Sjávarútvegsráðherra til í að skoða að setja eftirlitsmyndavélar í fiskiskip Heimir Már Pétursson skrifar 22. janúar 2019 12:00 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra. Vísir/Vilhelm Sjávarútvegsráðherra vill skoða þann möguleika að settar verði upp myndavélar um borð í fiskiskip til að hafa eftirlit með brottkasti á fiski. Hann telur að nýta megi tæknina betur til að hafa eftirlit með veiðum bæði íslenskra og erlendra skipa í lögsögunni. Í nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Fiskistofu kemur fram að stofnunin sé illa í stakk búin til að sinna lögbundnu eftirliti sínu með fiskveiðum. Ósamræmi sé í framkvæmd á vigtun sjávarafla við hafnir landsins og eftirlitsmenn nái ekki að sinna eftirliti sínum sem skyldi um borð í fiskiskipum. Ríkisendurskoðun kemst meðal annars að þeirri niðurstöðu að brottkast á fiski sé mun meira en haldið hafi verið fram. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra sagði í fréttum okkar fyrir helgi að það væri öllum ljóst að efla þyrfti starfsemi Fiskistofu en erfitt hafi reynst að áætla umfang brottkastsins vegna þess að það færi eðli málsins samkvæmt fram í laumi. Hann segist meðal annars vera tilbúinn til að skoða að myndavélar verði settar um borð í fiskiskip til að vinna gegn brottkasti en það er aðferð sem er meðal annars notuð innan Evrópusambandsins. „Það var eitt af því sem ég setti nú fram til skemmtilegrar umræðu. Þó ekki væri til annars en fá viðbrögð við því með hvaða hætti fólk gæti séð það fyrir sér. Til dæmis að reyna að nýta tækni í þágu þess að hafa eftirlit með veiðum okkar í eigin hafi. Og jafnvel veiðum útlendinga í okkar lögsögu. Ég vil skoða það,“ segir Kristján Þór. Hann geri sér hins vegar um leið grein fyrir að það kunni að vera ýmsir vankantar á slíku eftirliti. En það hljóti að vera hægt að nýta tæknina betur á þessum sviðum sem öðrum. Ríkisendurskoðun hvetur til þess í skýrslu sinni að samstarf Fiskistofu og Landhelgisgæslu við eftirlit með fiskveiðum verði nánara.Er það eitthvað sem þú munt ræða við dómsmálaráðherra; að efla það samstarf? „Alveg tvímælalaust. Ég tel að þegar við förum að reyna að endurgera starfsemi Fiskistofu og veiðieftirlitsins alls sé óhjákvæmilegt að Landhelgisgæslan verði þáttur í þeirri vinnu.“En er ekki alveg augljóst að það þarf þá að efla Fiskistofu með auknum mannskap og fjármunum? „Ekki bara Fiskistofu. Við þurfum að efla fiskveiðieftirlitið og það kann að vera að við þurfum að gera einhverjar breytingar á starfsemi Fiskistofu. Við þurfum að gera einhverjar breytingar á lögum og reglum. Það kann að vera að við þurfum að draga fleiri að borðinu. Það kann að vera að við þurfum að grípa til einhverra nýrri aðferða við eftirlit og svo framvegis. Það eru ótal þættir sem við þurfum að skoða. Menn hafa nálgast á síðustu árum en aldrei orðið neitt úr verki,“ segir Kristján Þór Júlíusson. Alþingi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Kalla eftir aðgerðum og ábyrgð vegna Fiskistofu Þingmenn Viðreisnar og Samfylkingar kalla eftir aðgerðum og ábyrgð vegna niðurstöðu skýrslu Ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu. Þær segja niðurstöðurnar alvarlegan áfellisdóm yfir ríkisstjórninni. 20. janúar 2019 12:22 Fiskistofuskýrslan staðfestir það sem stofnunin hefur sjálf ítrekað bent á "Mér finnst þessi úttekt góð og vönduð af hálfu Ríkisendurskoðunar. Það sem maður tekur út úr þessari skýrslu er að hún staðfestir það sem Fiskistofa hefur ítrekað bent á,“ segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri um stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á stofnuninni 19. janúar 2019 09:00 Segja Fiskistofu ekki valda verkefni sínu Eftirlit með vigtun afla fiskiskipa er ófullnægjandi, framkvæmd vigtunar á hafnarvog er misjöfn og ekki ávallt í samræmi við lög. 17. janúar 2019 17:58 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra vill skoða þann möguleika að settar verði upp myndavélar um borð í fiskiskip til að hafa eftirlit með brottkasti á fiski. Hann telur að nýta megi tæknina betur til að hafa eftirlit með veiðum bæði íslenskra og erlendra skipa í lögsögunni. Í nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Fiskistofu kemur fram að stofnunin sé illa í stakk búin til að sinna lögbundnu eftirliti sínu með fiskveiðum. Ósamræmi sé í framkvæmd á vigtun sjávarafla við hafnir landsins og eftirlitsmenn nái ekki að sinna eftirliti sínum sem skyldi um borð í fiskiskipum. Ríkisendurskoðun kemst meðal annars að þeirri niðurstöðu að brottkast á fiski sé mun meira en haldið hafi verið fram. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra sagði í fréttum okkar fyrir helgi að það væri öllum ljóst að efla þyrfti starfsemi Fiskistofu en erfitt hafi reynst að áætla umfang brottkastsins vegna þess að það færi eðli málsins samkvæmt fram í laumi. Hann segist meðal annars vera tilbúinn til að skoða að myndavélar verði settar um borð í fiskiskip til að vinna gegn brottkasti en það er aðferð sem er meðal annars notuð innan Evrópusambandsins. „Það var eitt af því sem ég setti nú fram til skemmtilegrar umræðu. Þó ekki væri til annars en fá viðbrögð við því með hvaða hætti fólk gæti séð það fyrir sér. Til dæmis að reyna að nýta tækni í þágu þess að hafa eftirlit með veiðum okkar í eigin hafi. Og jafnvel veiðum útlendinga í okkar lögsögu. Ég vil skoða það,“ segir Kristján Þór. Hann geri sér hins vegar um leið grein fyrir að það kunni að vera ýmsir vankantar á slíku eftirliti. En það hljóti að vera hægt að nýta tæknina betur á þessum sviðum sem öðrum. Ríkisendurskoðun hvetur til þess í skýrslu sinni að samstarf Fiskistofu og Landhelgisgæslu við eftirlit með fiskveiðum verði nánara.Er það eitthvað sem þú munt ræða við dómsmálaráðherra; að efla það samstarf? „Alveg tvímælalaust. Ég tel að þegar við förum að reyna að endurgera starfsemi Fiskistofu og veiðieftirlitsins alls sé óhjákvæmilegt að Landhelgisgæslan verði þáttur í þeirri vinnu.“En er ekki alveg augljóst að það þarf þá að efla Fiskistofu með auknum mannskap og fjármunum? „Ekki bara Fiskistofu. Við þurfum að efla fiskveiðieftirlitið og það kann að vera að við þurfum að gera einhverjar breytingar á starfsemi Fiskistofu. Við þurfum að gera einhverjar breytingar á lögum og reglum. Það kann að vera að við þurfum að draga fleiri að borðinu. Það kann að vera að við þurfum að grípa til einhverra nýrri aðferða við eftirlit og svo framvegis. Það eru ótal þættir sem við þurfum að skoða. Menn hafa nálgast á síðustu árum en aldrei orðið neitt úr verki,“ segir Kristján Þór Júlíusson.
Alþingi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Kalla eftir aðgerðum og ábyrgð vegna Fiskistofu Þingmenn Viðreisnar og Samfylkingar kalla eftir aðgerðum og ábyrgð vegna niðurstöðu skýrslu Ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu. Þær segja niðurstöðurnar alvarlegan áfellisdóm yfir ríkisstjórninni. 20. janúar 2019 12:22 Fiskistofuskýrslan staðfestir það sem stofnunin hefur sjálf ítrekað bent á "Mér finnst þessi úttekt góð og vönduð af hálfu Ríkisendurskoðunar. Það sem maður tekur út úr þessari skýrslu er að hún staðfestir það sem Fiskistofa hefur ítrekað bent á,“ segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri um stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á stofnuninni 19. janúar 2019 09:00 Segja Fiskistofu ekki valda verkefni sínu Eftirlit með vigtun afla fiskiskipa er ófullnægjandi, framkvæmd vigtunar á hafnarvog er misjöfn og ekki ávallt í samræmi við lög. 17. janúar 2019 17:58 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Kalla eftir aðgerðum og ábyrgð vegna Fiskistofu Þingmenn Viðreisnar og Samfylkingar kalla eftir aðgerðum og ábyrgð vegna niðurstöðu skýrslu Ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu. Þær segja niðurstöðurnar alvarlegan áfellisdóm yfir ríkisstjórninni. 20. janúar 2019 12:22
Fiskistofuskýrslan staðfestir það sem stofnunin hefur sjálf ítrekað bent á "Mér finnst þessi úttekt góð og vönduð af hálfu Ríkisendurskoðunar. Það sem maður tekur út úr þessari skýrslu er að hún staðfestir það sem Fiskistofa hefur ítrekað bent á,“ segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri um stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á stofnuninni 19. janúar 2019 09:00
Segja Fiskistofu ekki valda verkefni sínu Eftirlit með vigtun afla fiskiskipa er ófullnægjandi, framkvæmd vigtunar á hafnarvog er misjöfn og ekki ávallt í samræmi við lög. 17. janúar 2019 17:58