Áfram veginn Davíð Þorláksson skrifar 30. janúar 2019 07:00 Alþingi ræðir þessa dagana um upptöku veggjalda. Þessi umræða er ekki ný af nálinni. Árið 1965 var lagt veggjald á Reykjanesbraut eftir að bundið slitlag hafði verið lagt á hana, þótt sú gjaldtaka hafi aðeins varað í nokkur ár. Hvalfjarðargöng voru opnuð 1998 þar sem veggjald var innheimt með góðum árangri þar til í lok síðasta árs og svo er gjaldtaka hafin í nýjum Vaðlaheiðargöngum. Nútímatækni gerir það að verkum að ekkert starfsfólk þarf í innheimtuna og hún ætti að geta gengið fljótt og vel fyrir vegfarendur. Það er jákvætt sjónarmið að sá sem notar opinbera þjónustu greiði fyrir hana ef viðkomandi hefur kost á því. Kostir þess eru að það dregur úr að opinber þjónusta sé notuð að óþörfu og minnkar byrðar á skattgreiðendur. Þegar um veggjöld er að ræða má einnig nýta þau til að stýra umferð. Til dæmis með því að búa til hvata til að nota almenningssamgöngur og draga úr umferð á álagstíma með hærra verði. En til þess að veggjöld séu sannarlega veggjöld og að þessir kostir nýtist þá verða þau að standa straum af kostnaðinum við lagningu eða viðhald vegarins sem þau eru innheimt á. Ef það er ekki gert þá er bara um hreinan og kláran skatt að ræða. Ef til stendur að hætta að fjármagna vegagerð að hluta beint úr ríkissjóði og hefja innheimtu veggjalda þá ætti auðvitað að lækka almenna skatta sem því nemur. Af einhverjum ástæðum hafa stjórnmálamenn þó lítið minnst á það í þessari umræðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Vegtollar Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Alþingi ræðir þessa dagana um upptöku veggjalda. Þessi umræða er ekki ný af nálinni. Árið 1965 var lagt veggjald á Reykjanesbraut eftir að bundið slitlag hafði verið lagt á hana, þótt sú gjaldtaka hafi aðeins varað í nokkur ár. Hvalfjarðargöng voru opnuð 1998 þar sem veggjald var innheimt með góðum árangri þar til í lok síðasta árs og svo er gjaldtaka hafin í nýjum Vaðlaheiðargöngum. Nútímatækni gerir það að verkum að ekkert starfsfólk þarf í innheimtuna og hún ætti að geta gengið fljótt og vel fyrir vegfarendur. Það er jákvætt sjónarmið að sá sem notar opinbera þjónustu greiði fyrir hana ef viðkomandi hefur kost á því. Kostir þess eru að það dregur úr að opinber þjónusta sé notuð að óþörfu og minnkar byrðar á skattgreiðendur. Þegar um veggjöld er að ræða má einnig nýta þau til að stýra umferð. Til dæmis með því að búa til hvata til að nota almenningssamgöngur og draga úr umferð á álagstíma með hærra verði. En til þess að veggjöld séu sannarlega veggjöld og að þessir kostir nýtist þá verða þau að standa straum af kostnaðinum við lagningu eða viðhald vegarins sem þau eru innheimt á. Ef það er ekki gert þá er bara um hreinan og kláran skatt að ræða. Ef til stendur að hætta að fjármagna vegagerð að hluta beint úr ríkissjóði og hefja innheimtu veggjalda þá ætti auðvitað að lækka almenna skatta sem því nemur. Af einhverjum ástæðum hafa stjórnmálamenn þó lítið minnst á það í þessari umræðu.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar