Landslagsvernd Ingimundur Gíslason skrifar 31. janúar 2019 07:00 Fátt er skemmtilegra en að ferðast um Suðurlandsundirlendið í björtu veðri og virða fyrir sér fjöllin úti við sjóndeildarhringinn allt frá Botnsúlum til Eyjafjallajökuls. Og fátt er leiðinlegra en að aka um Smálöndin í Suður-Svíþjóð þar sem stórfelld skógrækt hefur nær útrýmt opnu landslagi sem var þar einkennandi fyrr á tímum. Nú ekur maður þar tímunum saman í djúpu gili þar sem þéttur veggur barrtrjáa er til beggja handa. Útsýni takmarkast þar að mestu leyti við veginn beint fram undan. Sama má segja um víðáttumikil landssvæði í Suður-Afríku en þar hafa evrópsk stórfyrirtæki, sem framleiða pappír, gróðursett hraðvaxta evkalyptustré í stórum stíl. En nú eru blikur á lofti á Suðurlandi. Mikil trjárækt og skógrækt er smátt og smátt að breyta landslagsmyndinni. Þetta er að gerast hægt en örugglega. Nú þegar hafa orðið til trjágöng meðfram þjóðvegum á nokkrum stöðum. Háar aspir í röð með fram vegum, til dæmis á leiðinni að Flúðum, Reykholti og Hvolsvelli, draga úr útsýni til fjalla. Þá eru víða að verða til stór skógarflæmi. Hvað segja skipulagsyfirvöld á hverjum stað um þessa þróun mála? Ef heldur fram sem horfir munu afkomendur okkar aka um vegi Suðurlands í djúpum, dimmum skógargiljum eftir 50 ár. Sænski söngvarinn Ulf Lundell söng einu sinni „Jag trivs best i öppna landskap” eða „Ég kann best við mig í opnu landslagi“. Og ég þekki dæmi þess að Evrópusambandið styrki bændur sem eru að draga úr nautgriparækt á búum sínum með verulegu fjárframlagi gegn því að þeir sjái til þess að beitiland haldist opið og að nærliggjandi skógur nái ekki að breiðast þar yfir. Skógar veita skjól sem margt fólk sækist eftir en einhver takmörk hljóta að verða á fórnarkostnaðnum í því sambandi. Og má ég þá frekar biðja um hressandi sunnlenskt slagveður. Verndum hið opna landslag!Höfundur er augnlæknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Skoðun Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Sjá meira
Fátt er skemmtilegra en að ferðast um Suðurlandsundirlendið í björtu veðri og virða fyrir sér fjöllin úti við sjóndeildarhringinn allt frá Botnsúlum til Eyjafjallajökuls. Og fátt er leiðinlegra en að aka um Smálöndin í Suður-Svíþjóð þar sem stórfelld skógrækt hefur nær útrýmt opnu landslagi sem var þar einkennandi fyrr á tímum. Nú ekur maður þar tímunum saman í djúpu gili þar sem þéttur veggur barrtrjáa er til beggja handa. Útsýni takmarkast þar að mestu leyti við veginn beint fram undan. Sama má segja um víðáttumikil landssvæði í Suður-Afríku en þar hafa evrópsk stórfyrirtæki, sem framleiða pappír, gróðursett hraðvaxta evkalyptustré í stórum stíl. En nú eru blikur á lofti á Suðurlandi. Mikil trjárækt og skógrækt er smátt og smátt að breyta landslagsmyndinni. Þetta er að gerast hægt en örugglega. Nú þegar hafa orðið til trjágöng meðfram þjóðvegum á nokkrum stöðum. Háar aspir í röð með fram vegum, til dæmis á leiðinni að Flúðum, Reykholti og Hvolsvelli, draga úr útsýni til fjalla. Þá eru víða að verða til stór skógarflæmi. Hvað segja skipulagsyfirvöld á hverjum stað um þessa þróun mála? Ef heldur fram sem horfir munu afkomendur okkar aka um vegi Suðurlands í djúpum, dimmum skógargiljum eftir 50 ár. Sænski söngvarinn Ulf Lundell söng einu sinni „Jag trivs best i öppna landskap” eða „Ég kann best við mig í opnu landslagi“. Og ég þekki dæmi þess að Evrópusambandið styrki bændur sem eru að draga úr nautgriparækt á búum sínum með verulegu fjárframlagi gegn því að þeir sjái til þess að beitiland haldist opið og að nærliggjandi skógur nái ekki að breiðast þar yfir. Skógar veita skjól sem margt fólk sækist eftir en einhver takmörk hljóta að verða á fórnarkostnaðnum í því sambandi. Og má ég þá frekar biðja um hressandi sunnlenskt slagveður. Verndum hið opna landslag!Höfundur er augnlæknir
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar