Prinsessa vill verða forsætisráðherra Samúel Karl Ólason skrifar 8. febrúar 2019 09:05 Taílenska prinsessan Ubolratana Mahidol. Vísir/AP Taílenska prinsessan Ubolratana Mahidol hefur boðið sig fram til embættis forsætisráðherra fyrir flokkinn Raksa Chart. Löng hefð hefur verið fyrir því að konungsfjölskyldan haldi sig frá stjórnmálum í landinu og hefur þessi ákvörðun prinsessunnar sett kosningabaráttuna í ákveðið uppnám, samkvæmt AP fréttaveitunni.Ubolratana er elsta systir konungs Taílands og fer hún nú gegn þeim frambjóðanda sem her landsins styður. Sá gengur undir nafninu Prayuth Chan-ocha og starfar hann nú sem forsætisráðherra eftir að hann leiddi valdarán gegn síðustu ríkisstjórn Taílands árið 2014. Hann leiðir Palang Pracharat flokkinn sem AP segir lengi hafa verið talinn ganga erinda hersins. Hingað til hefur Prayuth flokkurinn verið talinn líklegastur til að bera sigur úr bítum í kosningunum sem fram fara þann 24. mars og þá sérstaklega vegna stjórnarskrárbreytinga og breytinga á lögum um kosningar sem flokkurinn hefur gert í kjölfar valdaránsins. Þær breytingar hafa leitt til þess að öðrum flokkum reynist erfitt að ná völdum án stuðningar hersins. Ubolratana hefur þó gert bandalag við Thakshin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra Taílands sem herinn velti úr sessi, og hefur ákvörðun hennar breytt aðstæðum í landinu verulega. Prinsessan hefur þó lengi synt gegn straumnum, ef svo má að orði komast, varðandi hefðir konungsfjölskyldunnar. Hún giftist Bandaríkjamanninum Peter Jensen árið 1972 og afsalaði sér með því öllum konunglegum titlum. Ubolratana kynntist Jensen þegar hún var við nám í Massachusetts Institute of Technology eða MIT og bjó hún í Bandaríkjunum í rúm 25 ár.Hún fór þó aftur til Taílands eftir skilnað hennar og Jensen þar sem konungsfjölskyldan tók henni með opnum örmum á nýjan leik. Konungsfjölskyldan er talin heilög í Taílandi en hún hefur farið gegn ýmsum hefðum henni tengdri og þykir mjög vinsæl þar í landi. Hún hefur einnig sungið og leikið í kvikmyndum. Kóngafólk Taíland Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Taílenska prinsessan Ubolratana Mahidol hefur boðið sig fram til embættis forsætisráðherra fyrir flokkinn Raksa Chart. Löng hefð hefur verið fyrir því að konungsfjölskyldan haldi sig frá stjórnmálum í landinu og hefur þessi ákvörðun prinsessunnar sett kosningabaráttuna í ákveðið uppnám, samkvæmt AP fréttaveitunni.Ubolratana er elsta systir konungs Taílands og fer hún nú gegn þeim frambjóðanda sem her landsins styður. Sá gengur undir nafninu Prayuth Chan-ocha og starfar hann nú sem forsætisráðherra eftir að hann leiddi valdarán gegn síðustu ríkisstjórn Taílands árið 2014. Hann leiðir Palang Pracharat flokkinn sem AP segir lengi hafa verið talinn ganga erinda hersins. Hingað til hefur Prayuth flokkurinn verið talinn líklegastur til að bera sigur úr bítum í kosningunum sem fram fara þann 24. mars og þá sérstaklega vegna stjórnarskrárbreytinga og breytinga á lögum um kosningar sem flokkurinn hefur gert í kjölfar valdaránsins. Þær breytingar hafa leitt til þess að öðrum flokkum reynist erfitt að ná völdum án stuðningar hersins. Ubolratana hefur þó gert bandalag við Thakshin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra Taílands sem herinn velti úr sessi, og hefur ákvörðun hennar breytt aðstæðum í landinu verulega. Prinsessan hefur þó lengi synt gegn straumnum, ef svo má að orði komast, varðandi hefðir konungsfjölskyldunnar. Hún giftist Bandaríkjamanninum Peter Jensen árið 1972 og afsalaði sér með því öllum konunglegum titlum. Ubolratana kynntist Jensen þegar hún var við nám í Massachusetts Institute of Technology eða MIT og bjó hún í Bandaríkjunum í rúm 25 ár.Hún fór þó aftur til Taílands eftir skilnað hennar og Jensen þar sem konungsfjölskyldan tók henni með opnum örmum á nýjan leik. Konungsfjölskyldan er talin heilög í Taílandi en hún hefur farið gegn ýmsum hefðum henni tengdri og þykir mjög vinsæl þar í landi. Hún hefur einnig sungið og leikið í kvikmyndum.
Kóngafólk Taíland Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent