Sakar fjölmiðla um hræsni og kemur Bergþóri til varnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2019 14:45 Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, er snúinn aftur á Alþingi eftir nokkurra vikna sjálfskipað launalaust leyfi eftir Klausturmálið. Vísir/Vilhelm Gísli Sigurðsson, skrifstofustjóri hjá Þingeyjarsveit, veltir fyrir sér af hverju fjölmiðlamenn sem hafa átt í vandræðum með áfengisneyslu halda vinnunni á meðan Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, eigi ekki að fá annað tækifæri. Þetta segir Gísli í pistli á Viljanum sem vakið hefur mikla athygli. Virðist Gísli þeirrar skoðunar að vald fjölmiðlamanna sé jafnvel meira en stjórnmálamanna, því þeir hafi stundum „vald yfir örlögum stjórnmálamanna.“ Nefnir hann Sigmar Guðmundsson, sjónvarps- og útvarpsmann á RÚV, í þessu samhengi en Sigmar hefur greint frá glímu sinni við bakkus. „Af hverju eigum við Sigmar að halda vinnunni en Bergþór að láta sig hverfa?“ spyr Gísli. Helgi Seljan, kollegi Sigmars til margra ára, er hneykslaður á skrifum Gísla og segir aðstæður þeirra Bergþórs og Sigmars eins ósambærilegar og hugsast getur. Fyrir utan að þeir eigi það sameiginlegt að hafa báðir drukkið vín á einhverjum tímapunkti í lífinu. Gísli segist vissulega deila pólitískum skoðunum með Bergþóri. Þingmaðurinn hafi beðist margsinnis afsökunar en fjölmiðlamenn keppist við að gera lítið úr afsökunarbeiðnum Bergþórs.Gísli Sigurðsson, skrifstofustjóri Þingeyjarsveitar, segir fjölmiðla gera lítið úr afsökunarbeiðnum Bergþórs Ólasonar.Gísli, Sigmar og Bergþór Gísli birti pistil sinn í dag en Bergþór sneri aftur á Alþingi í gær ásamt Gunnari Braga Sveinssyni. Fóru þeir í sjálfskipað ótímabundið launalaust leyfi frá þingstörfum í desember eftir að upptökur af þriggja tíma samtali þeirra á Klaustur bar við Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Önnu Kolbrúnu Árnadóttur, kollega þeirra úr Miðflokknum, og Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson, nú þingmenn Flokks fólksins, komst í fjölmiðla. Sitt sýndist hverjum um ákvörðun Bergþórs og Gunnars Braga að snúa aftur á Alþingi í gær. Kom það þingmönnum mörgum hverjum í opna skjöldu þegar Bergþór og Gunnar Bragi voru mættir. Skrifstofustjóri Alþingis staðfest við fréttastofu að þingmennirnir hefðu tilkynnt endurkomu sína fyrr um morguninn. Það gerðu þeir líka í tilkynningum til fjölmiðla. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, gagnrýndi þá fyrir að láta ekki vita af endurkomu sinni. Henn hefði verið brugðið. Varaþingmaður Pírata lýsti andrúmsloftinu á Alþingi sem eitruðu. Gunnar Bragi sagðist sjá eftir því að hafa ekki látið Lilju vita af endurkomunni. Hún var ein þeirra sem um var talað á ófagran hátt á Klausturupptökunum.Bergþór ræddi um endurkomuna í viðtali við Sunnu Sæmundsdóttur, fréttakonu Stöðvar 2.Klippa: Viðtal við Bergþór Ólason „Bergþór hefur tekið sér launalaust frí frá þeim störfum sem hann var kjörinn til í tæpa tvo mánuði til að leita sér aðstoðar áfengisráðgjafa og sálfræðings. Til að taka sjálfan sig í gegn og bæta sig. Hann hefur tekið sér ótímabundið leyfi frá áfengi. Slík leyfi verða sum löng og sum ekki eins löng, það vitum við Sigmar báðir. Margir telja að hann eigi ekki að fá annað tækifæri. Hann eigi einfaldlega að láta sig hverfa út í ystu myrkur,“ segir Gísli í grein sinni. „Sjálfur hef ég átt mín misstignu spor. Ég hef vaknað illa timbraður og með óbærilegan móral. Ég hef þurft að biðja fólk afsökunar á hegðun sem ég skil ekki sjálfur. Hegðun sem ég viðhafði engu að síður. Við Sigmar og Bergþór erum því alla vega þrír í þessum sporum.“ Gísli er þeirrar skoðunar að fjölmiðlamenn hafi mikið vald, jafnvel meira en stjórnmálamenn því þeir hafi stundum vald yfir örlögum stjórnmálamanna. „Þess vegna væri hugsanlega rétt að kjósa helstu áhrifavalda fjölmiðla beinni kosningu. Alla vega ríkisfjölmiðla. Fréttastjórar RUV hafa án efa meira vald en forseti Íslands.“Sigmar var lengi ritstjóri Kastljóssins á Ríkisútvarpinu, þar sem hann starfar enn.Vísir/VilhelmSkandölum sem ekki var útvarpað Gísli segir fjölmiðlamenn hafa keppst við að gera lítið úr ítrekuðum afsökunarbeiðnum Bergþórs. Til dæmis fyrrum samstarfsmenn Sigmars í Kastljósi RUV og Sigmar sjálfur í sínum morgunþætti, að mati Gísla. Rekur hann feril Sigmars í fjölmiðlum og glímu hans við bakkus, sem Sigmar greindi opinberlega frá í maí 2015. „Hann hefur sjálfur lýst því að fyrir kom að hann brást samstarfsmönnum sínum og vinum illa. Jafnvel oftar en einu sinni. Skandölum hans var þó ekki útvarpað og enginn fjölmiðill andaði ofan í hálsmálið á honum til að verðmeta afsökunarbeiðnirnar sem hann bar fram. Þær fékk hann að bera fram í friði. Eftir einhvern slíkan skandal ákvað hann að taka sig á og hætti að drekka. Hann stýrir núna útvarpsþætti hjá sama fyrirtæki, þar sem hann fjallar um pólitík og dægurmál í tvo til þrá tíma á morgnana á besta útvarpstíma, fimm daga vikunnar. Hann fékk annað tækifæri. Enginn hefur kosið hann til þessara starfa sem veita honum þó mikið vald.“ Hann telur sjálfan sig og Sigmar vanhæfa til að dæma Bergþór fyrir hans orð á Klaustur bar. Spyr hann af hverju þeir Sigmar eigi að fá að halda vinnu sinni en alþingismaðurinn Bergþór ekki. „Viljum við í alvöru lifa í svona dómhörðu samfélagi? Viljum við taka aftur upp gapastokk og opinberar hýðingar? Viljum við ekki frekar sýna hvert öðru svolítið umburðarlyndi? Og hvað með fyrirgefninguna, töpum við nokkru á að fyrirgefa hvert öðru þegar við misstígum okkur? Jafnvel þó að við séum hvorki að misstíga okkur í fyrsta, né síðasta sinn? Mér er ljóst að ástæða þess að ég skrifa þetta er að miklu leiti sú hvar ég stend í pólitík. En ég velti fyrir mér hvort það geti verið að þeir sem harðast dæma geri það líka vegna þess hvar þeir standa í pólitík.“Helgi Seljan var valinn sjónvarpsmaður ársins árið 2017.Vísir/andri marinóKemur kollega til varnar Helgi Seljan, kollegi Sigmars hjá RÚV sem stendur vaktina með Sigmari í Morgunúvarpinu þessa dagana, segir þær misaflíðandi mannvitsbrekkurnar. „Ein þeirra er Gísli Sigurðsson, sá ku vera skrifstofustjóri Þingeyjarsveitar. Á vef þrotabús Björns Inga Hrafnssonar er grein eftir skrifstofustjórann þar sem hann leggur að jöfnu, baráttu samstarfsmanns míns við alkóhólisma og það að þingmaður skuli hafa úthúðað og svívirt obbann af samstarfsfólki sínu, milli þess að plotta um sendiherraskipanir og ráðningar yfirmanna í lögreglunni, eftir reglunni um kaup-kaups.“ Ekkert sé líkt aðstæðum Bergþórs og Sigmars nema áfengi komi við sögu. „Sem dæmi ákvað Sigmar að sleppa því að hlífa biðlistanum á Vogi við lengingu og leitaði sér þar hjálpar. Hinn ákvað að hlífa röðinni við þeirri lengingu,“ segir Helgi. „Að gefnu tilefni er rétt og eðlilegt að taka það fram, að fátt ef nokkuð styður þá kenningu (svo djöfull sem hún hljómar vel) að neysla áfengis fríi menn sjálfkrafa ábyrgð orða sinna og æðis. Líka þegar beinist að fjarstöddum.“ Alþingi Fjölmiðlar Upptökur á Klaustur bar Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Niðrandi ummæli Miðflokksmanna um Lilju Alfreðsdóttur Gunnar Bragi Sveinsson kallaði hana helvítis tík. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir henni ekki treystandi. Bergþór Ólason segir enga konu hafa teymt sig eins lengi á asnaeyrum sem hann hefur ekki fengið að ríða. 29. nóvember 2018 16:59 Segir að bekkurinn yrði þunnskipaður á þingi ef þingmennirnir segðu af sér Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, segir að það yrði þunnskipað á þingi ef þingmennirnir sex sem komu saman á barnum Klaustur fyrr í mánuðinum og ræddu á niðrandi hátt um kollega sína myndu segja af sér. 29. nóvember 2018 17:10 Bergþór segist ekki hafa viljað skemma gott partý Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segist ætla að fara yfir kröfu um afsögn þingmennsku og aðra hlut með þingflokki sínum á fundi í dag. Þangað til ætlar hann ekki að tjá sig um framhaldið. 30. nóvember 2018 13:32 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Gísli Sigurðsson, skrifstofustjóri hjá Þingeyjarsveit, veltir fyrir sér af hverju fjölmiðlamenn sem hafa átt í vandræðum með áfengisneyslu halda vinnunni á meðan Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, eigi ekki að fá annað tækifæri. Þetta segir Gísli í pistli á Viljanum sem vakið hefur mikla athygli. Virðist Gísli þeirrar skoðunar að vald fjölmiðlamanna sé jafnvel meira en stjórnmálamanna, því þeir hafi stundum „vald yfir örlögum stjórnmálamanna.“ Nefnir hann Sigmar Guðmundsson, sjónvarps- og útvarpsmann á RÚV, í þessu samhengi en Sigmar hefur greint frá glímu sinni við bakkus. „Af hverju eigum við Sigmar að halda vinnunni en Bergþór að láta sig hverfa?“ spyr Gísli. Helgi Seljan, kollegi Sigmars til margra ára, er hneykslaður á skrifum Gísla og segir aðstæður þeirra Bergþórs og Sigmars eins ósambærilegar og hugsast getur. Fyrir utan að þeir eigi það sameiginlegt að hafa báðir drukkið vín á einhverjum tímapunkti í lífinu. Gísli segist vissulega deila pólitískum skoðunum með Bergþóri. Þingmaðurinn hafi beðist margsinnis afsökunar en fjölmiðlamenn keppist við að gera lítið úr afsökunarbeiðnum Bergþórs.Gísli Sigurðsson, skrifstofustjóri Þingeyjarsveitar, segir fjölmiðla gera lítið úr afsökunarbeiðnum Bergþórs Ólasonar.Gísli, Sigmar og Bergþór Gísli birti pistil sinn í dag en Bergþór sneri aftur á Alþingi í gær ásamt Gunnari Braga Sveinssyni. Fóru þeir í sjálfskipað ótímabundið launalaust leyfi frá þingstörfum í desember eftir að upptökur af þriggja tíma samtali þeirra á Klaustur bar við Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Önnu Kolbrúnu Árnadóttur, kollega þeirra úr Miðflokknum, og Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson, nú þingmenn Flokks fólksins, komst í fjölmiðla. Sitt sýndist hverjum um ákvörðun Bergþórs og Gunnars Braga að snúa aftur á Alþingi í gær. Kom það þingmönnum mörgum hverjum í opna skjöldu þegar Bergþór og Gunnar Bragi voru mættir. Skrifstofustjóri Alþingis staðfest við fréttastofu að þingmennirnir hefðu tilkynnt endurkomu sína fyrr um morguninn. Það gerðu þeir líka í tilkynningum til fjölmiðla. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, gagnrýndi þá fyrir að láta ekki vita af endurkomu sinni. Henn hefði verið brugðið. Varaþingmaður Pírata lýsti andrúmsloftinu á Alþingi sem eitruðu. Gunnar Bragi sagðist sjá eftir því að hafa ekki látið Lilju vita af endurkomunni. Hún var ein þeirra sem um var talað á ófagran hátt á Klausturupptökunum.Bergþór ræddi um endurkomuna í viðtali við Sunnu Sæmundsdóttur, fréttakonu Stöðvar 2.Klippa: Viðtal við Bergþór Ólason „Bergþór hefur tekið sér launalaust frí frá þeim störfum sem hann var kjörinn til í tæpa tvo mánuði til að leita sér aðstoðar áfengisráðgjafa og sálfræðings. Til að taka sjálfan sig í gegn og bæta sig. Hann hefur tekið sér ótímabundið leyfi frá áfengi. Slík leyfi verða sum löng og sum ekki eins löng, það vitum við Sigmar báðir. Margir telja að hann eigi ekki að fá annað tækifæri. Hann eigi einfaldlega að láta sig hverfa út í ystu myrkur,“ segir Gísli í grein sinni. „Sjálfur hef ég átt mín misstignu spor. Ég hef vaknað illa timbraður og með óbærilegan móral. Ég hef þurft að biðja fólk afsökunar á hegðun sem ég skil ekki sjálfur. Hegðun sem ég viðhafði engu að síður. Við Sigmar og Bergþór erum því alla vega þrír í þessum sporum.“ Gísli er þeirrar skoðunar að fjölmiðlamenn hafi mikið vald, jafnvel meira en stjórnmálamenn því þeir hafi stundum vald yfir örlögum stjórnmálamanna. „Þess vegna væri hugsanlega rétt að kjósa helstu áhrifavalda fjölmiðla beinni kosningu. Alla vega ríkisfjölmiðla. Fréttastjórar RUV hafa án efa meira vald en forseti Íslands.“Sigmar var lengi ritstjóri Kastljóssins á Ríkisútvarpinu, þar sem hann starfar enn.Vísir/VilhelmSkandölum sem ekki var útvarpað Gísli segir fjölmiðlamenn hafa keppst við að gera lítið úr ítrekuðum afsökunarbeiðnum Bergþórs. Til dæmis fyrrum samstarfsmenn Sigmars í Kastljósi RUV og Sigmar sjálfur í sínum morgunþætti, að mati Gísla. Rekur hann feril Sigmars í fjölmiðlum og glímu hans við bakkus, sem Sigmar greindi opinberlega frá í maí 2015. „Hann hefur sjálfur lýst því að fyrir kom að hann brást samstarfsmönnum sínum og vinum illa. Jafnvel oftar en einu sinni. Skandölum hans var þó ekki útvarpað og enginn fjölmiðill andaði ofan í hálsmálið á honum til að verðmeta afsökunarbeiðnirnar sem hann bar fram. Þær fékk hann að bera fram í friði. Eftir einhvern slíkan skandal ákvað hann að taka sig á og hætti að drekka. Hann stýrir núna útvarpsþætti hjá sama fyrirtæki, þar sem hann fjallar um pólitík og dægurmál í tvo til þrá tíma á morgnana á besta útvarpstíma, fimm daga vikunnar. Hann fékk annað tækifæri. Enginn hefur kosið hann til þessara starfa sem veita honum þó mikið vald.“ Hann telur sjálfan sig og Sigmar vanhæfa til að dæma Bergþór fyrir hans orð á Klaustur bar. Spyr hann af hverju þeir Sigmar eigi að fá að halda vinnu sinni en alþingismaðurinn Bergþór ekki. „Viljum við í alvöru lifa í svona dómhörðu samfélagi? Viljum við taka aftur upp gapastokk og opinberar hýðingar? Viljum við ekki frekar sýna hvert öðru svolítið umburðarlyndi? Og hvað með fyrirgefninguna, töpum við nokkru á að fyrirgefa hvert öðru þegar við misstígum okkur? Jafnvel þó að við séum hvorki að misstíga okkur í fyrsta, né síðasta sinn? Mér er ljóst að ástæða þess að ég skrifa þetta er að miklu leiti sú hvar ég stend í pólitík. En ég velti fyrir mér hvort það geti verið að þeir sem harðast dæma geri það líka vegna þess hvar þeir standa í pólitík.“Helgi Seljan var valinn sjónvarpsmaður ársins árið 2017.Vísir/andri marinóKemur kollega til varnar Helgi Seljan, kollegi Sigmars hjá RÚV sem stendur vaktina með Sigmari í Morgunúvarpinu þessa dagana, segir þær misaflíðandi mannvitsbrekkurnar. „Ein þeirra er Gísli Sigurðsson, sá ku vera skrifstofustjóri Þingeyjarsveitar. Á vef þrotabús Björns Inga Hrafnssonar er grein eftir skrifstofustjórann þar sem hann leggur að jöfnu, baráttu samstarfsmanns míns við alkóhólisma og það að þingmaður skuli hafa úthúðað og svívirt obbann af samstarfsfólki sínu, milli þess að plotta um sendiherraskipanir og ráðningar yfirmanna í lögreglunni, eftir reglunni um kaup-kaups.“ Ekkert sé líkt aðstæðum Bergþórs og Sigmars nema áfengi komi við sögu. „Sem dæmi ákvað Sigmar að sleppa því að hlífa biðlistanum á Vogi við lengingu og leitaði sér þar hjálpar. Hinn ákvað að hlífa röðinni við þeirri lengingu,“ segir Helgi. „Að gefnu tilefni er rétt og eðlilegt að taka það fram, að fátt ef nokkuð styður þá kenningu (svo djöfull sem hún hljómar vel) að neysla áfengis fríi menn sjálfkrafa ábyrgð orða sinna og æðis. Líka þegar beinist að fjarstöddum.“
Alþingi Fjölmiðlar Upptökur á Klaustur bar Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Niðrandi ummæli Miðflokksmanna um Lilju Alfreðsdóttur Gunnar Bragi Sveinsson kallaði hana helvítis tík. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir henni ekki treystandi. Bergþór Ólason segir enga konu hafa teymt sig eins lengi á asnaeyrum sem hann hefur ekki fengið að ríða. 29. nóvember 2018 16:59 Segir að bekkurinn yrði þunnskipaður á þingi ef þingmennirnir segðu af sér Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, segir að það yrði þunnskipað á þingi ef þingmennirnir sex sem komu saman á barnum Klaustur fyrr í mánuðinum og ræddu á niðrandi hátt um kollega sína myndu segja af sér. 29. nóvember 2018 17:10 Bergþór segist ekki hafa viljað skemma gott partý Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segist ætla að fara yfir kröfu um afsögn þingmennsku og aðra hlut með þingflokki sínum á fundi í dag. Þangað til ætlar hann ekki að tjá sig um framhaldið. 30. nóvember 2018 13:32 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Niðrandi ummæli Miðflokksmanna um Lilju Alfreðsdóttur Gunnar Bragi Sveinsson kallaði hana helvítis tík. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir henni ekki treystandi. Bergþór Ólason segir enga konu hafa teymt sig eins lengi á asnaeyrum sem hann hefur ekki fengið að ríða. 29. nóvember 2018 16:59
Segir að bekkurinn yrði þunnskipaður á þingi ef þingmennirnir segðu af sér Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, segir að það yrði þunnskipað á þingi ef þingmennirnir sex sem komu saman á barnum Klaustur fyrr í mánuðinum og ræddu á niðrandi hátt um kollega sína myndu segja af sér. 29. nóvember 2018 17:10
Bergþór segist ekki hafa viljað skemma gott partý Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segist ætla að fara yfir kröfu um afsögn þingmennsku og aðra hlut með þingflokki sínum á fundi í dag. Þangað til ætlar hann ekki að tjá sig um framhaldið. 30. nóvember 2018 13:32