Trump segir leiðtoga stjórnarandstöðunnar réttmætan forseta Venesúela Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 23. janúar 2019 18:45 Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur sagt Juan Guaidó, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Venesúela réttmætan forseta landsins. Sá síðarnefndi lýsti sjálfan sig forseta á fjöldafundi í Karakas, höfuðborg landsins, í dag. Mótmæli gegn ríkisstjórn Madúró og óeirðir á götum Venesúela er engin nýjung en undanfarna daga hafa mótmæli og óeirðir þar magnast til muna. Í nótt var í nógu að snúast fyrir lögreglu og herinn vegna mótmælenda en meðal annars var eldur lagður að styttu af fyrrverandi forseta landsins Hugó Chavez. Fjórir hafa látist í óeirðum í nótt og í dag. Hundruð þúsunda mótmæltu víða um landið í dag en stuðningsmenn Maduro fjölmenntu einnig. Með vaxandi þrótti mótmælenda freistar stjórnarandstaðan í Venesúela þess að taka völdin af forsetanum. Þau telja forsetann í reynd valdaræningja sem hefur ekki verið kjörinn í lýðræðislegri kosningu.Mótmælendur eru langþreyttir á efnahagsástandinu í Venesúela.EPA/Christian HernandezJuan Guaidó, forseti þjóðþingsins og leiðtogi stjórnarandstöðunnar, vill fara fyrir starfsstjórn í krafti þingsins sem hann telur einu lýðræðislega kjörnu samkundu landsins. Hann hefur biðlað til hersins um að standa ekki í vegi fyrir friðsamlegum mótmælum og frjálsum vilja almennings og lýsti sjálfan sig forseta á fjöldafundi í dag. Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna hefur þá, líkt og Donald Trump, lýst yfir stuðningi við Guaidó og segir Madúró sitja umboðslausan í embætti forseta. „Bandaríkin taka höndum saman með öðrum frelsiselskandi þjóðum í að viðurkenna þjóðþingið sem síðustu lýðræðiskjörnu stofnunina í landinu ykkar,“ sagði Mike Pence í ávarpi til venesúelsku þjóðarinnar í gær. „Þetta er eina samkundan sem er kjörin af ykkur, fólkinu. Bandaríkin styðja hugrakka ákvörðun Juan Guaidó, forseta þingsins, til að treysta stjórnarskrárbundin völd þingsins í sessi, lýsa Madúró sem valdaræningja og koma á fót starfsstjórn.“ Bandaríkin Donald Trump Venesúela Tengdar fréttir Tveir forsetar Starfandi forseti hefur tekið við í Venesúela eftir að kjörtímabili Nicolás Maduro lauk. Samtök Ameríkuríkja viðurkenna hinn nýja forseta en það gerir Maduro ekki og heldur enn í völdin. 19. janúar 2019 11:00 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur sagt Juan Guaidó, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Venesúela réttmætan forseta landsins. Sá síðarnefndi lýsti sjálfan sig forseta á fjöldafundi í Karakas, höfuðborg landsins, í dag. Mótmæli gegn ríkisstjórn Madúró og óeirðir á götum Venesúela er engin nýjung en undanfarna daga hafa mótmæli og óeirðir þar magnast til muna. Í nótt var í nógu að snúast fyrir lögreglu og herinn vegna mótmælenda en meðal annars var eldur lagður að styttu af fyrrverandi forseta landsins Hugó Chavez. Fjórir hafa látist í óeirðum í nótt og í dag. Hundruð þúsunda mótmæltu víða um landið í dag en stuðningsmenn Maduro fjölmenntu einnig. Með vaxandi þrótti mótmælenda freistar stjórnarandstaðan í Venesúela þess að taka völdin af forsetanum. Þau telja forsetann í reynd valdaræningja sem hefur ekki verið kjörinn í lýðræðislegri kosningu.Mótmælendur eru langþreyttir á efnahagsástandinu í Venesúela.EPA/Christian HernandezJuan Guaidó, forseti þjóðþingsins og leiðtogi stjórnarandstöðunnar, vill fara fyrir starfsstjórn í krafti þingsins sem hann telur einu lýðræðislega kjörnu samkundu landsins. Hann hefur biðlað til hersins um að standa ekki í vegi fyrir friðsamlegum mótmælum og frjálsum vilja almennings og lýsti sjálfan sig forseta á fjöldafundi í dag. Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna hefur þá, líkt og Donald Trump, lýst yfir stuðningi við Guaidó og segir Madúró sitja umboðslausan í embætti forseta. „Bandaríkin taka höndum saman með öðrum frelsiselskandi þjóðum í að viðurkenna þjóðþingið sem síðustu lýðræðiskjörnu stofnunina í landinu ykkar,“ sagði Mike Pence í ávarpi til venesúelsku þjóðarinnar í gær. „Þetta er eina samkundan sem er kjörin af ykkur, fólkinu. Bandaríkin styðja hugrakka ákvörðun Juan Guaidó, forseta þingsins, til að treysta stjórnarskrárbundin völd þingsins í sessi, lýsa Madúró sem valdaræningja og koma á fót starfsstjórn.“
Bandaríkin Donald Trump Venesúela Tengdar fréttir Tveir forsetar Starfandi forseti hefur tekið við í Venesúela eftir að kjörtímabili Nicolás Maduro lauk. Samtök Ameríkuríkja viðurkenna hinn nýja forseta en það gerir Maduro ekki og heldur enn í völdin. 19. janúar 2019 11:00 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Sjá meira
Tveir forsetar Starfandi forseti hefur tekið við í Venesúela eftir að kjörtímabili Nicolás Maduro lauk. Samtök Ameríkuríkja viðurkenna hinn nýja forseta en það gerir Maduro ekki og heldur enn í völdin. 19. janúar 2019 11:00