Tvær framlengingar í Dominos-deild kvenna: Baráttan um úrslitakeppni harðnar Anton Ingi Leifsson skrifar 23. janúar 2019 21:17 Danielle var frábær í spennutrylli í kvöld. vísir/getty Stjarnan vann Snæfell í spennutrylli í Garðabæ í kvöld. Garðabæjarliðið hafði að endingu betur, 88-87, en sigurinn var mikilvægur fyrir Stjörnuna í baráttunni um úrslitakeppnissæti. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 73-73 en Auður Íris Ólafsdóttir tryggði Stjörnunni framlenginguna með þriggja stiga skoti er þrjár sekúndur voru eftir af leiknum. Stjarnan komst þremur stigum yfir en Kristen McCarthy fékk tækifæri til að jafna metin af vítalínunni undir lokin er hún fékk þrjú vítaskot en það fyrsta geigaði. Stjarnan er því áfram tveimur stigum á eftir Snæfell og Val sem eru í þriðja og fjórða sætinu en Stjarnan er í fimmta sætinu. Danielle Victoria Rodriguez var stigahæst í liði Stjörnunnar. Hún var með trölla tvennu; skoraði 25 stig, tók tólf fráköst og gaf tólf stoðsendingar. Næst kom Ragna Margrét Brynjarsdóttir með fimmtán stig og níu fráköst. Snæfell er eins og áður segir í þriðja sætinu með jafn mörg stig og Val og þarf að passa sig ætli liðið að spila í úrslitakeppninni. Kristen Denise McCarthy var með rosalegar tölur; 37 stig og tók 22 fráköst. Það var ekki mikið skorað í fyrri hálfleik í Keflavík þar sem heimastúlkur unnu sjö stiga sigur á Skallagrím í framlengdum leik, 61-54. Staðan í hálfleik var 29-22. Sjaldséðar tölur. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 50-50 en Shequila Johnson jafnaði metin fyrir Skallagrím úr vítakasti. Í framlengingunni voru Keflvíkingar sterkari og unnu sjö stiga sigur. Brittanny Dinkins var í sérflokki í liði Keflavíkur, einu sinni sem oftar. Hún skoraði 22 stig, tók sautján fráköst og gaf sex stoðsendingar. Keflavík er nú eitt á toppi deildarinnar. Skallagrímur er í sjötta sæti deildarinnar með tíu stig. Shequila Joseph var atkvæðamest í liði þeirra í kvöld en hún skoraði 25 stig, tók tuttugu fráköst og gaf eina stoðsendingu. Haukar lentu ekki í miklum vandræðum með botnlið Breiðablik á útivelli. Þær rauðklæddu unnu 90-70 eftir að hafa verið 38-24 er liðin gengu til búningsherbergja. Stigahæst í liði Hauka var LeLe Hardy með nítján stig auk þess að taka 21 frákast og gefa átta stoðsendingar. Þóra Kristín Jónsdóttir gerði sautján stig og tók fjögur fráköst. Haukarnir eru í næst neðsta sætinu með tíu stig. Breiðablik er á botninum með tvö stig og það þarf margt að gerast svo liðið leiki ekki í fyrstu deildinni á næsta ári. Ivory Crawford og Sanja Orazovic voru stigahæstar Blika með átján stig.Staðan eftir sautján umferðir (efstu fjögur fara í úrslitakeppni): Keflavík 26 KR 24 Snæfell 22 Valur 22 ------- Stjarnan 20 Skallagrímur 10 Haukar 10 Breiðablik 2 Dominos-deild kvenna Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Stjarnan vann Snæfell í spennutrylli í Garðabæ í kvöld. Garðabæjarliðið hafði að endingu betur, 88-87, en sigurinn var mikilvægur fyrir Stjörnuna í baráttunni um úrslitakeppnissæti. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 73-73 en Auður Íris Ólafsdóttir tryggði Stjörnunni framlenginguna með þriggja stiga skoti er þrjár sekúndur voru eftir af leiknum. Stjarnan komst þremur stigum yfir en Kristen McCarthy fékk tækifæri til að jafna metin af vítalínunni undir lokin er hún fékk þrjú vítaskot en það fyrsta geigaði. Stjarnan er því áfram tveimur stigum á eftir Snæfell og Val sem eru í þriðja og fjórða sætinu en Stjarnan er í fimmta sætinu. Danielle Victoria Rodriguez var stigahæst í liði Stjörnunnar. Hún var með trölla tvennu; skoraði 25 stig, tók tólf fráköst og gaf tólf stoðsendingar. Næst kom Ragna Margrét Brynjarsdóttir með fimmtán stig og níu fráköst. Snæfell er eins og áður segir í þriðja sætinu með jafn mörg stig og Val og þarf að passa sig ætli liðið að spila í úrslitakeppninni. Kristen Denise McCarthy var með rosalegar tölur; 37 stig og tók 22 fráköst. Það var ekki mikið skorað í fyrri hálfleik í Keflavík þar sem heimastúlkur unnu sjö stiga sigur á Skallagrím í framlengdum leik, 61-54. Staðan í hálfleik var 29-22. Sjaldséðar tölur. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 50-50 en Shequila Johnson jafnaði metin fyrir Skallagrím úr vítakasti. Í framlengingunni voru Keflvíkingar sterkari og unnu sjö stiga sigur. Brittanny Dinkins var í sérflokki í liði Keflavíkur, einu sinni sem oftar. Hún skoraði 22 stig, tók sautján fráköst og gaf sex stoðsendingar. Keflavík er nú eitt á toppi deildarinnar. Skallagrímur er í sjötta sæti deildarinnar með tíu stig. Shequila Joseph var atkvæðamest í liði þeirra í kvöld en hún skoraði 25 stig, tók tuttugu fráköst og gaf eina stoðsendingu. Haukar lentu ekki í miklum vandræðum með botnlið Breiðablik á útivelli. Þær rauðklæddu unnu 90-70 eftir að hafa verið 38-24 er liðin gengu til búningsherbergja. Stigahæst í liði Hauka var LeLe Hardy með nítján stig auk þess að taka 21 frákast og gefa átta stoðsendingar. Þóra Kristín Jónsdóttir gerði sautján stig og tók fjögur fráköst. Haukarnir eru í næst neðsta sætinu með tíu stig. Breiðablik er á botninum með tvö stig og það þarf margt að gerast svo liðið leiki ekki í fyrstu deildinni á næsta ári. Ivory Crawford og Sanja Orazovic voru stigahæstar Blika með átján stig.Staðan eftir sautján umferðir (efstu fjögur fara í úrslitakeppni): Keflavík 26 KR 24 Snæfell 22 Valur 22 ------- Stjarnan 20 Skallagrímur 10 Haukar 10 Breiðablik 2
Dominos-deild kvenna Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum