Ár lotukerfisins Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 5. febrúar 2019 08:00 Í lotukerfinu er að finna mikilfenglega frásögn,“ sagði Audrey Azoulay, aðalframkvæmdastjóri Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO), í París í síðustu viku þegar hátíðarhöldum í tilefni af 150 ára afmæli lotukerfisins var ýtt úr vör. Hún bætti við: „Markmið þessarar sögu er að hjálpa okkur að skilja innsta eðli allra hluta.“ Árið 2019 er alþjóðlegt ár lotukerfisins. Flest þekkjum við lotukerfið – þessa undarlegu kassaröð sem hékk á vegg í skólastofunni sem stolt yfirlýsing um að hér væru sannarlega vísindi stunduð – en fæst höfum við freistað þess að raunverulega skilja skammstafanirnar, loturnar og gildisrafeindirnar sem mynda grundvöll þessa sögulega afreks mannsandans sem lotukerfi Rússans Dmítrí Mendelejev er. Það er engin skömm að því. En allir, þá sérstaklega þau ungmenni sem nú sitja á skólabekk og virða fyrir sér lotukerfið ýmist af undrun eða fyrirlitningu, ættu að fá tækifæri til fræðast um og upplifa þá einstöku auðmýkt sem lotukerfið framkallar þegar það er skoðað í heild sinni. Því hin ókláraða saga sem Azoulay vísaði til er sannarlega mikilfengleg. Frásögnin, eins og er sögð í lotukerfi samtímans, segir okkur frá því hvernig vetni, helíum og tiltölulega lítið af líþíni mynduðust við þúsund milljarða gráðu hita, örfáum sekúndum eftir Miklahvell; hvernig öll frumefni léttari en járn myndast í kjarnasamruna í hjarta sólstjarna, og dreifast um alheiminn þegar dauðvona stjörnur þeyta ytri lögum sínum út í svartnættið; hvernig öll þyngri frumefni verða til í samruna í sprengistjörnum. Saga þessi er endurskrifuð í sífellu. Efnasamsetning alheimsins – skoðuð á nægilega löngum tímakvarða – er síbreytileg. Um leið er sagan sem lotukerfið segir okkur ekki aðeins saga aðgreiningar og flokkunar. Í lotukerfinu er að finna þá þekkingu sem þarf til að sameina frumefnin, í göfugum jafnt sem skelfilegum tilgangi. Í lotukerfinu finnum við bæði uppskriftina að lífsnauðsynlegum lyfjum og efnavopnum. Í þessari einföldu töflu endurspeglast bæði eiginleiki mannskepnunnar til að láta gott af sér leiða og sá ljótleiki sem oft virðist einkenna tegundina okkar. Breski heimspekingurinn Bertrand Russell komst að þeirri vafasömu niðurstöðu eftir að hafa kynnt sér eiginleika joðs og áhrif efnisins, eða skort þess í líkamanum, á gáfnafar einstaklinga, að ómögulegt væri að aðskilja sálina frá líkamlegum ferlum. Þannig væri andlegt líf mannskepnunnar, heilsa hennar og allur sá harmur sem hún upplifir í raun ekkert nema lotukerfið. Þrátt fyrir djúpstæða þekkingu á frumefnum og efnasamsetningu heimsins, þá er augljóslega margt sem við vitum ekki. Ekki er hægt að ímynda sér heppilegri tímasetningu til að virkja forvitni og kraft þeirra sem nú sitja á skólabekk til að finna þessi svör en einmitt á ári lotukerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Í lotukerfinu er að finna mikilfenglega frásögn,“ sagði Audrey Azoulay, aðalframkvæmdastjóri Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO), í París í síðustu viku þegar hátíðarhöldum í tilefni af 150 ára afmæli lotukerfisins var ýtt úr vör. Hún bætti við: „Markmið þessarar sögu er að hjálpa okkur að skilja innsta eðli allra hluta.“ Árið 2019 er alþjóðlegt ár lotukerfisins. Flest þekkjum við lotukerfið – þessa undarlegu kassaröð sem hékk á vegg í skólastofunni sem stolt yfirlýsing um að hér væru sannarlega vísindi stunduð – en fæst höfum við freistað þess að raunverulega skilja skammstafanirnar, loturnar og gildisrafeindirnar sem mynda grundvöll þessa sögulega afreks mannsandans sem lotukerfi Rússans Dmítrí Mendelejev er. Það er engin skömm að því. En allir, þá sérstaklega þau ungmenni sem nú sitja á skólabekk og virða fyrir sér lotukerfið ýmist af undrun eða fyrirlitningu, ættu að fá tækifæri til fræðast um og upplifa þá einstöku auðmýkt sem lotukerfið framkallar þegar það er skoðað í heild sinni. Því hin ókláraða saga sem Azoulay vísaði til er sannarlega mikilfengleg. Frásögnin, eins og er sögð í lotukerfi samtímans, segir okkur frá því hvernig vetni, helíum og tiltölulega lítið af líþíni mynduðust við þúsund milljarða gráðu hita, örfáum sekúndum eftir Miklahvell; hvernig öll frumefni léttari en járn myndast í kjarnasamruna í hjarta sólstjarna, og dreifast um alheiminn þegar dauðvona stjörnur þeyta ytri lögum sínum út í svartnættið; hvernig öll þyngri frumefni verða til í samruna í sprengistjörnum. Saga þessi er endurskrifuð í sífellu. Efnasamsetning alheimsins – skoðuð á nægilega löngum tímakvarða – er síbreytileg. Um leið er sagan sem lotukerfið segir okkur ekki aðeins saga aðgreiningar og flokkunar. Í lotukerfinu er að finna þá þekkingu sem þarf til að sameina frumefnin, í göfugum jafnt sem skelfilegum tilgangi. Í lotukerfinu finnum við bæði uppskriftina að lífsnauðsynlegum lyfjum og efnavopnum. Í þessari einföldu töflu endurspeglast bæði eiginleiki mannskepnunnar til að láta gott af sér leiða og sá ljótleiki sem oft virðist einkenna tegundina okkar. Breski heimspekingurinn Bertrand Russell komst að þeirri vafasömu niðurstöðu eftir að hafa kynnt sér eiginleika joðs og áhrif efnisins, eða skort þess í líkamanum, á gáfnafar einstaklinga, að ómögulegt væri að aðskilja sálina frá líkamlegum ferlum. Þannig væri andlegt líf mannskepnunnar, heilsa hennar og allur sá harmur sem hún upplifir í raun ekkert nema lotukerfið. Þrátt fyrir djúpstæða þekkingu á frumefnum og efnasamsetningu heimsins, þá er augljóslega margt sem við vitum ekki. Ekki er hægt að ímynda sér heppilegri tímasetningu til að virkja forvitni og kraft þeirra sem nú sitja á skólabekk til að finna þessi svör en einmitt á ári lotukerfisins.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar