Þýskir Jafnaðarmenn á siglingu Atli Ísleifsson skrifar 17. febrúar 2019 18:28 Andrea Nahles er formaður þýskra Jafnaðarmanna (SDP). EPA/HAYOUNG JEON Fylgi þýska Jafnaðarmannaflokksins (SPD) hefur aukist síðustu daga í kjölfar þess að flokkurinn kynnti nýja áætlun sína í velferðarmálum. Áætlunin kveður á um hærri atvinnuleysisbætur og lífeyri og hækkun lágmarkslauna. Flokkurinn vonast til að með þessu takist að lokka aftur til sín kjósendur frá flokkunum yst á hægri/vinstri ás stjórnmálanna, Die Linke og Valkost fyrir Þýskalands (AfD). Stuðningur við SPD hefur aukist um tvö prósentustig síðustu vikuna, úr 17 í 19 prósent, samkvæmt könnun Bild am Sonntag. Aukningin er því talsverð, sér í lagi ef litið er til þess að flokkurinn mældist með sögulega lágt fylgi í nóvember, um 14 prósent.Aftur stærri en Græningjar Fylgisaukningin þýðir jafnframt að SDP mælist nú aftur með meira fylgi en Græningjar. Sem fyrr mælast Kristilegir demókratar (CDU,CSU) stærstir með 30 prósent fylgi. Með áætluninni þykir SPD snúa baki við þær umbætur sem fyrrverandi formaður flokksins, Gerard Schröder, sem var kanslari Þýskalands á árunum 1998 til 2005, innleiddi skömmu eftir aldamót. Hinar svokölluðu Hartz-umbætur þóttu blása nýju lífi í þýskt efnahagslíf en sættu gagnrýni þar sem þær þóttu draga úr hinu félagslega öryggisneti í Þýskalandi. Kosningar til Evrópuþingsins fara fram í maí og þá fara kosningar fram í fjórum sambandsríkjum Þýskalands á árinu, meðal annars í þremur í austurhluta landsins þar sem AfD mælast sterkir. Evrópusambandið Þýskaland Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Sjá meira
Fylgi þýska Jafnaðarmannaflokksins (SPD) hefur aukist síðustu daga í kjölfar þess að flokkurinn kynnti nýja áætlun sína í velferðarmálum. Áætlunin kveður á um hærri atvinnuleysisbætur og lífeyri og hækkun lágmarkslauna. Flokkurinn vonast til að með þessu takist að lokka aftur til sín kjósendur frá flokkunum yst á hægri/vinstri ás stjórnmálanna, Die Linke og Valkost fyrir Þýskalands (AfD). Stuðningur við SPD hefur aukist um tvö prósentustig síðustu vikuna, úr 17 í 19 prósent, samkvæmt könnun Bild am Sonntag. Aukningin er því talsverð, sér í lagi ef litið er til þess að flokkurinn mældist með sögulega lágt fylgi í nóvember, um 14 prósent.Aftur stærri en Græningjar Fylgisaukningin þýðir jafnframt að SDP mælist nú aftur með meira fylgi en Græningjar. Sem fyrr mælast Kristilegir demókratar (CDU,CSU) stærstir með 30 prósent fylgi. Með áætluninni þykir SPD snúa baki við þær umbætur sem fyrrverandi formaður flokksins, Gerard Schröder, sem var kanslari Þýskalands á árunum 1998 til 2005, innleiddi skömmu eftir aldamót. Hinar svokölluðu Hartz-umbætur þóttu blása nýju lífi í þýskt efnahagslíf en sættu gagnrýni þar sem þær þóttu draga úr hinu félagslega öryggisneti í Þýskalandi. Kosningar til Evrópuþingsins fara fram í maí og þá fara kosningar fram í fjórum sambandsríkjum Þýskalands á árinu, meðal annars í þremur í austurhluta landsins þar sem AfD mælast sterkir.
Evrópusambandið Þýskaland Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Sjá meira