Mótmæli gegn meintum valdaræningja Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. janúar 2019 07:30 Tugþúsundir mótmæltu ríkisstjórn Maduro í Venesúela. NordicPhotos/AFP Stjórnarandstaðan í Venesúela efndi í gær til fjöldamótmæla til þess að mótmæla ríkisstjórn Nicolás Maduro forseta. Fremstur í flokki var Juan Guaidó, 35 ára þingmaður og nýr þingforseti, sem venesúelska þingið gerði fyrr í mánuðinum að starfandi forseta þar sem kjörtímabil Maduro var runnið út og þingið álítur kosningar síðasta árs ógildar. Mótmæli höfðu reyndar þegar hafist um nóttina á að minnsta kosti sextíu stöðum. Samkvæmt Reuters lenti mótmælendum saman við lögreglu og lést að minnsta kosti einn þeirra. Þrjátíu voru handtekin. Maduro er hins vegar ósammála þessu mati. Hann hefur þegar látið setja sig inn í embætti á ný enda lítur hann svo á að hið nýja stjórnlagaþing, sem hann lét stofna árið 2017 eftir að stjórnarandstaðan náði meirihluta á gamla þinginu, sé æðra. Sósíalistaflokkur Maduro stóð því fyrir gagnmótmælum. Stjórnarandstaðan nýtur stuðnings Bandaríkjanna, Samtaka Ameríkuríkja og Lima-hópsins, sem stofnaður var til að stuðla að friðsamlegri lausn á krísunni í Venesúela. Bandaríkjaforseti viðurkenndi í gær Guaidó opinberlega sem forseta landsins. Maduro tilkynnti í kjölfarið að hann ætlaði að slíta samskiptum við Bandaríkin. Guaidó og fylgismönnum hefur ekki tekist að styrkja stöðu sína mikið á þeim tveimur vikum sem liðnar eru frá því hann var gerður að starfandi forseta. Stjórnarandstaðan telur vænlegast að leita aðstoðar hersins. Til þess hefur þeim hermönnum sem snúast gegn Maduro verið boðin friðhelgi. Samkvæmt Reuters hafa hermenn ríka ástæðu til þess að vera reiðir vegna þess efnahagshrunsins s í Venesúela. Kaupmáttur þeirra, líkt og annarra borgara, hefur orðið nærri enginn vegna gríðarlegrar verðbólgu. Birtist í Fréttablaðinu Venesúela Tengdar fréttir Trump segir leiðtoga stjórnarandstöðunnar réttmætan forseta Venesúela Stjórnarandstaðan vill nýta skriðþunga mótmælanna til að taka völdin af Madúró. 23. janúar 2019 18:45 Venesúela slítur stjórnmálasambandi við Bandaríkin Forseti Venesúela gefur bandarískum erindrekum þrjá sólahringa til að koma sér úr landi. 23. janúar 2019 21:18 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Stjórnarandstaðan í Venesúela efndi í gær til fjöldamótmæla til þess að mótmæla ríkisstjórn Nicolás Maduro forseta. Fremstur í flokki var Juan Guaidó, 35 ára þingmaður og nýr þingforseti, sem venesúelska þingið gerði fyrr í mánuðinum að starfandi forseta þar sem kjörtímabil Maduro var runnið út og þingið álítur kosningar síðasta árs ógildar. Mótmæli höfðu reyndar þegar hafist um nóttina á að minnsta kosti sextíu stöðum. Samkvæmt Reuters lenti mótmælendum saman við lögreglu og lést að minnsta kosti einn þeirra. Þrjátíu voru handtekin. Maduro er hins vegar ósammála þessu mati. Hann hefur þegar látið setja sig inn í embætti á ný enda lítur hann svo á að hið nýja stjórnlagaþing, sem hann lét stofna árið 2017 eftir að stjórnarandstaðan náði meirihluta á gamla þinginu, sé æðra. Sósíalistaflokkur Maduro stóð því fyrir gagnmótmælum. Stjórnarandstaðan nýtur stuðnings Bandaríkjanna, Samtaka Ameríkuríkja og Lima-hópsins, sem stofnaður var til að stuðla að friðsamlegri lausn á krísunni í Venesúela. Bandaríkjaforseti viðurkenndi í gær Guaidó opinberlega sem forseta landsins. Maduro tilkynnti í kjölfarið að hann ætlaði að slíta samskiptum við Bandaríkin. Guaidó og fylgismönnum hefur ekki tekist að styrkja stöðu sína mikið á þeim tveimur vikum sem liðnar eru frá því hann var gerður að starfandi forseta. Stjórnarandstaðan telur vænlegast að leita aðstoðar hersins. Til þess hefur þeim hermönnum sem snúast gegn Maduro verið boðin friðhelgi. Samkvæmt Reuters hafa hermenn ríka ástæðu til þess að vera reiðir vegna þess efnahagshrunsins s í Venesúela. Kaupmáttur þeirra, líkt og annarra borgara, hefur orðið nærri enginn vegna gríðarlegrar verðbólgu.
Birtist í Fréttablaðinu Venesúela Tengdar fréttir Trump segir leiðtoga stjórnarandstöðunnar réttmætan forseta Venesúela Stjórnarandstaðan vill nýta skriðþunga mótmælanna til að taka völdin af Madúró. 23. janúar 2019 18:45 Venesúela slítur stjórnmálasambandi við Bandaríkin Forseti Venesúela gefur bandarískum erindrekum þrjá sólahringa til að koma sér úr landi. 23. janúar 2019 21:18 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Trump segir leiðtoga stjórnarandstöðunnar réttmætan forseta Venesúela Stjórnarandstaðan vill nýta skriðþunga mótmælanna til að taka völdin af Madúró. 23. janúar 2019 18:45
Venesúela slítur stjórnmálasambandi við Bandaríkin Forseti Venesúela gefur bandarískum erindrekum þrjá sólahringa til að koma sér úr landi. 23. janúar 2019 21:18