Svandís segir sjúkrahótel gríðarleg þáttaskil Heimir Már Pétursson skrifar 31. janúar 2019 21:15 Heilbrigðisyfirvöldum og stjórn Landsspítalans var í dag afhent nýtt sjúkrahótel á spítalalóðinni. Heildarkostnaður við byggingu þess er um 2,2 milljarðar króna. Heilbrigðisráðherra fagnar þessum fyrsta áfanga nýs Landsspítala sem muni ekki hvað síst nýtast fólki af landsbyggðinni. Margmenni var saman komið þegar stjórn byggingar nýs Landsspítala afhenti sjúkrahótelið í dag. Framkvæmdastjóri framkvæmdanna þakkaði þeim mikla fjölda fólks og fyrirtækja sem kom að byggingunni og þá ekki hvað síst stjórnvöldum en fjölmargir heilbrigðisráðherrar hafi staðið á bakvið verkefnið. Fyrsta skóflustungan var tekin hinn 11. nóvember árið 2015 og heildarkostnaður með gatnagerð og öllum tengingum metinn á um 2,2 milljarða. Það mun örugglega fara vel um fólk sem á eftir að vera á þessu nýja og glæsilega sjúkrahóteli. Sjötíu og fimm herbergi eru á hótelinu. En þau eru misjöfn að stærð allt eftir því hvort sjúklingurinn er einn eða einhverjir aðstandnendur með honum. Þetta er í raun eins og á nýtísku hóteli; tvöföld rúm, fallegt baðherbergi og rúmgott. En spítalinn áætlar að taka sjúkrahótelið í notkun hinn fyrsta apríl.Heilbrigðisráðherra brosti breitt við afhendingu sjúkrahótelsins í dag.Vísir/VilhelmSvandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra var gleði efst í huga í dag. Þetta væru gríðarlega mikil þáttaskil til að jafna aðgengi að heilbrigðisþjónustu. „Hérna höfum við aðstæður fyrir sjúklinga til þess að bæði bíða og líka til að jafna sig ef það þarf. Fyrir fjölskyldur og aðstandendur utan að landi og svo framvegis. Fyrir fæðandi konur sem þurfa að vera í nábýli við kvennadeildina,“ segir Svandís. Þessi áfangi sýndi að stjórnvöldum væri alvara með uppbyggingu nýs Landsspítala. En spítalinn mun reka hótelið samkvæmt samningi næstu tvö árin. „Ég held að það sé mjög góð ráðstöfun að spítalinn sjái um þetta. Þetta er rekstur sem kemur í beinu framhaldi af þeirri heilbrigðisstarfsemi sem fer fram á spítalanum. Ég held að það fari vel á því að það sé órofa tenging þarna á milli.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjúkrahótelið afhent í dag Framkvæmdum er lokið við sjúkrahótel Nýs Landspítala við Hringbraut og klukkan 14 í dag hófst athöfn við hótelið þar sem það er afhent með formlegum hætti. 31. janúar 2019 14:09 Lokaþrif um helgina og afhending í lok mánaðar NLSH tók við verkinu ókláruðu af verktakanum Munck Ísland ehf. vegna ágreinings. 23. janúar 2019 15:54 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Fleiri fréttir Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Sjá meira
Heilbrigðisyfirvöldum og stjórn Landsspítalans var í dag afhent nýtt sjúkrahótel á spítalalóðinni. Heildarkostnaður við byggingu þess er um 2,2 milljarðar króna. Heilbrigðisráðherra fagnar þessum fyrsta áfanga nýs Landsspítala sem muni ekki hvað síst nýtast fólki af landsbyggðinni. Margmenni var saman komið þegar stjórn byggingar nýs Landsspítala afhenti sjúkrahótelið í dag. Framkvæmdastjóri framkvæmdanna þakkaði þeim mikla fjölda fólks og fyrirtækja sem kom að byggingunni og þá ekki hvað síst stjórnvöldum en fjölmargir heilbrigðisráðherrar hafi staðið á bakvið verkefnið. Fyrsta skóflustungan var tekin hinn 11. nóvember árið 2015 og heildarkostnaður með gatnagerð og öllum tengingum metinn á um 2,2 milljarða. Það mun örugglega fara vel um fólk sem á eftir að vera á þessu nýja og glæsilega sjúkrahóteli. Sjötíu og fimm herbergi eru á hótelinu. En þau eru misjöfn að stærð allt eftir því hvort sjúklingurinn er einn eða einhverjir aðstandnendur með honum. Þetta er í raun eins og á nýtísku hóteli; tvöföld rúm, fallegt baðherbergi og rúmgott. En spítalinn áætlar að taka sjúkrahótelið í notkun hinn fyrsta apríl.Heilbrigðisráðherra brosti breitt við afhendingu sjúkrahótelsins í dag.Vísir/VilhelmSvandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra var gleði efst í huga í dag. Þetta væru gríðarlega mikil þáttaskil til að jafna aðgengi að heilbrigðisþjónustu. „Hérna höfum við aðstæður fyrir sjúklinga til þess að bæði bíða og líka til að jafna sig ef það þarf. Fyrir fjölskyldur og aðstandendur utan að landi og svo framvegis. Fyrir fæðandi konur sem þurfa að vera í nábýli við kvennadeildina,“ segir Svandís. Þessi áfangi sýndi að stjórnvöldum væri alvara með uppbyggingu nýs Landsspítala. En spítalinn mun reka hótelið samkvæmt samningi næstu tvö árin. „Ég held að það sé mjög góð ráðstöfun að spítalinn sjái um þetta. Þetta er rekstur sem kemur í beinu framhaldi af þeirri heilbrigðisstarfsemi sem fer fram á spítalanum. Ég held að það fari vel á því að það sé órofa tenging þarna á milli.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjúkrahótelið afhent í dag Framkvæmdum er lokið við sjúkrahótel Nýs Landspítala við Hringbraut og klukkan 14 í dag hófst athöfn við hótelið þar sem það er afhent með formlegum hætti. 31. janúar 2019 14:09 Lokaþrif um helgina og afhending í lok mánaðar NLSH tók við verkinu ókláruðu af verktakanum Munck Ísland ehf. vegna ágreinings. 23. janúar 2019 15:54 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Fleiri fréttir Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Sjá meira
Sjúkrahótelið afhent í dag Framkvæmdum er lokið við sjúkrahótel Nýs Landspítala við Hringbraut og klukkan 14 í dag hófst athöfn við hótelið þar sem það er afhent með formlegum hætti. 31. janúar 2019 14:09
Lokaþrif um helgina og afhending í lok mánaðar NLSH tók við verkinu ókláruðu af verktakanum Munck Ísland ehf. vegna ágreinings. 23. janúar 2019 15:54