Tveir af hverjum þremur segjast vera undir ofurálagi Margrét Helga Erlingsdóttir og Sighvatur Jónsson skrifa 21. janúar 2019 22:26 Tveir af hverjum þremur læknum segjast vera undir ofurálagi og stór hluti þeirra er með einkenni kulnunar í starfi. Þetta kemur fram í nýrri könnun um líðan og starfsaðstæður lækna. Um þriðjungur lækna vinnur fleiri en sextíu klukkustundir á viku. Læknadagar hófust í Hörpu í dag og þar er meðal annars fjallað um nýja og viðmikla könnun á því hvernig læknum líður í vinnunni. Ríflega helmingur allra lækna á Íslandi tók þátt í könnuninni sem var unnin fyrir Læknafélag Íslands. Ef litið er til þeirra sem vinna mest þá vinnur fjórðungur lækna 61-80 klukkustundir á viku. 4% lækna eru í vinnunni lengur en 80 klukkustundir á viku sem samsvarar tvöfaldri hefðbundinni 40 stunda vinnuviku.Tveir af hverjum þremur læknum segjast vera undir ofurálagi.„Tveir þriðju af hópnum eru undir ofurálagi og stór hluti af þeim er með kulnunareinkenni og þetta er náttúrulega áhyggjuefni og ég er glaður sem læknir að sjá að félagar mínir opna sig með þetta vegna þess að einhverjir hefðu getað sagt „notum bara gömlu aðferðina, þöggunina,“ segir Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir. Á því 12 mánaða tímabili sem spurt var um hefur um helmingur lækna hugleitt að láta af störfum. Þá leiðir könnunin í ljós að meira en 60% lækna telur óheppilegt að staðsetja Landspítala við Hringbraut og vill nýtt mat á staðsetningu vegna byggingar nýs spítala. Þegar læknar eru spurðir um kynferðislega áreitni á vinnustað segjast um 7% kvenlækna hafa orðið fyrir slíku síðustu 3 mánuði en aðeins 1% karlkynslækna. Þegar spurt er um alla starfsævina segir tæplega helmingur kvenna í læknastétt að þær hafi orðið fyrir áreitni en um 13% karla.Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir kynnir niðurstöður skýrslunnar.vísir/stöð 2Meðal ástæðna sem læknar nefna fyrir of miklu vinnuálagi er undirmönnun á heilbrigðisstofnunum. „Það eru margir þættir en það sem þessi könnun segir það er mönnunin, það er skortur á starfsaðstöðu, það er skortur á skilgreindu vinnusviði og að læknar ráði kannski fulllitlu um sitt nánasta starfsumhverfi,“ segir Ólafur Þór. Heilbrigðismál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Tveir af hverjum þremur læknum segjast vera undir ofurálagi og stór hluti þeirra er með einkenni kulnunar í starfi. Þetta kemur fram í nýrri könnun um líðan og starfsaðstæður lækna. Um þriðjungur lækna vinnur fleiri en sextíu klukkustundir á viku. Læknadagar hófust í Hörpu í dag og þar er meðal annars fjallað um nýja og viðmikla könnun á því hvernig læknum líður í vinnunni. Ríflega helmingur allra lækna á Íslandi tók þátt í könnuninni sem var unnin fyrir Læknafélag Íslands. Ef litið er til þeirra sem vinna mest þá vinnur fjórðungur lækna 61-80 klukkustundir á viku. 4% lækna eru í vinnunni lengur en 80 klukkustundir á viku sem samsvarar tvöfaldri hefðbundinni 40 stunda vinnuviku.Tveir af hverjum þremur læknum segjast vera undir ofurálagi.„Tveir þriðju af hópnum eru undir ofurálagi og stór hluti af þeim er með kulnunareinkenni og þetta er náttúrulega áhyggjuefni og ég er glaður sem læknir að sjá að félagar mínir opna sig með þetta vegna þess að einhverjir hefðu getað sagt „notum bara gömlu aðferðina, þöggunina,“ segir Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir. Á því 12 mánaða tímabili sem spurt var um hefur um helmingur lækna hugleitt að láta af störfum. Þá leiðir könnunin í ljós að meira en 60% lækna telur óheppilegt að staðsetja Landspítala við Hringbraut og vill nýtt mat á staðsetningu vegna byggingar nýs spítala. Þegar læknar eru spurðir um kynferðislega áreitni á vinnustað segjast um 7% kvenlækna hafa orðið fyrir slíku síðustu 3 mánuði en aðeins 1% karlkynslækna. Þegar spurt er um alla starfsævina segir tæplega helmingur kvenna í læknastétt að þær hafi orðið fyrir áreitni en um 13% karla.Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir kynnir niðurstöður skýrslunnar.vísir/stöð 2Meðal ástæðna sem læknar nefna fyrir of miklu vinnuálagi er undirmönnun á heilbrigðisstofnunum. „Það eru margir þættir en það sem þessi könnun segir það er mönnunin, það er skortur á starfsaðstöðu, það er skortur á skilgreindu vinnusviði og að læknar ráði kannski fulllitlu um sitt nánasta starfsumhverfi,“ segir Ólafur Þór.
Heilbrigðismál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira