Maduro gefur lítið fyrir afarkosti Evrópuríkja Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. janúar 2019 14:40 Nicolás Maduro. Í bakgrunn má sjá málverk af frelsishetjunni Simóni Bolívar Carlos Becerra/Getty Nicolás Maduro, forseti Venesúela, hafnar alfarið afarkostum sem nokkur stærstu ríki Evrópu, hafa sett honum þar sem þess var krafist að hann héldi kosningar í landinu innan næstu átta daga, ellegar myndu ríkin viðurkenna leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Juan Guiadó, sem forseta landsins. Bretland, Frakkland, Spánn og Þýskaland sendu Maduro tóninn í gær þar sem ríkin hótuðu því að viðurkenna ekki stjórn hans í landinu ef ekki yrði af kosningunum. Bandaríkin hafa þegar lýst því yfir að þau styðji Guaidó sem forseta Venesúela. Í viðtali við CNN Türk í Tyrklandi sagðist Maduro hafna þessum afarkostum sem sér væru settir og hélt því fram að tilkall Guaidó bryti í bága við stjórnarskrá Venesúela. Þá sagði hann ólíklegt, en ekki ómögulegt, að hægt væri að koma á samtali og jafnvel fundi milli hans og Donalds Trump Bandaríkjaforseta.Juan Guaidó hefur get tilkall til forsetastóls Venesúela.Carlos Becerra/GettyMeðal þeirra ríkja sem standa við bakið á Maduro og tilkalli hans til áframhaldandi setu á valdastól eru Rússland, Kúba og Tyrkland. Mikil ólga ríkir nú í Venesúela en mótmæli og matarskortur hafa nánast verið daglegt brauð í lífi borgara íbúa landsins undir stjórn Maduro. Afar óstöðugt efnahagsástand er í landinu en gert er ráð fyrir að verðbólga í landinu muni hækka upp í tíu milljón prósent á þessu ári. Þá hafa meira en þrjár milljónir hafa flúið ástandið til nágrannalanda Venesúela frá því Hugo Chávez, forveri Maduro í starfi og flokksbróðir, tók við völdum í landinu eftir byltingu kennda við rómansk-amerísku frelsishetjuna Simón Bolívar. Venesúela Tengdar fréttir Kallar eftir afstöðu allra ríkja til Venesúela Utanríkisráðherra Bandaríkjanna var ómyrkur í máli á fundi öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna. 26. janúar 2019 16:16 Útilokar ekki að slíta viðskiptasambandi við Maduro Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að íslensk stjórnvöld hyggist gera allt sem í þeirra valdi stendur til að knýja á um nýjar kosningar í Venesúela. Hann segist ekki útiloka að hætta öllum viðskiptum við ríkisstjórn Nicolas Maduro, forseta Venesúela. 26. janúar 2019 21:30 Evrópurisar setja forseta Venesúela afarkosti Enn þrengir að Nicolás Maduro og stjórn hans í landinu. 26. janúar 2019 14:13 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Nicolás Maduro, forseti Venesúela, hafnar alfarið afarkostum sem nokkur stærstu ríki Evrópu, hafa sett honum þar sem þess var krafist að hann héldi kosningar í landinu innan næstu átta daga, ellegar myndu ríkin viðurkenna leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Juan Guiadó, sem forseta landsins. Bretland, Frakkland, Spánn og Þýskaland sendu Maduro tóninn í gær þar sem ríkin hótuðu því að viðurkenna ekki stjórn hans í landinu ef ekki yrði af kosningunum. Bandaríkin hafa þegar lýst því yfir að þau styðji Guaidó sem forseta Venesúela. Í viðtali við CNN Türk í Tyrklandi sagðist Maduro hafna þessum afarkostum sem sér væru settir og hélt því fram að tilkall Guaidó bryti í bága við stjórnarskrá Venesúela. Þá sagði hann ólíklegt, en ekki ómögulegt, að hægt væri að koma á samtali og jafnvel fundi milli hans og Donalds Trump Bandaríkjaforseta.Juan Guaidó hefur get tilkall til forsetastóls Venesúela.Carlos Becerra/GettyMeðal þeirra ríkja sem standa við bakið á Maduro og tilkalli hans til áframhaldandi setu á valdastól eru Rússland, Kúba og Tyrkland. Mikil ólga ríkir nú í Venesúela en mótmæli og matarskortur hafa nánast verið daglegt brauð í lífi borgara íbúa landsins undir stjórn Maduro. Afar óstöðugt efnahagsástand er í landinu en gert er ráð fyrir að verðbólga í landinu muni hækka upp í tíu milljón prósent á þessu ári. Þá hafa meira en þrjár milljónir hafa flúið ástandið til nágrannalanda Venesúela frá því Hugo Chávez, forveri Maduro í starfi og flokksbróðir, tók við völdum í landinu eftir byltingu kennda við rómansk-amerísku frelsishetjuna Simón Bolívar.
Venesúela Tengdar fréttir Kallar eftir afstöðu allra ríkja til Venesúela Utanríkisráðherra Bandaríkjanna var ómyrkur í máli á fundi öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna. 26. janúar 2019 16:16 Útilokar ekki að slíta viðskiptasambandi við Maduro Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að íslensk stjórnvöld hyggist gera allt sem í þeirra valdi stendur til að knýja á um nýjar kosningar í Venesúela. Hann segist ekki útiloka að hætta öllum viðskiptum við ríkisstjórn Nicolas Maduro, forseta Venesúela. 26. janúar 2019 21:30 Evrópurisar setja forseta Venesúela afarkosti Enn þrengir að Nicolás Maduro og stjórn hans í landinu. 26. janúar 2019 14:13 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Kallar eftir afstöðu allra ríkja til Venesúela Utanríkisráðherra Bandaríkjanna var ómyrkur í máli á fundi öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna. 26. janúar 2019 16:16
Útilokar ekki að slíta viðskiptasambandi við Maduro Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að íslensk stjórnvöld hyggist gera allt sem í þeirra valdi stendur til að knýja á um nýjar kosningar í Venesúela. Hann segist ekki útiloka að hætta öllum viðskiptum við ríkisstjórn Nicolas Maduro, forseta Venesúela. 26. janúar 2019 21:30
Evrópurisar setja forseta Venesúela afarkosti Enn þrengir að Nicolás Maduro og stjórn hans í landinu. 26. janúar 2019 14:13