Staðlausir stafir, rangfærslur Sighvats Björgvinssonar leiðréttar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar 31. janúar 2019 13:41 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, formaður laga-og mannréttindanefndar Evrópuráðs og sérfræðingur í mannréttindalögum svarar ámælisgrein Sighvats Björgvinssonar fyrrverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 23. janúar síðastliðinn. Þann 18. janúar s.l. birti ég pistil í Stundinni þar sem ég lýsti þeirri afstöðu að lagaramminn um nauðungarvistun á geðdeildum sjúkrahúsa á Íslandi sé of veikur til að varna misnotkun. Ég tók sem dæmi sögu Aldísar Schram sem hefur haldið því fram að faðir hennar, Jón Baldvin Hannibalsson, hafi misnotað valdastöðu sína og tengslanet til að fá hana nauðungarvistaða sex sinnum. Ávallt í kjölfar þess að hún sakaði hann um kynferðisbrot. Inntak pistilsins var að lögræðislögin komi ekki í veg fyrir slíkar aðfarir og að hvetja okkur á Alþingi til að styrkja réttarstöðu nauðungarvistaðra einstaklinga. Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, gagnrýnir pistil minn harðlega og heldur því fram að ég fari vísvitandi með rangt mál um lagaumhverfi nauðungarvistana. Hins vegar er það svo, að Sighvatur fer fram með fjölda staðreyndarvillna í grein sinni um lögræðislög, jafnt fyrri tíma laga sem núgildandi. Alvarlegasta villan er sú, að Sighvatur ruglar saman nauðungarvistun og lögræðissviptingu og lögum þar um.Lögræðissvipting og nauðungarvistun Nú hef ég rannsakað íslensku lögræðislögin töluvert í störfum mínum fyrir Landssamtökin Geðhjálp. Ég get því frætt Sighvat um að lögræðissvipt manneskja hefur orðið fyrir því að dómari hefur svipt hana réttinum til að taka sjálfstæðar ákvarðanir í eigin lífi (sjálfræði og fjárræði) og skipað lögráðamann til að taka ákvarðanir fyrir hana. Sá getur m.a. ákveðið að vista eigi viðkomandi einstakling á stofnun gegn vilja sínum. Nauðungarvistun þýðir hins vegar að sjálfráða manneskja er vistuð á stofnun gegn vilja sínum til að fá meðferð við alvarlegum geðsjúkdómi. Dómari þarf ekki og hefur aldrei verið skylt að koma að slíkum beiðnum, samkvæmt íslenskum lögum.Ísland er ekki eyland Yfirvöld í flestum lýðræðisríkjum nýta nauðungarvistun sem neyðarúrræði fyrir manneskjur sem vegna veikinda sinna eru hættulegar sjálfum sér eða öðrum. Í lögræðislögum Danmerkur, Skotlands og Noregs er það enda tryggt að nauðungarvistun megi einungis beita í neyðartilfellum þegar önnur úrræði hafa verið reynd eða eru ómöguleg. Þessi lönd gera einnig þá grundvallarkröfu að beiðni um nauðungarvistun fylgi læknisvottorð tveggja óháðra lækna með sérþekkingu í geðheilbrigði, sem eru sammála um að líf viðkomandi og heilsa sé í húfi. Þessar lagakröfur lágmarka hættuna á að sjálfráða fólk sé nauðungarvistað, nema það sé bráðnauðsynlegt af læknisfræðilegum ástæðum og síðasta úrræði.Lágmarkskröfum ekki fullnægt Lögræðislögin okkar gera ekki þessar lágmarkskröfur, og þau voru verri í ráðherratíð Sighvats. Þá, og reyndar allt til 2016, var það dómsmálaráðuneytið sem tók ákvarðanir um áframhaldandi nauðungarvistanir, og til 1. janúar 1998 gat ráðuneytið lagt fram slíka beiðni að eigin frumkvæði. Eins og umboðsmaður Alþingis hefur bent á þá var víðtekin venja að halda einstaklingum lengur en þá 15 sólarhringa sem lög um nauðungarvistanir heimiluðu. Tíðkaðist þá jafnan sú framkvæmd að sótt var um sjálfræðissviptingu viðkomandi og þeim haldið innan stofnunar, án dóms og laga, á meðan slík umsókn velktist um í kerfinu.Rétt skal vera rétt Sighvatur segir mig staðhæfa: „að valdsmenn geti lokað hvern og einn inni á geðdeild, sem þeir telja sig eiga sakir við”. Hér leggur Sighvatur mér orð í munn. Auðvitað er það ekki svo að hvaða ráðamaður sem er geti látið nauðungarvista fólk án tilefnis og jafnvel til að koma höggi á pólitíska andstæðinga sína. En að valdamaður eins og Jón Baldvin Hannibalsson hafi getað fengið dóttur sína nauðungarvistaða að ósekju í þeim tilgangi að þagga niður í henni, og það margoft, er alls ekki útilokað miðað við þágildandi og núgildandi lög um nauðungarvistun.Einn er of mikið Einn þolandi er of mikið - ein manneskja, sem án nokkurs tilefnis annars en að hafa greint frá ofbeldi eða kúgun, verður fyrir því að áhrifamikill einstaklingur sem braut á henni beitir þessu kerfi gegn henni. Rænir hana ærunni. Veldur því að manneskjan sem brotið var á er sprautuð niður, deyfð, bæld. Lögin okkar komast ekki nálægt því að innihalda fullnægjandi varnir til að hindra misnotkun á þessu ferli. Óskandi væri, að Sighvatur Björgvinsson einbeitti sér að því að hvetja okkur til dáða sem viljum breyta þessum ólögum, frekar en að ráðast að mér með ómerkilegri varnarræðu fyrir gamlan flokksfélaga og vin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, formaður laga-og mannréttindanefndar Evrópuráðs og sérfræðingur í mannréttindalögum svarar ámælisgrein Sighvats Björgvinssonar fyrrverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 23. janúar síðastliðinn. Þann 18. janúar s.l. birti ég pistil í Stundinni þar sem ég lýsti þeirri afstöðu að lagaramminn um nauðungarvistun á geðdeildum sjúkrahúsa á Íslandi sé of veikur til að varna misnotkun. Ég tók sem dæmi sögu Aldísar Schram sem hefur haldið því fram að faðir hennar, Jón Baldvin Hannibalsson, hafi misnotað valdastöðu sína og tengslanet til að fá hana nauðungarvistaða sex sinnum. Ávallt í kjölfar þess að hún sakaði hann um kynferðisbrot. Inntak pistilsins var að lögræðislögin komi ekki í veg fyrir slíkar aðfarir og að hvetja okkur á Alþingi til að styrkja réttarstöðu nauðungarvistaðra einstaklinga. Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, gagnrýnir pistil minn harðlega og heldur því fram að ég fari vísvitandi með rangt mál um lagaumhverfi nauðungarvistana. Hins vegar er það svo, að Sighvatur fer fram með fjölda staðreyndarvillna í grein sinni um lögræðislög, jafnt fyrri tíma laga sem núgildandi. Alvarlegasta villan er sú, að Sighvatur ruglar saman nauðungarvistun og lögræðissviptingu og lögum þar um.Lögræðissvipting og nauðungarvistun Nú hef ég rannsakað íslensku lögræðislögin töluvert í störfum mínum fyrir Landssamtökin Geðhjálp. Ég get því frætt Sighvat um að lögræðissvipt manneskja hefur orðið fyrir því að dómari hefur svipt hana réttinum til að taka sjálfstæðar ákvarðanir í eigin lífi (sjálfræði og fjárræði) og skipað lögráðamann til að taka ákvarðanir fyrir hana. Sá getur m.a. ákveðið að vista eigi viðkomandi einstakling á stofnun gegn vilja sínum. Nauðungarvistun þýðir hins vegar að sjálfráða manneskja er vistuð á stofnun gegn vilja sínum til að fá meðferð við alvarlegum geðsjúkdómi. Dómari þarf ekki og hefur aldrei verið skylt að koma að slíkum beiðnum, samkvæmt íslenskum lögum.Ísland er ekki eyland Yfirvöld í flestum lýðræðisríkjum nýta nauðungarvistun sem neyðarúrræði fyrir manneskjur sem vegna veikinda sinna eru hættulegar sjálfum sér eða öðrum. Í lögræðislögum Danmerkur, Skotlands og Noregs er það enda tryggt að nauðungarvistun megi einungis beita í neyðartilfellum þegar önnur úrræði hafa verið reynd eða eru ómöguleg. Þessi lönd gera einnig þá grundvallarkröfu að beiðni um nauðungarvistun fylgi læknisvottorð tveggja óháðra lækna með sérþekkingu í geðheilbrigði, sem eru sammála um að líf viðkomandi og heilsa sé í húfi. Þessar lagakröfur lágmarka hættuna á að sjálfráða fólk sé nauðungarvistað, nema það sé bráðnauðsynlegt af læknisfræðilegum ástæðum og síðasta úrræði.Lágmarkskröfum ekki fullnægt Lögræðislögin okkar gera ekki þessar lágmarkskröfur, og þau voru verri í ráðherratíð Sighvats. Þá, og reyndar allt til 2016, var það dómsmálaráðuneytið sem tók ákvarðanir um áframhaldandi nauðungarvistanir, og til 1. janúar 1998 gat ráðuneytið lagt fram slíka beiðni að eigin frumkvæði. Eins og umboðsmaður Alþingis hefur bent á þá var víðtekin venja að halda einstaklingum lengur en þá 15 sólarhringa sem lög um nauðungarvistanir heimiluðu. Tíðkaðist þá jafnan sú framkvæmd að sótt var um sjálfræðissviptingu viðkomandi og þeim haldið innan stofnunar, án dóms og laga, á meðan slík umsókn velktist um í kerfinu.Rétt skal vera rétt Sighvatur segir mig staðhæfa: „að valdsmenn geti lokað hvern og einn inni á geðdeild, sem þeir telja sig eiga sakir við”. Hér leggur Sighvatur mér orð í munn. Auðvitað er það ekki svo að hvaða ráðamaður sem er geti látið nauðungarvista fólk án tilefnis og jafnvel til að koma höggi á pólitíska andstæðinga sína. En að valdamaður eins og Jón Baldvin Hannibalsson hafi getað fengið dóttur sína nauðungarvistaða að ósekju í þeim tilgangi að þagga niður í henni, og það margoft, er alls ekki útilokað miðað við þágildandi og núgildandi lög um nauðungarvistun.Einn er of mikið Einn þolandi er of mikið - ein manneskja, sem án nokkurs tilefnis annars en að hafa greint frá ofbeldi eða kúgun, verður fyrir því að áhrifamikill einstaklingur sem braut á henni beitir þessu kerfi gegn henni. Rænir hana ærunni. Veldur því að manneskjan sem brotið var á er sprautuð niður, deyfð, bæld. Lögin okkar komast ekki nálægt því að innihalda fullnægjandi varnir til að hindra misnotkun á þessu ferli. Óskandi væri, að Sighvatur Björgvinsson einbeitti sér að því að hvetja okkur til dáða sem viljum breyta þessum ólögum, frekar en að ráðast að mér með ómerkilegri varnarræðu fyrir gamlan flokksfélaga og vin.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun