Óþægileg heimsókn sérsveitar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. febrúar 2019 06:00 Juan Guaidó, starfandi forseti Venesúela, ræðir um heimsóknina við fjölmiðla með dóttur sína í fanginu og eiginkonuna sér við hlið. Nordicphotos/AFP Sérsveitarmenn réðust inn á heimili venesúelska stjórnarandstöðuleiðtogans og starfandi forsetans Juan Guaidó í gær. Kona hans og tæplega tveggja ára gömul dóttir voru heima en Guaidó var sjálfur á fjöldafundi. Frá þessu greindi Guaidó sjálfur í gær. Þingið útnefndi Guaidó starfandi forseta fyrr í mánuðinum eftir að kjörtímabil Nicolás Maduro rann út enda álítur það forsetakosningar síðasta árs ólöglegar. Maduro er ósammála og álítur þingið valdalaust í þokkabót eftir að hann stofnaði sérstakt stjórnlagaþing, einvörðungu skipað sósíalistum, og lét setja sjálfan sig aftur inn í embætti. Bandaríkin, Lima-hópurinn, Samtök Ameríkuríkja og dágóður fjöldi sjálfstæðra ríkja hafa lýst yfir stuðningi við Guaidó og viðurkennt hann sem starfandi forseta. Evrópuþingið bættist í þann hóp. 439 þingmenn greiddu atkvæði með tillögu þess efnis en 104 gegn. Aukinheldur er kallað eftir nýjum kosningum í landinu. Guaidó þótti heimsóknin í gær óhugguleg. „Ég mun sjá til þess að þið verðið dregin til ábyrgðar fyrir að ógna heilsu barns míns,“ sagði hann á fjöldafundi í höfuðborginni Caracas. Bandaríkin hafa sömuleiðis lýst því yfir að afleiðingarnar verði alvarlegar ef Maduro-stjórnin beitir sér gegn Guaidó af hörku.Nicolás Maduro. Í bakgrunn má sjá málverk af frelsishetjunni Simóni BolívarCarlos Becerra/GettyBandaríkin hafa raunar gert gott betur. Á mánudaginn tilkynnti Donald Trump forseti um nýjar viðskiptaþvinganir gegn ríkisolíufélaginu PDVSA. Þær þvinganir féllu ekki í kramið hjá Idriss Jazairy, rannsakanda hjá Sameinuðu þjóðunum, sem sérhæfir sig í mögulegum neikvæðum afleiðingum þvingana. Jazairy sagði að þvinganirnar gætu gert efnahagshörmungar Venesúela enn verri, en nú þegar berjast íbúar í bökkum við að verða sér úti um nauðsynjar. „Þvingunum, hvort sem þær koma frá hernum eða eru á sviði viðskipta, á aldrei að beita til þess að koma ríkisstjórn fullvalda ríkis frá völdum. Slík beiting þvingana gengur í berhögg við alþjóðalög,“ sagði Jazairy. Um þremur vikum eftir að Guaidó tók við sem starfandi forseti er hann enn svo gott sem valdalaus. Stjórnarandstaðan sagðist í upphafi ætla að leita til venesúelska hersins í von um stuðning en langflestir hermenn, og öll yfirstjórn hersins, eru enn hliðhollir Maduro. Guaidó sagði þó frá því í gær að hann hefði átt leynilega fundi með hermönnum og -foringjum í von um að afla stuðnings þeirra. „Lykillinn að því að ná stjórninni frá völdum er að herinn hætti að styðja hana. Meirihluti hermanna er sammála um að það sé ekki hægt að halda áfram á þessari braut. Stjórnarandstaðan heitir því að enginn þeirra hermanna sem snúa baki við Maduro verði ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu.“ Birtist í Fréttablaðinu Venesúela Tengdar fréttir Á leynifundum með hernum í Venesúela Juan Guaido leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela hefur haldið leynifundi með yfirmönnum hersins í landinu til að reyna að fá herinn á sitt band, en spennan magnast nú ört í landinu. 31. janúar 2019 07:27 Evrópuþingið viðurkennir Guaidó sem forseta Evrópusambandið hefur verið hikandi við að viðurkenna leiðtoga stjórnarandstöðunnar sem forseta Venesúela. Það er sagt óttast hvers konar fordæmi það væri í ljósi þess að hann lýsti sjálfan sig forseta. 31. janúar 2019 15:03 Guaidó ferðaðist leynilega um Ameríku til að afla stuðnings Helsti stjórnarandstæðingur Venesúela smyglaði sér yfir landamærin til Kólumbíu um miðjan desember. Þaðan lá leiðin um ríki Ameríku til að plotta gegn forsetanum Nicolás Maduro. 28. janúar 2019 06:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Sérsveitarmenn réðust inn á heimili venesúelska stjórnarandstöðuleiðtogans og starfandi forsetans Juan Guaidó í gær. Kona hans og tæplega tveggja ára gömul dóttir voru heima en Guaidó var sjálfur á fjöldafundi. Frá þessu greindi Guaidó sjálfur í gær. Þingið útnefndi Guaidó starfandi forseta fyrr í mánuðinum eftir að kjörtímabil Nicolás Maduro rann út enda álítur það forsetakosningar síðasta árs ólöglegar. Maduro er ósammála og álítur þingið valdalaust í þokkabót eftir að hann stofnaði sérstakt stjórnlagaþing, einvörðungu skipað sósíalistum, og lét setja sjálfan sig aftur inn í embætti. Bandaríkin, Lima-hópurinn, Samtök Ameríkuríkja og dágóður fjöldi sjálfstæðra ríkja hafa lýst yfir stuðningi við Guaidó og viðurkennt hann sem starfandi forseta. Evrópuþingið bættist í þann hóp. 439 þingmenn greiddu atkvæði með tillögu þess efnis en 104 gegn. Aukinheldur er kallað eftir nýjum kosningum í landinu. Guaidó þótti heimsóknin í gær óhugguleg. „Ég mun sjá til þess að þið verðið dregin til ábyrgðar fyrir að ógna heilsu barns míns,“ sagði hann á fjöldafundi í höfuðborginni Caracas. Bandaríkin hafa sömuleiðis lýst því yfir að afleiðingarnar verði alvarlegar ef Maduro-stjórnin beitir sér gegn Guaidó af hörku.Nicolás Maduro. Í bakgrunn má sjá málverk af frelsishetjunni Simóni BolívarCarlos Becerra/GettyBandaríkin hafa raunar gert gott betur. Á mánudaginn tilkynnti Donald Trump forseti um nýjar viðskiptaþvinganir gegn ríkisolíufélaginu PDVSA. Þær þvinganir féllu ekki í kramið hjá Idriss Jazairy, rannsakanda hjá Sameinuðu þjóðunum, sem sérhæfir sig í mögulegum neikvæðum afleiðingum þvingana. Jazairy sagði að þvinganirnar gætu gert efnahagshörmungar Venesúela enn verri, en nú þegar berjast íbúar í bökkum við að verða sér úti um nauðsynjar. „Þvingunum, hvort sem þær koma frá hernum eða eru á sviði viðskipta, á aldrei að beita til þess að koma ríkisstjórn fullvalda ríkis frá völdum. Slík beiting þvingana gengur í berhögg við alþjóðalög,“ sagði Jazairy. Um þremur vikum eftir að Guaidó tók við sem starfandi forseti er hann enn svo gott sem valdalaus. Stjórnarandstaðan sagðist í upphafi ætla að leita til venesúelska hersins í von um stuðning en langflestir hermenn, og öll yfirstjórn hersins, eru enn hliðhollir Maduro. Guaidó sagði þó frá því í gær að hann hefði átt leynilega fundi með hermönnum og -foringjum í von um að afla stuðnings þeirra. „Lykillinn að því að ná stjórninni frá völdum er að herinn hætti að styðja hana. Meirihluti hermanna er sammála um að það sé ekki hægt að halda áfram á þessari braut. Stjórnarandstaðan heitir því að enginn þeirra hermanna sem snúa baki við Maduro verði ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu.“
Birtist í Fréttablaðinu Venesúela Tengdar fréttir Á leynifundum með hernum í Venesúela Juan Guaido leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela hefur haldið leynifundi með yfirmönnum hersins í landinu til að reyna að fá herinn á sitt band, en spennan magnast nú ört í landinu. 31. janúar 2019 07:27 Evrópuþingið viðurkennir Guaidó sem forseta Evrópusambandið hefur verið hikandi við að viðurkenna leiðtoga stjórnarandstöðunnar sem forseta Venesúela. Það er sagt óttast hvers konar fordæmi það væri í ljósi þess að hann lýsti sjálfan sig forseta. 31. janúar 2019 15:03 Guaidó ferðaðist leynilega um Ameríku til að afla stuðnings Helsti stjórnarandstæðingur Venesúela smyglaði sér yfir landamærin til Kólumbíu um miðjan desember. Þaðan lá leiðin um ríki Ameríku til að plotta gegn forsetanum Nicolás Maduro. 28. janúar 2019 06:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Á leynifundum með hernum í Venesúela Juan Guaido leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela hefur haldið leynifundi með yfirmönnum hersins í landinu til að reyna að fá herinn á sitt band, en spennan magnast nú ört í landinu. 31. janúar 2019 07:27
Evrópuþingið viðurkennir Guaidó sem forseta Evrópusambandið hefur verið hikandi við að viðurkenna leiðtoga stjórnarandstöðunnar sem forseta Venesúela. Það er sagt óttast hvers konar fordæmi það væri í ljósi þess að hann lýsti sjálfan sig forseta. 31. janúar 2019 15:03
Guaidó ferðaðist leynilega um Ameríku til að afla stuðnings Helsti stjórnarandstæðingur Venesúela smyglaði sér yfir landamærin til Kólumbíu um miðjan desember. Þaðan lá leiðin um ríki Ameríku til að plotta gegn forsetanum Nicolás Maduro. 28. janúar 2019 06:00