Trump segir leiðtoga stjórnarandstöðunnar réttmætan forseta Venesúela Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 23. janúar 2019 18:45 Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur sagt Juan Guaidó, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Venesúela réttmætan forseta landsins. Sá síðarnefndi lýsti sjálfan sig forseta á fjöldafundi í Karakas, höfuðborg landsins, í dag. Mótmæli gegn ríkisstjórn Madúró og óeirðir á götum Venesúela er engin nýjung en undanfarna daga hafa mótmæli og óeirðir þar magnast til muna. Í nótt var í nógu að snúast fyrir lögreglu og herinn vegna mótmælenda en meðal annars var eldur lagður að styttu af fyrrverandi forseta landsins Hugó Chavez. Fjórir hafa látist í óeirðum í nótt og í dag. Hundruð þúsunda mótmæltu víða um landið í dag en stuðningsmenn Maduro fjölmenntu einnig. Með vaxandi þrótti mótmælenda freistar stjórnarandstaðan í Venesúela þess að taka völdin af forsetanum. Þau telja forsetann í reynd valdaræningja sem hefur ekki verið kjörinn í lýðræðislegri kosningu.Mótmælendur eru langþreyttir á efnahagsástandinu í Venesúela.EPA/Christian HernandezJuan Guaidó, forseti þjóðþingsins og leiðtogi stjórnarandstöðunnar, vill fara fyrir starfsstjórn í krafti þingsins sem hann telur einu lýðræðislega kjörnu samkundu landsins. Hann hefur biðlað til hersins um að standa ekki í vegi fyrir friðsamlegum mótmælum og frjálsum vilja almennings og lýsti sjálfan sig forseta á fjöldafundi í dag. Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna hefur þá, líkt og Donald Trump, lýst yfir stuðningi við Guaidó og segir Madúró sitja umboðslausan í embætti forseta. „Bandaríkin taka höndum saman með öðrum frelsiselskandi þjóðum í að viðurkenna þjóðþingið sem síðustu lýðræðiskjörnu stofnunina í landinu ykkar,“ sagði Mike Pence í ávarpi til venesúelsku þjóðarinnar í gær. „Þetta er eina samkundan sem er kjörin af ykkur, fólkinu. Bandaríkin styðja hugrakka ákvörðun Juan Guaidó, forseta þingsins, til að treysta stjórnarskrárbundin völd þingsins í sessi, lýsa Madúró sem valdaræningja og koma á fót starfsstjórn.“ Bandaríkin Donald Trump Venesúela Tengdar fréttir Tveir forsetar Starfandi forseti hefur tekið við í Venesúela eftir að kjörtímabili Nicolás Maduro lauk. Samtök Ameríkuríkja viðurkenna hinn nýja forseta en það gerir Maduro ekki og heldur enn í völdin. 19. janúar 2019 11:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur sagt Juan Guaidó, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Venesúela réttmætan forseta landsins. Sá síðarnefndi lýsti sjálfan sig forseta á fjöldafundi í Karakas, höfuðborg landsins, í dag. Mótmæli gegn ríkisstjórn Madúró og óeirðir á götum Venesúela er engin nýjung en undanfarna daga hafa mótmæli og óeirðir þar magnast til muna. Í nótt var í nógu að snúast fyrir lögreglu og herinn vegna mótmælenda en meðal annars var eldur lagður að styttu af fyrrverandi forseta landsins Hugó Chavez. Fjórir hafa látist í óeirðum í nótt og í dag. Hundruð þúsunda mótmæltu víða um landið í dag en stuðningsmenn Maduro fjölmenntu einnig. Með vaxandi þrótti mótmælenda freistar stjórnarandstaðan í Venesúela þess að taka völdin af forsetanum. Þau telja forsetann í reynd valdaræningja sem hefur ekki verið kjörinn í lýðræðislegri kosningu.Mótmælendur eru langþreyttir á efnahagsástandinu í Venesúela.EPA/Christian HernandezJuan Guaidó, forseti þjóðþingsins og leiðtogi stjórnarandstöðunnar, vill fara fyrir starfsstjórn í krafti þingsins sem hann telur einu lýðræðislega kjörnu samkundu landsins. Hann hefur biðlað til hersins um að standa ekki í vegi fyrir friðsamlegum mótmælum og frjálsum vilja almennings og lýsti sjálfan sig forseta á fjöldafundi í dag. Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna hefur þá, líkt og Donald Trump, lýst yfir stuðningi við Guaidó og segir Madúró sitja umboðslausan í embætti forseta. „Bandaríkin taka höndum saman með öðrum frelsiselskandi þjóðum í að viðurkenna þjóðþingið sem síðustu lýðræðiskjörnu stofnunina í landinu ykkar,“ sagði Mike Pence í ávarpi til venesúelsku þjóðarinnar í gær. „Þetta er eina samkundan sem er kjörin af ykkur, fólkinu. Bandaríkin styðja hugrakka ákvörðun Juan Guaidó, forseta þingsins, til að treysta stjórnarskrárbundin völd þingsins í sessi, lýsa Madúró sem valdaræningja og koma á fót starfsstjórn.“
Bandaríkin Donald Trump Venesúela Tengdar fréttir Tveir forsetar Starfandi forseti hefur tekið við í Venesúela eftir að kjörtímabili Nicolás Maduro lauk. Samtök Ameríkuríkja viðurkenna hinn nýja forseta en það gerir Maduro ekki og heldur enn í völdin. 19. janúar 2019 11:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Tveir forsetar Starfandi forseti hefur tekið við í Venesúela eftir að kjörtímabili Nicolás Maduro lauk. Samtök Ameríkuríkja viðurkenna hinn nýja forseta en það gerir Maduro ekki og heldur enn í völdin. 19. janúar 2019 11:00