosninga innan viku. Innsetning stjórnarandstæðingsins í embætti kom hins vegar ekki til af sjálfu sér. Í síðasta mánuði ferðaðist hann um ríki Ameríku, bæði í norðri og suðri, til að afla sér stuðnings. AP fréttastofan hefur það eftir heimildarmönnum sínum að Guaidó hafi smyglað sér yfir landamærin til Kólumbíu, en þangað yfir hafa tugþúsundir venesúelskra flóttamanna farið undanfarna mánuði, og þaðan meðal annars til Bandaríkjanna og Brasilíu. „Þetta er í fyrsta sinn í fimm ár sem stjórnarandstaðan í Venesúela hefur náð samkomulagi um eitthvað sem skiptir máli,“ segir kanadískur embættismaður við AP í skjóli nafnleyndar þar sem hann hefur ekki heimild til að tjá sig um efnið opinberlega. Í úttektinni er þess getið að hefði þessi stuðningur erlendra ríkja ekki fengist hefði hugmyndin fallið um sjálfa sig. Maduro hefur enn sem komið er ekki látið sér segjast en í viðtali við CNN Türk í Tyrklandi sagði hann að fullyrðingar Guaidó og innsetning hans í embættið væru í hróplegri andstöðu við stjórnarskrá ríkisins.
Birtist í Fréttablaðinu Venesúela Tengdar fréttir Útilokar ekki að slíta viðskiptasambandi við Maduro Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að íslensk stjórnvöld hyggist gera allt sem í þeirra valdi stendur til að knýja á um nýjar kosningar í Venesúela. Hann segist ekki útiloka að hætta öllum viðskiptum við ríkisstjórn Nicolas Maduro, forseta Venesúela. 26. janúar 2019 21:30 Maduro gefur lítið fyrir afarkosti Evrópuríkja Forsetinn nýtur stuðnings Rússlands og Tyrklands, auk fleiri smærri ríkja. 27. janúar 2019 14:40 Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Innlent Fleiri fréttir Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Sjá meira
Útilokar ekki að slíta viðskiptasambandi við Maduro Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að íslensk stjórnvöld hyggist gera allt sem í þeirra valdi stendur til að knýja á um nýjar kosningar í Venesúela. Hann segist ekki útiloka að hætta öllum viðskiptum við ríkisstjórn Nicolas Maduro, forseta Venesúela. 26. janúar 2019 21:30
Maduro gefur lítið fyrir afarkosti Evrópuríkja Forsetinn nýtur stuðnings Rússlands og Tyrklands, auk fleiri smærri ríkja. 27. janúar 2019 14:40
Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15