Nýtti tímann vel með Pompeo: „Við vorum sammála um að vera ósammála“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. febrúar 2019 18:14 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, nýtti tímann sinn með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til að koma á framfæri sjónarmiðum Íslands er varðar loftslagsmál, málefni norðurslóða og kjarnorkuafvopnun í heiminum. Katrín tók á móti Pompeo í Ráðherrabústaðnum. Um var að ræða kurteisisheimsókn sem varði einungis í tuttugu mínútur. Katrín segir í samtali við fréttastofu að drjúgum tíma hefði verið varið í að ræða loftslagsmál enda ljóst ríkisstjórnir Íslands og Bandaríkjanna nálgast málaflokkinn og vandamál sem af hlýnun jarðar hlýst með afar ólíkum hætti. Bandaríkin eru annar stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda en Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hyggist draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu á næsta ári. „Við erum auðvitað ekki á sömu blaðsíðu, þessar þjóðir,“ segir Katrín.Þú hefur ekki náð að telja honum hughvarf?„Nei en ég gerði mitt besta til þess. Þetta endaði með því að við vorum sammála um að vera ósammála um þessi mál. Við rökræddum þetta aðeins, Parísarsáttmálann og hvaða aðferðir væru vænlegastar til árangurs,“ segir Katrín. Kjarnorkuafvopnun bar auk þess á góma á fundi ráðherrranna en Katrín segir að spjallið hefði verið ákveðið framhald af máli hennar á fundi Atlantshafsbandalagsins NATO sem fór fram í sumar. „Ég vildi bara aðeins ítreka okkar sjónarmið í þessu að það sé mjög mikilvægt að fara aftur á þá braut að fækka kjarnorkuvopnum en ekki fjölga. Það eru auðvitað blikur á lofti með þennan sáttmála milli Rússlands og Bandaríkjanna sem er í uppnámi þannig að við rædudm aðeins þau mál,“ segir Katrín. Hún spjallaði þá einnig um málefni Norðurslóða en Ísland tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu á þessu ári. Katrín greindi honum frá áherslum íslenskra stjórnvalda í málefnum norðurslóða og undirstrikaði mikilvægi umhverfissjónarmiða. Aðspurð segir Katrín að það séu mikil tækifæri fólgin í því að fá að ræða áherslur Íslendinga við leiðtoga annarra þjóða. „Grundvallaratriðið í utanríkisstefnu Íslands er að stuðla að friðsamlegum lausnum þannig að það er mikilvægt að tala fyrir því hvert sem við förum. Það er sömuleiðis mikilvægt að loftslagsmálin séu alltaf á dagskrá á öllum alþjóðavettvangi.“ Alþingi Bandaríkin Loftslagsmál Utanríkismál Tengdar fréttir Hvöttu stjórnvöld til að þrýsta á Pompeo Hópur ungmenna mótmælti fundi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og forsætisráðherra Íslands, sem fram fór í ráðherrabústaðnum á Tjarnargötu í hádeginu. 15. febrúar 2019 16:07 Umferðartafir í Reykjavík vegna heimsóknar utanríkisráðherra Bandaríkjanna Búast má við umferðartöfum í Reykjavík í dag, annars vegar í hádeginu og hins vegar um kaffileytið, það er á milli klukkan 15 og 16, vegna heimsóknar Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og fylgdarliðs hans hingað til lands. 15. febrúar 2019 07:20 Samráð um að treysta viðskiptatengsl Íslands og Bandaríkjanna Nýr samráðsvettvangur í viðskiptamálum var kynntur á sameiginlegum blaðamannafundi utanríkisráðherra Íslands og Bandaríkjanna í Hörpu í dag. 15. febrúar 2019 16:10 Guðlaugur Þór og Pompeo ræddu viðskipti og varnarmál Pompeo kynnir sér síðan starfsemi Landhelgisgæslunnar. 15. febrúar 2019 13:11 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, nýtti tímann sinn með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til að koma á framfæri sjónarmiðum Íslands er varðar loftslagsmál, málefni norðurslóða og kjarnorkuafvopnun í heiminum. Katrín tók á móti Pompeo í Ráðherrabústaðnum. Um var að ræða kurteisisheimsókn sem varði einungis í tuttugu mínútur. Katrín segir í samtali við fréttastofu að drjúgum tíma hefði verið varið í að ræða loftslagsmál enda ljóst ríkisstjórnir Íslands og Bandaríkjanna nálgast málaflokkinn og vandamál sem af hlýnun jarðar hlýst með afar ólíkum hætti. Bandaríkin eru annar stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda en Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hyggist draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu á næsta ári. „Við erum auðvitað ekki á sömu blaðsíðu, þessar þjóðir,“ segir Katrín.Þú hefur ekki náð að telja honum hughvarf?„Nei en ég gerði mitt besta til þess. Þetta endaði með því að við vorum sammála um að vera ósammála um þessi mál. Við rökræddum þetta aðeins, Parísarsáttmálann og hvaða aðferðir væru vænlegastar til árangurs,“ segir Katrín. Kjarnorkuafvopnun bar auk þess á góma á fundi ráðherrranna en Katrín segir að spjallið hefði verið ákveðið framhald af máli hennar á fundi Atlantshafsbandalagsins NATO sem fór fram í sumar. „Ég vildi bara aðeins ítreka okkar sjónarmið í þessu að það sé mjög mikilvægt að fara aftur á þá braut að fækka kjarnorkuvopnum en ekki fjölga. Það eru auðvitað blikur á lofti með þennan sáttmála milli Rússlands og Bandaríkjanna sem er í uppnámi þannig að við rædudm aðeins þau mál,“ segir Katrín. Hún spjallaði þá einnig um málefni Norðurslóða en Ísland tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu á þessu ári. Katrín greindi honum frá áherslum íslenskra stjórnvalda í málefnum norðurslóða og undirstrikaði mikilvægi umhverfissjónarmiða. Aðspurð segir Katrín að það séu mikil tækifæri fólgin í því að fá að ræða áherslur Íslendinga við leiðtoga annarra þjóða. „Grundvallaratriðið í utanríkisstefnu Íslands er að stuðla að friðsamlegum lausnum þannig að það er mikilvægt að tala fyrir því hvert sem við förum. Það er sömuleiðis mikilvægt að loftslagsmálin séu alltaf á dagskrá á öllum alþjóðavettvangi.“
Alþingi Bandaríkin Loftslagsmál Utanríkismál Tengdar fréttir Hvöttu stjórnvöld til að þrýsta á Pompeo Hópur ungmenna mótmælti fundi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og forsætisráðherra Íslands, sem fram fór í ráðherrabústaðnum á Tjarnargötu í hádeginu. 15. febrúar 2019 16:07 Umferðartafir í Reykjavík vegna heimsóknar utanríkisráðherra Bandaríkjanna Búast má við umferðartöfum í Reykjavík í dag, annars vegar í hádeginu og hins vegar um kaffileytið, það er á milli klukkan 15 og 16, vegna heimsóknar Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og fylgdarliðs hans hingað til lands. 15. febrúar 2019 07:20 Samráð um að treysta viðskiptatengsl Íslands og Bandaríkjanna Nýr samráðsvettvangur í viðskiptamálum var kynntur á sameiginlegum blaðamannafundi utanríkisráðherra Íslands og Bandaríkjanna í Hörpu í dag. 15. febrúar 2019 16:10 Guðlaugur Þór og Pompeo ræddu viðskipti og varnarmál Pompeo kynnir sér síðan starfsemi Landhelgisgæslunnar. 15. febrúar 2019 13:11 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Sjá meira
Hvöttu stjórnvöld til að þrýsta á Pompeo Hópur ungmenna mótmælti fundi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og forsætisráðherra Íslands, sem fram fór í ráðherrabústaðnum á Tjarnargötu í hádeginu. 15. febrúar 2019 16:07
Umferðartafir í Reykjavík vegna heimsóknar utanríkisráðherra Bandaríkjanna Búast má við umferðartöfum í Reykjavík í dag, annars vegar í hádeginu og hins vegar um kaffileytið, það er á milli klukkan 15 og 16, vegna heimsóknar Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og fylgdarliðs hans hingað til lands. 15. febrúar 2019 07:20
Samráð um að treysta viðskiptatengsl Íslands og Bandaríkjanna Nýr samráðsvettvangur í viðskiptamálum var kynntur á sameiginlegum blaðamannafundi utanríkisráðherra Íslands og Bandaríkjanna í Hörpu í dag. 15. febrúar 2019 16:10
Guðlaugur Þór og Pompeo ræddu viðskipti og varnarmál Pompeo kynnir sér síðan starfsemi Landhelgisgæslunnar. 15. febrúar 2019 13:11