Þorrahlaup Þórlinds Árni Björnsson skrifar 28. janúar 2019 07:00 Ég sé mig knúinn til að gera alvarlega athugasemd við pistil Þórlinds Kjartanssonar á 9. síðu Fréttablaðsins 25. janúar 2019. Þar segir hann að ruglið um hlaup bónda kringum bæ sinn á fyrsta degi Þorra sé runnið frá sagnfræðingnum síra Jóni Halldórssyni sem var prestur í Hítardal 1692-1736. Vitnað er í bók mína, Sögu daganna 1993, sem heimild. Reyndin er sú að Jón Halldórsson svaraði fyrirspurnum frá vini sínum Árna Magnússyni í Kaupmannahöfn 30. september 1728. Klausan um að bjóða Þorra, Góu, Einmánuði og Hörpu í garð er í nefndri bók minni birt á bls. 437-438. Þar er hvergi minnst á hlaup kringum bæ. Jón Árnason fær 130 árum síðar spuna um þvílík hlaup frá ónafngreindum heimildamanni og birtir hann í seinna bindi þjóðsagna sinna 1864. Í bók minni er hún á bls. 440. Þessi spaugilega frásögn hefur orðið vinsæl, en það hefur ekki fundist ein einasta haldbær heimild um að þetta hafi gerst í alvörunni þrátt fyrir ítarlegar eftirgrennslanir. Frá þeim greini ég á bls. 444-446. Ef þetta er ekki algjör uppspuni einhvers grínista, er trúlegasta skýringin sú að um sé að ræða aldagömul minningabrot frá þeim tíma þegar ríkismenn höfðu enn raunverulegar baðstofur eða sánur í bæjarhúsum sínum. Algengt er að menn hlaupi út úr þeim öðru hverju til að kæla sig. Og það er ekki ólíklegt að menn hafi á miðöldum einmitt fagnað Þorra í sánu. Það gerir lítið til þótt mín orð séu rangfærð. Ég get enn birt leiðréttingu. Hitt er verra ef mætum fyrri alda fræðimanni eins og Jóni Halldórssyni í Hítardal er eignað eitthvert rugl.Höfundur er doktor í menningarsögu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fyrsta íslenska trollið Eflaust hefðu margir útlendingar rekið upp stór augu í morgun ef þeir voru snemma á vappi. 25. janúar 2019 07:00 Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Ég sé mig knúinn til að gera alvarlega athugasemd við pistil Þórlinds Kjartanssonar á 9. síðu Fréttablaðsins 25. janúar 2019. Þar segir hann að ruglið um hlaup bónda kringum bæ sinn á fyrsta degi Þorra sé runnið frá sagnfræðingnum síra Jóni Halldórssyni sem var prestur í Hítardal 1692-1736. Vitnað er í bók mína, Sögu daganna 1993, sem heimild. Reyndin er sú að Jón Halldórsson svaraði fyrirspurnum frá vini sínum Árna Magnússyni í Kaupmannahöfn 30. september 1728. Klausan um að bjóða Þorra, Góu, Einmánuði og Hörpu í garð er í nefndri bók minni birt á bls. 437-438. Þar er hvergi minnst á hlaup kringum bæ. Jón Árnason fær 130 árum síðar spuna um þvílík hlaup frá ónafngreindum heimildamanni og birtir hann í seinna bindi þjóðsagna sinna 1864. Í bók minni er hún á bls. 440. Þessi spaugilega frásögn hefur orðið vinsæl, en það hefur ekki fundist ein einasta haldbær heimild um að þetta hafi gerst í alvörunni þrátt fyrir ítarlegar eftirgrennslanir. Frá þeim greini ég á bls. 444-446. Ef þetta er ekki algjör uppspuni einhvers grínista, er trúlegasta skýringin sú að um sé að ræða aldagömul minningabrot frá þeim tíma þegar ríkismenn höfðu enn raunverulegar baðstofur eða sánur í bæjarhúsum sínum. Algengt er að menn hlaupi út úr þeim öðru hverju til að kæla sig. Og það er ekki ólíklegt að menn hafi á miðöldum einmitt fagnað Þorra í sánu. Það gerir lítið til þótt mín orð séu rangfærð. Ég get enn birt leiðréttingu. Hitt er verra ef mætum fyrri alda fræðimanni eins og Jóni Halldórssyni í Hítardal er eignað eitthvert rugl.Höfundur er doktor í menningarsögu
Fyrsta íslenska trollið Eflaust hefðu margir útlendingar rekið upp stór augu í morgun ef þeir voru snemma á vappi. 25. janúar 2019 07:00
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar