Kalla sendiherra sinn heim vegna „árása“ Ítalíu Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2019 15:59 Luigi Di Maio, Giuseppe Conte og Matteo Salvini. EPA/ANGELO CARCONI Ríkisstjórn Emmanuel Macron, forseta Frakklands, hefur kallað sendiherra ríkisins heim frá Ítalíu. Það var gert vegna „árása og svívirðilegra yfirlýsinga“ frá ríkisstjórn Ítalíu undanfarna mánuði. Frakkar segja árásir Ítala ekki eiga sér hliðstæðu frá því ríkin tóku höndum saman um stofnun Evrópusambandsins í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Luigi Di Maio, aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu, hitti leiðtoga fylkingar mótmælenda sem kenna sig við gul vesti nærri París á þriðjudaginn og gerði hann það í trássi við yfirvöld Frakklands, sem segja heimsókn Di Maio vera óásættanleg afskipti af innanríkismálum Frakklands. Di Maio hefur einnig hvatt mótmælendur til að gefast ekki upp og heitið þeim stuðningi Ítalíu.Í grunninn hafa deilur ríkjanna þó að miklu leyti snúist um málefni innflytjenda. Frakkar gagnrýndu Ítalíu í lok síðasta árs fyrir að veita björgunarskipum sem báru flótta- og farandfólk ekki að koma að landi á Ítalíu og í kjölfarið sökuðu Ítalir Frakka um að taka ekki á móti fólki og að hafa rekið farandfólk aftur yfir landamæri Ítalíu og Frakklands. Þá sagði Di Maio, sem er leiðtogi fimm stjörnu hreyfingarinnar, í síðasta mánuði að Frakkar hefðu aldrei látið af nýlendustefnu sinni gagnvart Afríku og að Frakkar væru ástæða fátæktar þar. Þar að auki sakaði Matteo Salvini, annar aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu og innanríkisráðherra, Frakka um veita hlífðarskyldi yfir fjórtán hryðjuverkamenn sem Ítalía vildi koma höndum yfir. Það er einungis hluti af ummælum þeirra um Frakkland og Macron sjálfan að undanförnu. Salvini og Di Maio tilheyra báðir hægri fylkingum á Ítalíu og Frakkar segja árásum þeirra gegn Macron og ríkisstjórn hans ætlað að vekja lukku meðal kjósenda á Ítalíu sem eru andvígir Evrópusambandinu. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Frakklands segir að það sé eitt að vera ósammála. Það sé hins vegar eitthvað allt annað að misnota samband við bandaríki í pólitískum tilgangi. Reuters segir ítalska fjölmiðla hafa birt myndband af Guiseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, og Angelu Merkel í síðustu viku. Myndbandið var tekið í Davos í síðasta mánuði og mátti heyra Conte segja Merkel að Di Maio væri að ráðast á Frakkland og Macron vegna þess að hann sæi fram á tap í Evrópukosningum í maí. Hann þyrfti á óvini að halda. Evrópusambandið Frakkland Ítalía Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira
Ríkisstjórn Emmanuel Macron, forseta Frakklands, hefur kallað sendiherra ríkisins heim frá Ítalíu. Það var gert vegna „árása og svívirðilegra yfirlýsinga“ frá ríkisstjórn Ítalíu undanfarna mánuði. Frakkar segja árásir Ítala ekki eiga sér hliðstæðu frá því ríkin tóku höndum saman um stofnun Evrópusambandsins í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Luigi Di Maio, aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu, hitti leiðtoga fylkingar mótmælenda sem kenna sig við gul vesti nærri París á þriðjudaginn og gerði hann það í trássi við yfirvöld Frakklands, sem segja heimsókn Di Maio vera óásættanleg afskipti af innanríkismálum Frakklands. Di Maio hefur einnig hvatt mótmælendur til að gefast ekki upp og heitið þeim stuðningi Ítalíu.Í grunninn hafa deilur ríkjanna þó að miklu leyti snúist um málefni innflytjenda. Frakkar gagnrýndu Ítalíu í lok síðasta árs fyrir að veita björgunarskipum sem báru flótta- og farandfólk ekki að koma að landi á Ítalíu og í kjölfarið sökuðu Ítalir Frakka um að taka ekki á móti fólki og að hafa rekið farandfólk aftur yfir landamæri Ítalíu og Frakklands. Þá sagði Di Maio, sem er leiðtogi fimm stjörnu hreyfingarinnar, í síðasta mánuði að Frakkar hefðu aldrei látið af nýlendustefnu sinni gagnvart Afríku og að Frakkar væru ástæða fátæktar þar. Þar að auki sakaði Matteo Salvini, annar aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu og innanríkisráðherra, Frakka um veita hlífðarskyldi yfir fjórtán hryðjuverkamenn sem Ítalía vildi koma höndum yfir. Það er einungis hluti af ummælum þeirra um Frakkland og Macron sjálfan að undanförnu. Salvini og Di Maio tilheyra báðir hægri fylkingum á Ítalíu og Frakkar segja árásum þeirra gegn Macron og ríkisstjórn hans ætlað að vekja lukku meðal kjósenda á Ítalíu sem eru andvígir Evrópusambandinu. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Frakklands segir að það sé eitt að vera ósammála. Það sé hins vegar eitthvað allt annað að misnota samband við bandaríki í pólitískum tilgangi. Reuters segir ítalska fjölmiðla hafa birt myndband af Guiseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, og Angelu Merkel í síðustu viku. Myndbandið var tekið í Davos í síðasta mánuði og mátti heyra Conte segja Merkel að Di Maio væri að ráðast á Frakkland og Macron vegna þess að hann sæi fram á tap í Evrópukosningum í maí. Hann þyrfti á óvini að halda.
Evrópusambandið Frakkland Ítalía Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira