Erlent

Ný­liðinn janúar­mánuður sá heitasti í sögu Ástralíu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Að minnsta kosti fimm dagar í janúar komust á blað yfir tíu heitustu daga sögunnar. Þá hefur úrkoma einnig verið í minnsta lagi síðustu vikur og miklir þurrkar.
Að minnsta kosti fimm dagar í janúar komust á blað yfir tíu heitustu daga sögunnar. Þá hefur úrkoma einnig verið í minnsta lagi síðustu vikur og miklir þurrkar. vísir/epa
Nýliðinn janúarmánuður var sá heitasti í Ástralíu frá því að mælingar hófust. Fór meðalhitinn í mánuðinum yfir þrjátíu gráður sem er met að því er fram kemur í frétt BBC.

Að minnsta kosti fimm dagar í janúar komust á blað yfir tíu heitustu daga sögunnar. Þá hefur úrkoma einnig verið í minnsta lagi síðustu vikur og miklir þurrkar.

Hitinn hefur haft skelfilegar afleiðingar í för með sér þar sem húsdýr hafa drepist í stórum stíl, kjarreldar loga víða og mikið álag er á spítölum landsins. Þá hafa fiskar sem og heilu hjarðirnar af villihestum drepist.

Þetta nýja hitamet slær út eldra metið frá árinu 2013 en það ár gekk hitabylgja yfir landið, ein sú versta í manna minnum. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×