Erlent

Undirbúa stór mótmæli gegn Maduro í dag

Kjartan Kjartansson skrifar
Guaidó, þingforsetinn og sjálfsyfirlýstur forseti, hvetur stuðningsmenn sína til að fjölmenna á mótmæli í dag.
Guaidó, þingforsetinn og sjálfsyfirlýstur forseti, hvetur stuðningsmenn sína til að fjölmenna á mótmæli í dag. Vísir/EPA
Stjórnarandstaðan í Venesúela hefur boðið til mótmæla gegn ríkisstjórn Nicolás Maduro forseta um allt landið í dag. Juan Guaidó, sem lýsti sig sjálfan forseta á dögunum, hefur hvatt stuðningsmenn sína til að fjölmenna á mótmælin.

Krafa mótmælenda er að Maduro boði til nýrra kosninga. Hann náði endurkjöri sem forseti í kosningum sem stjórnarandstaðan og fjöldi erlendra ríkja telur að hafi ekki farið heiðarlega fram. Bandaríkin, Kanada og hópur ríkja í Rómönsku Ameríku hefur lýst yfir stuðningi við Guaidó en Kínverjar og Rússar halda tryggð við Maduro.

Evrópuríki hafa aftur á móti setið á sér að viðurkenna Guaidó sem forseta. Þau hafa mörg gefið Maduro frest til morgundagsins til að tilkynna um nýjar kosningar áður en þau feta í fótspor Bandaríkjanna og fleiri ríkja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×