Sviptir lögræði en haldi þó völdum yfir lífi sínu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 2. febrúar 2019 07:15 Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, mælir fyrir málinu á Alþingi á næstu dögum. Fréttablaðið/Ernir „Þetta er dulbúið stórmál þótt það varði fámennan valdalítinn hóp og feli ekki í sér mikil fjárútlát,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, sem mælir á næstu dögum fyrir frumvarpi á Alþingi um sjálfsákvörðunarrétt þeirra sem sviptir eru lögræði. Frumvarpið gerir ráð fyrir að farið verði að vilja þeirra sem sviptir eru lögræði hafi þeir áður lýst honum með svokallaðri fyrirframgefinni ákvarðanatöku. Í greinargerð kemur fram að fyrirkomulagið hafi verið lögfest í mörgum Evrópuríkjum. Úrræðið sé notað í tvenns konar aðstæðum. Annars vegar til að lýsa vilja einstaklinga með geðræna sjúkdóma um hvernig haga beri ákvarðanatöku, meðferð og öðrum þáttum í lífi þeirra fari svo að þeir missi getuna til að taka eigin ákvarðanir í alvarlegu sjúkdómsferli. Hins vegar til að lýsa vilja sjúklinga með ólæknandi sjúkdóma um hversu lengi þeir vilji að heilbrigðisstarfsfólk leggi sig fram um að framlengja líf þeirra missi þeir getuna til að lýsa yfir vilja sínum. Hanna Katrín segir að þótt málið láti ekki mikið yfir sér skipti það gríðarlegu máli fyrir viðkomandi. „Málið snýst um sjálfan sjálfsákvörðunarrétt okkar og eðli málsins samkvæmt er fátt okkur dýrmætara heldur en völd okkar yfir eigin lífi,“ segir Hanna Katrín. Þingmaðurinn segir þessa leið hafa reynst vel í nágrannalöndunum, ekki bara fyrir þann sem í hlut á heldur einnig fyrir aðstandendur og heilbrigðisstarfsfólk sem annast viðkomandi. Þá sýni rannsóknir að þetta fyrirkomulag dragi úr óvissu og auki traust milli notenda heilbrigðisþjónustu og fagfólks. Leiðin ljái viðkomandi „rödd“ og dragi úr valdaójafnvægi gagnvart fagfólki. Þá dragi fyrirframgefin ákvarðanataka líka úr hættu á misskilningi og hjálpi aðstandendum að styðja við bakið á hinum veika. Frumvarpið lagði Hanna Katrín fram í haust ásamt öðrum þingmönnum Viðreisnar auk þingmanna úr Pírötum og Miðflokki. Þegar hún hefur mælt fyrir frumvarpinu á Alþingi fer það til nánari meðferðar í velferðarnefnd. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
„Þetta er dulbúið stórmál þótt það varði fámennan valdalítinn hóp og feli ekki í sér mikil fjárútlát,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, sem mælir á næstu dögum fyrir frumvarpi á Alþingi um sjálfsákvörðunarrétt þeirra sem sviptir eru lögræði. Frumvarpið gerir ráð fyrir að farið verði að vilja þeirra sem sviptir eru lögræði hafi þeir áður lýst honum með svokallaðri fyrirframgefinni ákvarðanatöku. Í greinargerð kemur fram að fyrirkomulagið hafi verið lögfest í mörgum Evrópuríkjum. Úrræðið sé notað í tvenns konar aðstæðum. Annars vegar til að lýsa vilja einstaklinga með geðræna sjúkdóma um hvernig haga beri ákvarðanatöku, meðferð og öðrum þáttum í lífi þeirra fari svo að þeir missi getuna til að taka eigin ákvarðanir í alvarlegu sjúkdómsferli. Hins vegar til að lýsa vilja sjúklinga með ólæknandi sjúkdóma um hversu lengi þeir vilji að heilbrigðisstarfsfólk leggi sig fram um að framlengja líf þeirra missi þeir getuna til að lýsa yfir vilja sínum. Hanna Katrín segir að þótt málið láti ekki mikið yfir sér skipti það gríðarlegu máli fyrir viðkomandi. „Málið snýst um sjálfan sjálfsákvörðunarrétt okkar og eðli málsins samkvæmt er fátt okkur dýrmætara heldur en völd okkar yfir eigin lífi,“ segir Hanna Katrín. Þingmaðurinn segir þessa leið hafa reynst vel í nágrannalöndunum, ekki bara fyrir þann sem í hlut á heldur einnig fyrir aðstandendur og heilbrigðisstarfsfólk sem annast viðkomandi. Þá sýni rannsóknir að þetta fyrirkomulag dragi úr óvissu og auki traust milli notenda heilbrigðisþjónustu og fagfólks. Leiðin ljái viðkomandi „rödd“ og dragi úr valdaójafnvægi gagnvart fagfólki. Þá dragi fyrirframgefin ákvarðanataka líka úr hættu á misskilningi og hjálpi aðstandendum að styðja við bakið á hinum veika. Frumvarpið lagði Hanna Katrín fram í haust ásamt öðrum þingmönnum Viðreisnar auk þingmanna úr Pírötum og Miðflokki. Þegar hún hefur mælt fyrir frumvarpinu á Alþingi fer það til nánari meðferðar í velferðarnefnd.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira