Staðlausir stafir, rangfærslur Sighvats Björgvinssonar leiðréttar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar 31. janúar 2019 13:41 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, formaður laga-og mannréttindanefndar Evrópuráðs og sérfræðingur í mannréttindalögum svarar ámælisgrein Sighvats Björgvinssonar fyrrverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 23. janúar síðastliðinn. Þann 18. janúar s.l. birti ég pistil í Stundinni þar sem ég lýsti þeirri afstöðu að lagaramminn um nauðungarvistun á geðdeildum sjúkrahúsa á Íslandi sé of veikur til að varna misnotkun. Ég tók sem dæmi sögu Aldísar Schram sem hefur haldið því fram að faðir hennar, Jón Baldvin Hannibalsson, hafi misnotað valdastöðu sína og tengslanet til að fá hana nauðungarvistaða sex sinnum. Ávallt í kjölfar þess að hún sakaði hann um kynferðisbrot. Inntak pistilsins var að lögræðislögin komi ekki í veg fyrir slíkar aðfarir og að hvetja okkur á Alþingi til að styrkja réttarstöðu nauðungarvistaðra einstaklinga. Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, gagnrýnir pistil minn harðlega og heldur því fram að ég fari vísvitandi með rangt mál um lagaumhverfi nauðungarvistana. Hins vegar er það svo, að Sighvatur fer fram með fjölda staðreyndarvillna í grein sinni um lögræðislög, jafnt fyrri tíma laga sem núgildandi. Alvarlegasta villan er sú, að Sighvatur ruglar saman nauðungarvistun og lögræðissviptingu og lögum þar um.Lögræðissvipting og nauðungarvistun Nú hef ég rannsakað íslensku lögræðislögin töluvert í störfum mínum fyrir Landssamtökin Geðhjálp. Ég get því frætt Sighvat um að lögræðissvipt manneskja hefur orðið fyrir því að dómari hefur svipt hana réttinum til að taka sjálfstæðar ákvarðanir í eigin lífi (sjálfræði og fjárræði) og skipað lögráðamann til að taka ákvarðanir fyrir hana. Sá getur m.a. ákveðið að vista eigi viðkomandi einstakling á stofnun gegn vilja sínum. Nauðungarvistun þýðir hins vegar að sjálfráða manneskja er vistuð á stofnun gegn vilja sínum til að fá meðferð við alvarlegum geðsjúkdómi. Dómari þarf ekki og hefur aldrei verið skylt að koma að slíkum beiðnum, samkvæmt íslenskum lögum.Ísland er ekki eyland Yfirvöld í flestum lýðræðisríkjum nýta nauðungarvistun sem neyðarúrræði fyrir manneskjur sem vegna veikinda sinna eru hættulegar sjálfum sér eða öðrum. Í lögræðislögum Danmerkur, Skotlands og Noregs er það enda tryggt að nauðungarvistun megi einungis beita í neyðartilfellum þegar önnur úrræði hafa verið reynd eða eru ómöguleg. Þessi lönd gera einnig þá grundvallarkröfu að beiðni um nauðungarvistun fylgi læknisvottorð tveggja óháðra lækna með sérþekkingu í geðheilbrigði, sem eru sammála um að líf viðkomandi og heilsa sé í húfi. Þessar lagakröfur lágmarka hættuna á að sjálfráða fólk sé nauðungarvistað, nema það sé bráðnauðsynlegt af læknisfræðilegum ástæðum og síðasta úrræði.Lágmarkskröfum ekki fullnægt Lögræðislögin okkar gera ekki þessar lágmarkskröfur, og þau voru verri í ráðherratíð Sighvats. Þá, og reyndar allt til 2016, var það dómsmálaráðuneytið sem tók ákvarðanir um áframhaldandi nauðungarvistanir, og til 1. janúar 1998 gat ráðuneytið lagt fram slíka beiðni að eigin frumkvæði. Eins og umboðsmaður Alþingis hefur bent á þá var víðtekin venja að halda einstaklingum lengur en þá 15 sólarhringa sem lög um nauðungarvistanir heimiluðu. Tíðkaðist þá jafnan sú framkvæmd að sótt var um sjálfræðissviptingu viðkomandi og þeim haldið innan stofnunar, án dóms og laga, á meðan slík umsókn velktist um í kerfinu.Rétt skal vera rétt Sighvatur segir mig staðhæfa: „að valdsmenn geti lokað hvern og einn inni á geðdeild, sem þeir telja sig eiga sakir við”. Hér leggur Sighvatur mér orð í munn. Auðvitað er það ekki svo að hvaða ráðamaður sem er geti látið nauðungarvista fólk án tilefnis og jafnvel til að koma höggi á pólitíska andstæðinga sína. En að valdamaður eins og Jón Baldvin Hannibalsson hafi getað fengið dóttur sína nauðungarvistaða að ósekju í þeim tilgangi að þagga niður í henni, og það margoft, er alls ekki útilokað miðað við þágildandi og núgildandi lög um nauðungarvistun.Einn er of mikið Einn þolandi er of mikið - ein manneskja, sem án nokkurs tilefnis annars en að hafa greint frá ofbeldi eða kúgun, verður fyrir því að áhrifamikill einstaklingur sem braut á henni beitir þessu kerfi gegn henni. Rænir hana ærunni. Veldur því að manneskjan sem brotið var á er sprautuð niður, deyfð, bæld. Lögin okkar komast ekki nálægt því að innihalda fullnægjandi varnir til að hindra misnotkun á þessu ferli. Óskandi væri, að Sighvatur Björgvinsson einbeitti sér að því að hvetja okkur til dáða sem viljum breyta þessum ólögum, frekar en að ráðast að mér með ómerkilegri varnarræðu fyrir gamlan flokksfélaga og vin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, formaður laga-og mannréttindanefndar Evrópuráðs og sérfræðingur í mannréttindalögum svarar ámælisgrein Sighvats Björgvinssonar fyrrverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 23. janúar síðastliðinn. Þann 18. janúar s.l. birti ég pistil í Stundinni þar sem ég lýsti þeirri afstöðu að lagaramminn um nauðungarvistun á geðdeildum sjúkrahúsa á Íslandi sé of veikur til að varna misnotkun. Ég tók sem dæmi sögu Aldísar Schram sem hefur haldið því fram að faðir hennar, Jón Baldvin Hannibalsson, hafi misnotað valdastöðu sína og tengslanet til að fá hana nauðungarvistaða sex sinnum. Ávallt í kjölfar þess að hún sakaði hann um kynferðisbrot. Inntak pistilsins var að lögræðislögin komi ekki í veg fyrir slíkar aðfarir og að hvetja okkur á Alþingi til að styrkja réttarstöðu nauðungarvistaðra einstaklinga. Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, gagnrýnir pistil minn harðlega og heldur því fram að ég fari vísvitandi með rangt mál um lagaumhverfi nauðungarvistana. Hins vegar er það svo, að Sighvatur fer fram með fjölda staðreyndarvillna í grein sinni um lögræðislög, jafnt fyrri tíma laga sem núgildandi. Alvarlegasta villan er sú, að Sighvatur ruglar saman nauðungarvistun og lögræðissviptingu og lögum þar um.Lögræðissvipting og nauðungarvistun Nú hef ég rannsakað íslensku lögræðislögin töluvert í störfum mínum fyrir Landssamtökin Geðhjálp. Ég get því frætt Sighvat um að lögræðissvipt manneskja hefur orðið fyrir því að dómari hefur svipt hana réttinum til að taka sjálfstæðar ákvarðanir í eigin lífi (sjálfræði og fjárræði) og skipað lögráðamann til að taka ákvarðanir fyrir hana. Sá getur m.a. ákveðið að vista eigi viðkomandi einstakling á stofnun gegn vilja sínum. Nauðungarvistun þýðir hins vegar að sjálfráða manneskja er vistuð á stofnun gegn vilja sínum til að fá meðferð við alvarlegum geðsjúkdómi. Dómari þarf ekki og hefur aldrei verið skylt að koma að slíkum beiðnum, samkvæmt íslenskum lögum.Ísland er ekki eyland Yfirvöld í flestum lýðræðisríkjum nýta nauðungarvistun sem neyðarúrræði fyrir manneskjur sem vegna veikinda sinna eru hættulegar sjálfum sér eða öðrum. Í lögræðislögum Danmerkur, Skotlands og Noregs er það enda tryggt að nauðungarvistun megi einungis beita í neyðartilfellum þegar önnur úrræði hafa verið reynd eða eru ómöguleg. Þessi lönd gera einnig þá grundvallarkröfu að beiðni um nauðungarvistun fylgi læknisvottorð tveggja óháðra lækna með sérþekkingu í geðheilbrigði, sem eru sammála um að líf viðkomandi og heilsa sé í húfi. Þessar lagakröfur lágmarka hættuna á að sjálfráða fólk sé nauðungarvistað, nema það sé bráðnauðsynlegt af læknisfræðilegum ástæðum og síðasta úrræði.Lágmarkskröfum ekki fullnægt Lögræðislögin okkar gera ekki þessar lágmarkskröfur, og þau voru verri í ráðherratíð Sighvats. Þá, og reyndar allt til 2016, var það dómsmálaráðuneytið sem tók ákvarðanir um áframhaldandi nauðungarvistanir, og til 1. janúar 1998 gat ráðuneytið lagt fram slíka beiðni að eigin frumkvæði. Eins og umboðsmaður Alþingis hefur bent á þá var víðtekin venja að halda einstaklingum lengur en þá 15 sólarhringa sem lög um nauðungarvistanir heimiluðu. Tíðkaðist þá jafnan sú framkvæmd að sótt var um sjálfræðissviptingu viðkomandi og þeim haldið innan stofnunar, án dóms og laga, á meðan slík umsókn velktist um í kerfinu.Rétt skal vera rétt Sighvatur segir mig staðhæfa: „að valdsmenn geti lokað hvern og einn inni á geðdeild, sem þeir telja sig eiga sakir við”. Hér leggur Sighvatur mér orð í munn. Auðvitað er það ekki svo að hvaða ráðamaður sem er geti látið nauðungarvista fólk án tilefnis og jafnvel til að koma höggi á pólitíska andstæðinga sína. En að valdamaður eins og Jón Baldvin Hannibalsson hafi getað fengið dóttur sína nauðungarvistaða að ósekju í þeim tilgangi að þagga niður í henni, og það margoft, er alls ekki útilokað miðað við þágildandi og núgildandi lög um nauðungarvistun.Einn er of mikið Einn þolandi er of mikið - ein manneskja, sem án nokkurs tilefnis annars en að hafa greint frá ofbeldi eða kúgun, verður fyrir því að áhrifamikill einstaklingur sem braut á henni beitir þessu kerfi gegn henni. Rænir hana ærunni. Veldur því að manneskjan sem brotið var á er sprautuð niður, deyfð, bæld. Lögin okkar komast ekki nálægt því að innihalda fullnægjandi varnir til að hindra misnotkun á þessu ferli. Óskandi væri, að Sighvatur Björgvinsson einbeitti sér að því að hvetja okkur til dáða sem viljum breyta þessum ólögum, frekar en að ráðast að mér með ómerkilegri varnarræðu fyrir gamlan flokksfélaga og vin.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun