Telur sig nálgast sitt besta form Hjörvar Ólafsson skrifar 4. febrúar 2019 08:45 Aníta Hinriksdóttir. Vísir/Anton Hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir tók þátt í 800 metra hlaupi á Reykjavíkurleikunum í gær. Hlaupið var skipað sterkum hlaupurum og hafnaði Aníta í þriðja sæti á eftir Bretanum Shelayna Oskan-Clarke sem varð hlutskörpust og tékkneska meistaranum Diana Mezulianikova sem varð í öðru sæti. Clarke er ríkjandi meistari í greininni í Bretlandi, vann bronsverðlaun á heimsmeistaramótinu innanhúss á síðasta ári og silfurverðlaun á Evrópumeistaramótinu innanhúss árið áður. Hlaupið í gær var nokkuð hægt og Aníta hljóp á tímanum 2:04,88 mínútum. Hún segir í samtali við Fréttablaðið að hún hefði ekki náð að hlaupa eftir þeirri taktík sem lagt var upp með fyrir hlaupið og hana hafi skort sjálfstraust til þess að gefa allt sem hún ætti í lokasprettinn. Aníta kveðst hins vegar finna töluverðan mun til hins betra frá því fyrir tveimur vikum og hún telur sig vera að nálgast sitt besta form. „Þetta hlaup var skref í rétta átt að mínu mati og mér leið miklu betur í þessu hlaupi en þegar ég hljóp mitt fyrsta hlaup á árinu fyrir tveimur vikum. Mér leið svona eins og við værum að hlaupa frekar hægt og það var rétt metið. Ég þarf að æfa það betur að láta taktíkina mína ganga fullkomlega upp. Það er að finna rétta tímapunktinn til þess að komast fram úr fremstu hlaupurum án þess að eyða allri orkunni. Það gekk ekki upp í þessu hlaupi og ég þarf að einblína á að æfa mig betur í þessu atriði á næstu vikum,“ segir Aníta um frammistöðu sína. „Það vantaði líka aðeins upp á sjálfstraustið. Ég hætti við að gefa allt sem ég ætti í lokasprettinn og dró úr mér tennurnar. Ég þarf að einblína á andlega þáttinn samhliða þeim líkamlega og tæknilegum atriðum hvað hlaupin varðar á næstunni. Það er mikilvægt að vinna í sjálfstraustinu, ég hef fulla trú á mér og þarf bara að sýna það í verki í næstum mótum. Ég er að nálgast það að komast í mitt besta líkamlega form hlaupalega séð og ég er viss um að ég mun toppa á réttum tíma,“ segir ÍR-ingurinn um stöðu mála hjá sér. Aníta sem bjó í Hollandi um skeið flutti heim til Íslands síðasta haust. Hún segir því fylgja kosti og galla að færa sig um set frá Hollandi til Íslands. Aníta endurnýjaði kynnin við sinn gamla þjálfara Gunnar Pál Jóakimsson eftir að hún flutti heim. Þá segir hún aðstöðuna til þess að æfa frjálsar íþróttir hafa batnað til mikilla muna með tilkomu frjálsíþróttasalarins í Laugardalshöllinni. „Gunnar Páll hefur verið viðloðandi þjálfun mína frá því að ég var 12 ára gömul. Hann var aðalþjálfari minn um tíma og kom svo að þjálfuninni áfram eftir að ég flutti út. Ég bý að þeim nýju hlutum sem ég lærði í Hollandi og Gunnar Páll kemur svo til með að betrumbæta það í framhaldinu. Ég hef mikla trú á okkar samstarfi og það hefur gengið vel eftir að ég flutti heim aftur. Það er frábært að vera komin með höll til þess að æfa í hér heima og aðstæður eru bara fínar hér heima,“ segir hún um síðustu mánuði. „Næst á dagskrá er Norðurlandamótið sem fer fram um næstu helgi. Norðurlöndin hafa á að skipa mjög sterkum hlaupurum þessa stundina og það verður gaman að etja kappi við þær. Þar ætla ég að halda áfram að skerpa á forminu og vinna áfram í að betrumbæta taktíkina hjá mér. Þar á eftir er svo Evrópumeistaramótið í byrjun mars. Þar stefni ég á að vera í mínu besta formi,“ segir hlaupakonan öfluga um framhaldið. Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið Sjá meira
Hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir tók þátt í 800 metra hlaupi á Reykjavíkurleikunum í gær. Hlaupið var skipað sterkum hlaupurum og hafnaði Aníta í þriðja sæti á eftir Bretanum Shelayna Oskan-Clarke sem varð hlutskörpust og tékkneska meistaranum Diana Mezulianikova sem varð í öðru sæti. Clarke er ríkjandi meistari í greininni í Bretlandi, vann bronsverðlaun á heimsmeistaramótinu innanhúss á síðasta ári og silfurverðlaun á Evrópumeistaramótinu innanhúss árið áður. Hlaupið í gær var nokkuð hægt og Aníta hljóp á tímanum 2:04,88 mínútum. Hún segir í samtali við Fréttablaðið að hún hefði ekki náð að hlaupa eftir þeirri taktík sem lagt var upp með fyrir hlaupið og hana hafi skort sjálfstraust til þess að gefa allt sem hún ætti í lokasprettinn. Aníta kveðst hins vegar finna töluverðan mun til hins betra frá því fyrir tveimur vikum og hún telur sig vera að nálgast sitt besta form. „Þetta hlaup var skref í rétta átt að mínu mati og mér leið miklu betur í þessu hlaupi en þegar ég hljóp mitt fyrsta hlaup á árinu fyrir tveimur vikum. Mér leið svona eins og við værum að hlaupa frekar hægt og það var rétt metið. Ég þarf að æfa það betur að láta taktíkina mína ganga fullkomlega upp. Það er að finna rétta tímapunktinn til þess að komast fram úr fremstu hlaupurum án þess að eyða allri orkunni. Það gekk ekki upp í þessu hlaupi og ég þarf að einblína á að æfa mig betur í þessu atriði á næstu vikum,“ segir Aníta um frammistöðu sína. „Það vantaði líka aðeins upp á sjálfstraustið. Ég hætti við að gefa allt sem ég ætti í lokasprettinn og dró úr mér tennurnar. Ég þarf að einblína á andlega þáttinn samhliða þeim líkamlega og tæknilegum atriðum hvað hlaupin varðar á næstunni. Það er mikilvægt að vinna í sjálfstraustinu, ég hef fulla trú á mér og þarf bara að sýna það í verki í næstum mótum. Ég er að nálgast það að komast í mitt besta líkamlega form hlaupalega séð og ég er viss um að ég mun toppa á réttum tíma,“ segir ÍR-ingurinn um stöðu mála hjá sér. Aníta sem bjó í Hollandi um skeið flutti heim til Íslands síðasta haust. Hún segir því fylgja kosti og galla að færa sig um set frá Hollandi til Íslands. Aníta endurnýjaði kynnin við sinn gamla þjálfara Gunnar Pál Jóakimsson eftir að hún flutti heim. Þá segir hún aðstöðuna til þess að æfa frjálsar íþróttir hafa batnað til mikilla muna með tilkomu frjálsíþróttasalarins í Laugardalshöllinni. „Gunnar Páll hefur verið viðloðandi þjálfun mína frá því að ég var 12 ára gömul. Hann var aðalþjálfari minn um tíma og kom svo að þjálfuninni áfram eftir að ég flutti út. Ég bý að þeim nýju hlutum sem ég lærði í Hollandi og Gunnar Páll kemur svo til með að betrumbæta það í framhaldinu. Ég hef mikla trú á okkar samstarfi og það hefur gengið vel eftir að ég flutti heim aftur. Það er frábært að vera komin með höll til þess að æfa í hér heima og aðstæður eru bara fínar hér heima,“ segir hún um síðustu mánuði. „Næst á dagskrá er Norðurlandamótið sem fer fram um næstu helgi. Norðurlöndin hafa á að skipa mjög sterkum hlaupurum þessa stundina og það verður gaman að etja kappi við þær. Þar ætla ég að halda áfram að skerpa á forminu og vinna áfram í að betrumbæta taktíkina hjá mér. Þar á eftir er svo Evrópumeistaramótið í byrjun mars. Þar stefni ég á að vera í mínu besta formi,“ segir hlaupakonan öfluga um framhaldið.
Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið Sjá meira