Vanvirðing við vinnandi fólk Valgerður Árnadóttir skrifar 6. febrúar 2019 16:03 Hvernig stendur á því að ráðamenn þessarar þjóðar skuli ekki láta sig varða kjör kjósenda þeirra? Hversu illa erum við stödd þegar þingmenn okkar hafa ekki tengsl eða skilning fyrir almenningi í landinu? Ríkir hér svo mikil forréttindablinda og stéttarskipting að menn eru ófærir um að setja sig í spor annarra? Hvaða málefni í okkar litla þjóðfélagi er mikilvægara en kjarasamningar fólksins sem hér býr og vinnur? Þarf að skikka þingmenn til að taka amk. einn mánuð af sínu ofurlanga sumarfríi í að vinna láglaunastörf svo þau hafi skilning á þörfum kjósenda sinna? Í starfi mínu hjá stéttarfélagi hitti ég mikið af fólki. Fólk sem vinnur baki brotnu við að halda uppi helstu stoðum samfélagsins, fólkið sem keyrir strætó, hugsar um eldri borgara okkar, börnin okkar, fólk sem framleiðir matinn okkar, eldar hann og ber hann fram, fólkið sem sinnir ferðamönnunum, þrífur eftir þá, þrífur eftir okkur, tekur ruslið okkar, lagar vegina okkar, sér um garðana, perurnar í ljósastaurunum og svo má lengi telja. Fólkið sem er ómissandi til að daglegt líf okkar geti gengið smurt. En allstaðar sem ég fer heyri ég sögur af viðmóti sem þetta fólk fær, skilningsleysið sem mætir því, vanvirðingin sem því er sýnt og það hryggir mig, ég er miður mín yfir óréttlætinu og skil ekki að á þau sé ekki hlustað, að kröfum þeirra sé ekki mætt. Það er ekki nóg með að fólki sé boðið skítakaup sem enginn getur lifað af í nútímasamfélagi heldur þarf það að finna fyrir því daglega hvað það er lítils metið. Viðmót sem fólk í láglaunastörfum fær er ömurlegt og sérstaklega gagnvart fólki af erlendu bergi brotið. Því er sagt í hvert sinn og það biður um örlítið betri kjör að það eigi að vera þakklátt fyrir að vera yfir höfuð með vinnu. Vinnuveitendur hóta erlendu starfsfólki að það muni koma í veg fyrir að það fá vinnu annars staðar ef það reynir að berjast fyrir réttindum sínum, ef það leitar til stéttarfélagsins vegna þess að það er verið að brjóta á því getur það átt hættu á að missa starfið. Rétt fyrir jólin hitti ég verkakonu hjá matvælafyrirtæki, hún hafði unnið þar í 35 ár við að framleiða vöru sem flestir telja ómissandi, sérstaklega fyrir jólin, en hún fékk uppsagnarbréf í jólagjöf. Orðin 65 ára gömul, átti einungis 2 ár eftir í ellilaun og stjórn fyrirtækisins taldi þau þurfa að hagræða svo að þau sögðu upp elstu starfsmönnunum sem hafa sýnt fyrirtækinu tryggð í gegnum súrt og sætt og það fyrir lágmarkslaun. Eftir 35 ár í starfi náði kaupið fyrir fulla vinnu einungis lágmarki sem er 300 þúsund krónur. Tryggð fyrirtækis við starfsmenn er engin en tryggð starfsmanna er krafist. Svigrúm kauphækkana er engin en aðaleigandi þessa fyrirtækis greiddi sjálfum sér 3,2 milljarða í arð á síðasta ári. Þúsundfalda launaupphæð konunnar sem var sagt upp. Þegar ráðamenn eru spurðir hvort ekki þurfi að bæta kaup og kjör þessa fólks er svarið oft á þann veg að allir hafi jöfn tækifæri á Íslandi í dag, að allir geti sótt sér menntun og komið sér í önnur störf ef þau svo kjósa. Fyrir utan hvað það sýnir mikla vanþekkingu á raunveruleika vinnandi fólks þá gleyma þeir þeirri staðreynd að einhver þarf að vinna þessi störf, þau eru ómissandi í nútímasamfélagi og því ætti að sjá til þess að fólk sem tekur á sig að vinna þau fái mannsæmandi laun fyrir. Það er kominn tími til að ráðamenn þessarar þjóðar taki forréttindahuluna frá augunum og standi með kjósendum sínum og beiti sér fyrir því að bæta kjör þeirra. Ef þau gera það ekki þá efast ég að þau fái áframhaldandi vinnu á þingi eftir næstu kosningar, það eru jú jöfn tækifæri fyrir alla að bjóða sig fram til þings og margt gott fólk sem er til í að taka við keflinu.Höfundur er starfsmaður Eflingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Valgerður Árnadóttir Mest lesið Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Hvernig stendur á því að ráðamenn þessarar þjóðar skuli ekki láta sig varða kjör kjósenda þeirra? Hversu illa erum við stödd þegar þingmenn okkar hafa ekki tengsl eða skilning fyrir almenningi í landinu? Ríkir hér svo mikil forréttindablinda og stéttarskipting að menn eru ófærir um að setja sig í spor annarra? Hvaða málefni í okkar litla þjóðfélagi er mikilvægara en kjarasamningar fólksins sem hér býr og vinnur? Þarf að skikka þingmenn til að taka amk. einn mánuð af sínu ofurlanga sumarfríi í að vinna láglaunastörf svo þau hafi skilning á þörfum kjósenda sinna? Í starfi mínu hjá stéttarfélagi hitti ég mikið af fólki. Fólk sem vinnur baki brotnu við að halda uppi helstu stoðum samfélagsins, fólkið sem keyrir strætó, hugsar um eldri borgara okkar, börnin okkar, fólk sem framleiðir matinn okkar, eldar hann og ber hann fram, fólkið sem sinnir ferðamönnunum, þrífur eftir þá, þrífur eftir okkur, tekur ruslið okkar, lagar vegina okkar, sér um garðana, perurnar í ljósastaurunum og svo má lengi telja. Fólkið sem er ómissandi til að daglegt líf okkar geti gengið smurt. En allstaðar sem ég fer heyri ég sögur af viðmóti sem þetta fólk fær, skilningsleysið sem mætir því, vanvirðingin sem því er sýnt og það hryggir mig, ég er miður mín yfir óréttlætinu og skil ekki að á þau sé ekki hlustað, að kröfum þeirra sé ekki mætt. Það er ekki nóg með að fólki sé boðið skítakaup sem enginn getur lifað af í nútímasamfélagi heldur þarf það að finna fyrir því daglega hvað það er lítils metið. Viðmót sem fólk í láglaunastörfum fær er ömurlegt og sérstaklega gagnvart fólki af erlendu bergi brotið. Því er sagt í hvert sinn og það biður um örlítið betri kjör að það eigi að vera þakklátt fyrir að vera yfir höfuð með vinnu. Vinnuveitendur hóta erlendu starfsfólki að það muni koma í veg fyrir að það fá vinnu annars staðar ef það reynir að berjast fyrir réttindum sínum, ef það leitar til stéttarfélagsins vegna þess að það er verið að brjóta á því getur það átt hættu á að missa starfið. Rétt fyrir jólin hitti ég verkakonu hjá matvælafyrirtæki, hún hafði unnið þar í 35 ár við að framleiða vöru sem flestir telja ómissandi, sérstaklega fyrir jólin, en hún fékk uppsagnarbréf í jólagjöf. Orðin 65 ára gömul, átti einungis 2 ár eftir í ellilaun og stjórn fyrirtækisins taldi þau þurfa að hagræða svo að þau sögðu upp elstu starfsmönnunum sem hafa sýnt fyrirtækinu tryggð í gegnum súrt og sætt og það fyrir lágmarkslaun. Eftir 35 ár í starfi náði kaupið fyrir fulla vinnu einungis lágmarki sem er 300 þúsund krónur. Tryggð fyrirtækis við starfsmenn er engin en tryggð starfsmanna er krafist. Svigrúm kauphækkana er engin en aðaleigandi þessa fyrirtækis greiddi sjálfum sér 3,2 milljarða í arð á síðasta ári. Þúsundfalda launaupphæð konunnar sem var sagt upp. Þegar ráðamenn eru spurðir hvort ekki þurfi að bæta kaup og kjör þessa fólks er svarið oft á þann veg að allir hafi jöfn tækifæri á Íslandi í dag, að allir geti sótt sér menntun og komið sér í önnur störf ef þau svo kjósa. Fyrir utan hvað það sýnir mikla vanþekkingu á raunveruleika vinnandi fólks þá gleyma þeir þeirri staðreynd að einhver þarf að vinna þessi störf, þau eru ómissandi í nútímasamfélagi og því ætti að sjá til þess að fólk sem tekur á sig að vinna þau fái mannsæmandi laun fyrir. Það er kominn tími til að ráðamenn þessarar þjóðar taki forréttindahuluna frá augunum og standi með kjósendum sínum og beiti sér fyrir því að bæta kjör þeirra. Ef þau gera það ekki þá efast ég að þau fái áframhaldandi vinnu á þingi eftir næstu kosningar, það eru jú jöfn tækifæri fyrir alla að bjóða sig fram til þings og margt gott fólk sem er til í að taka við keflinu.Höfundur er starfsmaður Eflingar.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar