Í hádeginu var dregið í átta liða úrslit í bikarkeppni HSÍ, Coca Cola-bikarnum. Stórleikurinn karlamegin er á Selfossi.
Þangað koma Valsmenn í heimsókn en þetta hafa verið tvö af bestu liðum deildarinnar í vetur. Haukar gegn Stjörnunni er svo stærsti slagur átta liða úrslitanna hjá konunum.
Leikirnir í bikarnum fara fram 18.-20. febrúar.
8-liða úrslit karla:
Fjölnir - Þróttur
Afturelding - FH
ÍBV - ÍR
Selfoss - Valur
8-liða úrslit kvenna:
FH - Valur
ÍBV - KA/Þór
Haukar - Stjarnan
Selfoss - Fram
